Lögberg-Heimskringla - 18.12.1981, Page 4
4-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981
Hugleiðingar um jólin
Frá sjónarmiði sagnfræðinnar er
jólahátíðin yngst af stórhátíðum
kristninnar. Fyrst er páskahátíðin,
sigurhátíð litsn.s, þá hvítasunnan,
afmælisdagur kirkjunnar, þegar
andi Guðs kom lifandi af himnanna
hæð til að kalla, upplýsa og helga þá
sem hafa eyru til að heyra og sam-
visku til að svara. En jólahátíðin
með sinn fögnuð og friðarboðskap
hlaut ekki opinbera viðurkenning
kirkjunnar fyrr en löngu síðar. I ár-
daga urðu menn ekki uppnæmir
þótt fátækum hjónum fæddist barn
undir beru lofti, í hellisskúta eða
heytóft. Engum datt í hug að leggja
slíkt á minnið, eða festa á bókfell.
Þó bar það við ef menn urðu frægir,
að grafist var fyrir um uppruna
þeirra og æskuskeið. En þá var sú
vitneskja oft horfin inní móðu
gleymskunnar, og enginn á lífi sem
kunni frá slíku að segja. Þannig var
ástatt er menn tóku fyrst að reyna að
staðfesta afmælisdag og fæðingarár
Jesú Krists. Það eina sem var
ótvírætt í þessu efni, var að Kristur
var uppi á tímabili sem var af-
markað í sögunni af vissum
valdamönnum. Voru því stjórnarár
þeirra höfð til viðmiðunar í þessari
rannsókn.
Svo sem kunnugt er, liggja
frumheimildirnar um fæðing Jesú,
-hin fyrstu jól - fyrir í öðrum
kapítula Lúkasarguðspjalls, og
einnig í öðrum kapítulanum í Matt-
eusarguðspjalli. Báðir hnýta þeir
viðburðinn, hvor á sinn hátt, við
nafnkennda rómverska stjórn-
málamenn. Lúkas nefnir Agústus
keisara, og Kýreníus landstjóra á
Sýrlandi, en Matteus dregur
Heródes hinn illræmda barna-
morðingja inná sviðið, en um hann
vita menn að hann dó árið 4. f.K., en
þá var Jesús ungbarn að aldri. Aug-
ljóst er að Lúkas var ekki að reýna
að semja sagnfræðilegt vísindarit er
hann færði frásögu sína í letur.
Hann er að bera vitni og boða trú, og
notar því tilvitnanir og talshætti sem
voru í almennri notkun og allir
skildu. Umræddur Rómarkeisari
hét t.d. réttu nafni Gajus Julíus
Cæsar Octavianus, en "ágústus”
(hinn upphafni) var eins konar
heiðurstitill sem "senatið" gaf
honum eftir að hann hafði verið
keisari í nokkur ár. Kýreníus var
landstjóri Rómverja á Sýrlandi á
árunum 7-2 f.K. og á þeim árum fór
sú skrásetning fram sem varð til
þess að uppfylla spádóminn um
Premier's Message
the New Year with hope and con-
fidence.
History has shown that our pro-
vince is adaptable. We have’ suc-
cessfully met challenges in the past,
and can do so again. Our real
strength lies in our people, and add-
ed to this is a province with basic
economic strength, with a richness
of natural and agricultural
resources, and with opportunities
for growth and development.
With this positive and underlying
strength, and with a sense of pur-
pose we can, together, reach new
heights of social economic achieve-
ment, and make our tomorrow even
brighter.
It is in this atmosphere of hope
and expectation that I wish each of
you happiness and success in the
days that lie ahead.
Happy New Year!
Howard R. Pawley
Lögberg - Heimskringla
Published every Friday by
LÖGBERG- HEIMSKRINGLA INCORPORATED
1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue,
Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945
EDITOR: Jónas Þór
ADVERTISING AND SUBSCRIPTIONS: Cecilia Ferguson
REPRESENTATIVE IN ICELAND: Magnús Sigurjónsson
Umboðsmaður blaðsins á íslandi Skólagerði 69 Kópavogi, Sími 40455
Pösthólf 135 Reykjavík
Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd.
Subscription $15.00 per year - PAYABLE IN ADVANCE
$20.00 in Icelánd
— Second class mailing registration number 1667 —
All donations to Lögberg-Heimskringla Inc. are tax deductible under Canadian laws.
As we enter 1982, Manitoba and
the rest of the nation face some
serious challenges but we can face
Howard R. Pawley
Premier of Manitoba
fæðingu Jesú í Betlehem. Ótilkvödd
hefðu foreldrarnir ekki tekist slíka
langferð á hendur, eins og ástatt var.
Fundið hefir verið að losaralegu
orðalagi Lúkasar þar sem hann talar
um skrásetningu sem á að ná yfir
"alla heimsbyggðina.” Samkvæmt
hugsunarhætti þeirra tíma var
heimsbyggðin takmörkuð við
röndina umhverfis Miðjarðarhafið.
Að vísu höfðu menn fregnir af
einhverjum mannverum fyrir
norðan Alpafjöll og yfirleitt ekki
umtalsvert fólk. Þjóðadrambið er
svo sem ekki nýtt fyrirbrigði, það
gægist jafnvel fram á bak við orðin í
sjálfu jólaguðspjallinu.
En það var ekki aðeins gleymska
manna, og skortur á nákvæmum
heimildum sem torveldaði jólahald
kristinna manna í fornöld. Það, að
minnast afmælis Jesú Krists, var
hvorki meira né minna en land-
ráðasök. Hér var sem sagt um
árekstur að ræða við hefðbundna
keisaradýrkun, sem var hin
lögboðna ríkistrú. Yfirleitt voru
Rómverjar frjálslyndir í trúmálum,
létu sig litlu skipta trúarbrögð
þegnanna, svo framarlega sem þeir
sýndu keisaranum tilhlýðilega lotn-
ingu á tilsettum tíma. í því efni var
engin frávikning, eða samkeppni
leyfð eða liðin. Er það kom í ljós að
kristnir menn voru teknir að halda
samkomur og tilbiðja einhvern
útlendan Guð, þá hófust hinar
grimmilegust ofsóknir á hendur
þeim. Undir slíkum kringum-
stæðum gat almennt og opinbert
jólahald ekki komið til greina.
Löngu áður en venjulegt jólahald
kom til sögunnar héldu menn svo
nefnda epífaníuhátíð, en það orð
þýðir opinberun, eða birting. Var
áherzlan þá helst á skírn Jesú, og
frásögunni um stjörnuna í austri og
vitringana frá austurlöndum. Var þá
trúboði ráðstafað, og menn hvattir
til að láta skírast, að dæmi Jesú.
Síðar, er dagsetning jólanna hafði
verið ákveðin var epifaníuhátíðin
færð yfir á næstu sunnudaga eftir
jól. (þrettándann.)
Þá fyrst er kristna trúin hafði
hlotið viðurkenningu ríkisvaldsins
kemur jólahátðin, sem
fæðingarhátíð Krists til sögunnar.
En það er næsta merkilegt hvernig
25. desember varð fyrir valinu sem
afmælisdagur. Sennilegt er að þar
hafi nokkur málamiðlun komið til
greina, og aðlögunarhæfni kristinna
leiðtoga.
Rómverjar höfðu er hér var komið
lengi hallast að svo nefndri Mithra
trú, sem var samsteypa úr
persneskum trúarbrögðum og
heimspeki, að viðbættri
keisaradýrkun þeirra sjálfra. Að
Framh. á bls. 9
New Year's message
The New Year gives us all an op-
portunity to pause from the hectic
pace of our lives. It is also a time to
reflect on the achievements of past >
years and to look forward to the
New Year with its many challenges
and opportunities.
As 1982 marks our first New Year
in Government House, it is a very
special occasion for my husband
and I. It is a time of warmth,
friendliness, enthusiasm, and hope
for the future.
May I take this opportunity to ex-
tend my sincere best wishes to each
of you for a New Year filled with
personal achievement and satisfac-
tion.
Pearl McGonigal
Pearl McGonigal
Lieutenant-Governor of
Manitoba
Jólakveðja frá Birgi
Brynjólfssyni, ræðismanni
*
Islands í Winnipeg
Á undanförnum árum hefur sam-
band Vestur-Islendinga við ísland
eflst og er ánægjulegt til þess að
vita. Fjöldi Vestur íslendinga vitjar
lands forfeðranna ár hvert og
straumur íslendinga til Vesturheims
þyngist stöðugt. Megi farsælt
áframhald verða á þessum
gagnkvæmu heimsóknum.
Þá heldur Lögberg-Heimskringla
velli og þótt stuðningur áskrifenda
sé mikill má gera betur. Fátt tengir
betur þjóðarbrotið í Norður
Ameríku saman en nærri
aldagamalt dagblað. Stuðningur ok-
kar er því nauðsynlegur.
Ég óska öllum Vestur-
Islendingum, nær og fjær, gleðilegra
jóla og farsæls komandi árs.
Birgir Brynjólfsson