Lögberg-Heimskringla - 18.12.1981, Blaðsíða 7
WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981-7
Hátíðir og merkisdagar
Framh. af bls. 6
það séu eldri sagnir en hinar.
Annars er það margra manna mál,
að þeir eigi ekkert skylt við Grýlu
eða hennar hyski. Sumir segja þeir
séu ekki nema níu, og bendir til þess
þula þessi:
-Jólasveinar einn og átta
ofan komu af fjöllunum- o.s.
frv.
Fram að 1770 var þríheilagt á
öllum stórhátíðum, en þá var það
numið úr lögum. Þegar fjórheilagt
varð, ef aðfangadaginn eða fjórða í
jólum bar upp á sunnudag, hétu það
brandajól. Síðan heita brandajól, ef
þríheilagt verður, en brandajól hin
stóru nefndu menn þá hina fornu
fjórhelgi, og eins jafnvel, ef
Þorláksmessuna bar upp á sunnu-
dag. Fram að 1744 var messað á
jólanóttina, og þóttu það svo mikil
hátíðabrigði, að þá fóru allir til
kirkju, sem vettlingi gátu valdið, ef
fært var með nokkru móti. Var þá
oft aðeins ein manneskja heima til
þess að gæta bæjarins. En víða vildi
það verða hættuspil, því að
huldufólkið sótti í það, að koma
heim á bæina og halda þar danza
sína og veizlur, og stundum komu
líka tröllin til þess að ná í þann, sem
heima var. En hver sá, sem lét
huldufólkið sjá sig eða að minnsta
kosti gaf sig nokkuð í danzinn og
gleðina með því, var annaðhvort
dauður eða æðisgenginn að morgni
eða með öllu horfinn. Margar sagnir
eru til um þesskonar óhöpp. Þess
vegna var ráðlegra að fela sig vel, ef
vart varð við huldufólk, en stundum
virtist þó nóg að varast að skipta sér
nokkuð af því - láta sem maður sæi
það ekki; sakaði þá ekki. Stundum
hafði huldufólkið það líka til, að
vilja nema fólk til álfheima á jóla-
nóttina.
Tíðast var það, ef ekki var farið til
kirkju, að jólalesturinn var lesinn
um kl. 6, þegar búið var að kveikja á
jólanóttina og allir voru búnir áð
þvo sér og greiða og fara í betri fötin.
Þegar lestri var lokið, var farið fram
og borinn inn jólamaturinn: magáll,
sperðill og ýmislegt hnossgæti og
einar 3-4 laufakökur; ekki var venja
að skammta hangiket á jólanóttina,
að minnsta kosti sumsstaðar nyrðra,
og svo eftir að kaffið kom til, var
kaffi og lummur seinna um kvöldið.
Stundum var líka hnausþykkur
grjónagrautur með sýrópi út á
(rúsínugrautur seinna meir). Þótti
þetta allt mesta sælgæti, sem von
var. Ekkert mátti leika sér á jóla-
nóttina, hvorki spila né danza; er til
saga um börn, sem voru ein heima á
jólanóttina, að þau fóru að spila sér
til afþreyingar. En þá korrumaður til
þeirra og spilaði með þeim, þangað
til eitt barnið gekk úr og fór að raula
sálmvers, þá hvarf maðurinn, en
það var kölski sjálfur. Ekki mátti
heldur danza og því síður rífast eða
blóta. Þá var kölski vís til að sökkva
öllu saman. Jólanóttin var ársins
helgasta stund í augum almennings
og er það víða enn í dag. Þá var víða
siður og er sumsstaðar enn að
kveikja ljós um allan bæinn, svo að
hvergi bæri skugga á, þegar búið var
að sópa hann allan, og gekk þá hús-
freyjan kring um bæinn og um
hann, "bauð álfum heima" og sagði:
"Komi þeir, sem koma vilja, veri
þeir, sem vera vilja, fari þeir, sem
fara vilja, mér og mínum að
meinlausu." Annars mun þessi
venja hafa verið tíðari á
gamlárskvöld. Sumir létu ljós lifa í
bænum alla nóttina, og sjálfsagt í
baðstofunni, og hefir það
sumsstaðar haldizt við fram á vora
daga og er til enn í dag. Sagt er um
Svein ' á Þremi, alkunnan sér-
vizkukarl í Eyjafirði (dó áttræður
1827), að hann hafi sett 3 ljós í
baðstofuna á jólanóttina; kerti, sem
stóð upp úr rúmslánni, lampann í
rúmstafinn og fjóskoluna á ílátsbotn
einn þar á gólfinu niðrundan. Þessi
ljós þýddu þrenninguna.
Sérstaklega voru jólin og eru enn
hátíð fyrir börnin. Þá var nú bæði,
að þau fengu góða fylli sína að
borða, en svo hefir það verið gamall
siður á íslandi að gefa þeim kerti. En
kertaljósin voru dírindisljós, á
meðan lýsislamparnir og
grútarkolurnar voru aðalljósin á
bæjunum. Víða var líka öllu fólkinu
gefið sitt kertið hverjum; var þá ekki
lítið um dýrðir, þegar mörg börn
kveiktu hvert á sínu kerti, og brá
svo ljósbjarmanum um alla
baðstofuna. En annað þurftu þau
líka að fá, ef vel átti að fara — þau
Framh. á bls. 8
JOIN
ICELANDIC
CANADIAN FRÓN
Send membership fee of
$3.00 singie or $5.00 couple
to
Post Office Box No. 1
St. James Post Office
Winnipeg, Man.
R3J 0H0
Við óskum öllum
Gleðilegra Jóla
og
Farsæls komandi órs
FROM THE RESIDENTS, STAFF AND THE
BOARD OF DIRECTORS
tt
&
9£
Merry Christmas and Happy New Year
to Friends and Customers
SPORTSMAIM'S INN
Lundar, Manitoba Phone 762-5555
Seasons Greetings To Friends &■ Clients
TAYLOR, BRAZZELL, McCAFFREY
4th Floor, Manulife House
386 Broadway Avenue, Winnipeg, Man. R3C 3R6
Telephone (204) 949-1312 Telex 07-57276
Mr. Clenn Sigurdson attends in Cimli and Riverton
on the first and third Fridays of each month.
Gimli Office- 3rd Ave. and Centre St.,
Telephone 642-7955, Hours 9:30 a.m. to5:30p.m.
Riverton Off ice - Riverton Village Office,
Hours 1:00 p.m. to 3:00 p.m.
Óskum öllum viðskiptavinum
okkar gleðilegra jóla
og farsældar á
komandi ári
From Dennis & Jeannette Johnson & Staff
RESTAURANT
LICENSED DINING R00M
3354 P0RTAGE AVENUE
PHONE 888-3361
»
»
»
55
BETEL HOME FOUNDATION
96-lst Avenue, Gimli, Manitoba
212 Manchester Avenue. Selkirk. Manitoba
KNIT YOUR OWN
ICELANDIC LOPI SWEATER!
HUGHEILAR JÓLA
OG
NÝÁRSÓSKIR
55
55
55
55
55
55
55 ,
»
55 |
•55
55 I
NAME_
ADDRESS.
TOWN ___
PROV.
CODE
To order send cheque or money order ($1.00 for postage) to:
lcelandic
I
Imports & Exports Canada Limited
I 2094 Gottingen Street, Halifax, Nova Scotia B3K 3B3
Telephone: 422-5937
DEALER
INQUIRIES
INVITED