Lögberg-Heimskringla - 25.09.1992, Blaðsíða 12
12 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 25. september 1992
Forkastanleg afskiptasemi
Eftír Gunnlaug Þóröaraon
„Allsherjarþing Samemuðu
þjóðanna er sjálfsagður
vettvangur til þess að
hefja gagnsókn í
hvalveiðimálinu. “
Réttur hverrar þjóðar er að fá að
nýta auðlindir sínar óáreitt og þeim
mun fremur ef auðlindinni er ekki
ofboðið. Hvalastofninn við ísland er
hluti af þjóðarauðnum. Sem betur fer
hafa íslendingar gætt hófs í hval-
veiðum og engar tegundir hvala við
strendur landsins eru í útrýmin-
garhættu af manna völdum.
Á sama hátt er réttur hverrar
þjóðar og hvers manns að fá að varð-
veita hefðir og venjur, sem tíðkast
hafa frá fornu fari, t.d. í mataræði.
Þannig er með hval að segja má að
súrhvalur sé einn þjóðarrétta
íslendinga. Jafnsjálfsagt er að við leg-
gjum okkur hval til munns og t.d.
aðrar þjóðir éti snigla, froska eða
kalkúna.
Refsiverður rógur
íslenska þjóðin hefur í vaxandi
mæli orðið að þola að útlendir menn
vilji ráða því á hverju íslendingar
nærast. jafnvel erlendir þingmenn eru
berir að dónalegri afskiptasemi í þeim
dúr í garð íslendinga.
Ófrægingarherferð sú sem hér er
vikið að hófst að frumkvæði fákun-
nandi Bandaríkjamanna fyrir mör-
gum árum og hefur borist til annarra
landa. Áróðurinn hefur einkennst af
glórulausum rógburði svo sem alþjóð
er kunnugt. Aróður þessi hefur
gengið svo langt, að lífsafkoma fólks
á heilum svæðum á norðurhluta
jarðar hefur verið lögð í rúst.
Illu heilli eru Bandaríkjamenn sem
fýrr segir í fararbroddi þessarar ,,hys-
teríu“, sem getur spillt ágætum sam-
skiptum þjóðanna. Umhugsunarefni
er þegar jafnvel ríkisstjómir annarra
landa telja sig þess umkomnar að
hafa vit fyrir öðmm þjóðum.
Nú er það svo, að í 90. gr. refsilaga
okkar segir: „Hver, sem opinberlega
smánar erlenda þjóð eða ríki, æðsta
ráðamann, þjóðhöfðingja þess... skal
sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi
allt að 6 árum, efmiklar sakir eru. “
Telja má víst að í löggjöf flestra
menningarþjóða séu sambærileg
ákvæði. Auðvitað eigum við að kref-
jast þess, að það fólk sem staðið
hefur fyrir ófrægingarherferð gegn
okkur hljóti viðeigandi refsingu í
heimalandi sínu fyrir framferði sitt.
Rödd hrópandans
Fyrir um tveimur áratugum hóf
undirritaður að sækja heimsmót
alþjóðasamtaka lögfræðinga, sem
haldin hafa verið víðs vegar um
heiminn, fyrst með hrl. Páli S.
Pálssyni, en seinna með hrl. Sigurði
Georgssyni. Á fjórðu ráðstefnunni
sem ég tók þátt í, og haldin var í
Madrid, varð ég gegn sannfæringu
minni að halda uppi vörnum fyrir
ríkisstjóm íslands út af því að ísland
hundsaði alþjóðadómstólinn í land-
helgismálinu. Ég reyndi að skýra út
þá fáránlegu afstöðu, sem ríkis-
stjórnin hafði tekið. Frá þeim tíma
varð mér ljós þýðing þess að fulltrúar
íslands sæktu slíkar ráðstefnur, en
ráðstefnuhald sem þetta er eink-
aframtak lögfræðinga um heim allan.
Frá því á ráðstefnu þeirri, er haldin
var í Cairó 1983 og seinna í Berlín
1985, í Seoul 1987, í Peking 1990 og
loks í Barcelona 1991, hefur undirri-
taður notað hvert tækifæri að taka
þátt í umræðum, sem varða samskip-
ti þjóða. Tilgangur minn hefur verið
að mótmæla hinum illviljaða
óhróðri, sem íslenska þjóðin hefur
mátt þola vegna hvalveiða. í seinni
tíð hef ég á þessum fundum bent á að
eðlilegt er að ríkisstjóm íslands slíti
stjómmálasambandi við ríki, sem láta
slíka illmælgi viðgangast óátalið.
Auðvitað hefur þessi barátta mín
mætt misjöfnum viðbrögðum, en
vonandi hefur hún verið ómaksins
verð.
Hefjum gagnsókn
Hið harða afstaða sem Halldór
Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra,
tók á sínum tíma í hvalveiðimálinu
hefur verið til fyrirmyndar og sem
betur fer hafa eftirmenn hans í
ráðherrastóli fylgt sömu stefnu af
einurð. Ekki er síður mikilvægt að
embættismenn okkar standi sig vel,
svo sem starf Guðmundar Eiríks-
sonar þjóðréttarfræðings ber vott um.
Forystumenn þjóðarinnar eiga
auðvitað að nota hvert tækifæri á
alþjóðavettvangi til þess að fordæma
yfirgang annarra þjóða í okkar garð
vegna hvalveiðanna.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna er sjálfsagður vettvangur til þess
að hefja gagnsókn í hvalveiðimálinu.
Sá bjargræðisvegur ætti ekki að vera
neitt feimnismál nema síður sé enda
GENGISSKRÁNING
Nr. 167 4. september 1992
Ein. KI.9.1S Kr. K»up Kr. Sala ToU- G«ngi
Dollari 52,95000 53,11000 52,76000
Sterlp 104,83800 105,15500 104.69400
Kan. dollan 44,20800 44,34100 44,12300
Dönsk kr. 9,63030 9,65940 9,68120
Norsk k'r. 9.42550 9,45400 9,46710
Sænsk kr. 10,20230 10,23310 10,25080
Fmn. mark 13,53180 13.57270 13,59790
Fr. franki 10,96050 10.99360 10,99340
Belg.franki 1,80660 1,81200 1,81870
Sv. franki 41,76360 41,88980 41,92130
Holl. gyllmi 33,06380 33.16370 33.24830
Þýskt mark 37,26900 37,38170 37,49960
ít. lira 0,04869 0,04884 0,04901
Austurr. sch. .5,29500 5,31100 5,32530
Port. escudo 0,42570 0,42700 < 0,43030
Sp. peseti 0,57380 0,57550 0,57710
Jap. jen 0.42614 0.42743 0.42678
irskt pund 98,57400 98,87200 98,90700
SDRfSérst.) 78.00330 78,23900 78,03310
ECU, evr.m 75,51990 75,74810 75,76600
Tollgengi fynr september er sölugengi 28. ágúst. Sjálf- virkur simsvan gengisskránmgar er 62 32 70
Munirnir úr skipsflökunum við Flatey afhentir Þjóðminjasafni
Hollenskur diskur
var í öðru fíakinu
MUNIRNIR sera áhug-akafaramir af Vestfjörðum afhentu Þjóð-
minjasafninu í gær eru úr tveiraur skipum. Að sögn þjóðminjavarð-
ar virðist annað skipið vera fiskiskip frá 19. öld og er meirihluti
munanna úr því. Hitt skipið er mun eldra og eru tveir hlutir taldir
vera úr því, eikarbútur úr skipinu sjálfu og brot af hollenskum
leirdiski. Þjóðminjavörður segir að leirdiskurinn sé forvitnilegastur
af þessum munum og að ýmislegt bendi til þess að hann sé frá 17.
öld. Samkvæmt heimildum blaðsins er öruggt talið að hann sé hol-
lenskur. Þjóðmipjavörður segir ekki útilokað að annað skipið sé
hollenska kaupfarið sem fórst við Flatey 1659.
Guðmundur Magnússon þjóð-
minjavörður sagði að þessi tvö skip
lægju mjög þétt saman og hefðu
kafaramir fundið munina í ná-
grenni þeirra. Megnið af hlutunum
virtist samkvæmt lýsingum vera
úr yngra skipinu sem gæti verið
frá 19. öld. Sagði hann að þetta
virtust ekki vera mjög fomlegir
gripir, hlutir sem þekktust úr skút-
um, meðal annars hverfisteinn og
ýmsar festingar.
Þjóðminjavörður sagði að tveir
gripanna tengdust eldra skipinu.
Annað væri eikarbútur þar sem
sjáanlegt væri far eftir tréfleyg,
sem gæti hafa brotnað úr byrðingi
og á eikarbútnum virtust vera
ummerki eftir eld. Hinn gripurinn
er brot af leirdiski og sagði Guð-
mundur að sérfræðingar safnsins
teldu að ýmislegt benti til þess að
það væri frá 17. öld. „Ef það reyn-
ist vera rétt gæti það komið heim
og saman við það að þetta væri
gripur úr hollensku kaupfari sem
fórst við Flatey árið 1659.“
Guðmundur sagði að sérfræð-
ingar Þjóðminjasafnsins væru byij-
aðir að meðhöndla munina svo
hægt verði að skoða þá betur og
aldursgreina. „Þær lýsingar á að-
stæðum sem við höfum fengið frá
köfurunum, sérstaklega á öðru
flakinu, em þess eðlis að mér sýn-
ist óhjákvæmilegt að athuga það
frekar með því að senda sérfræð-
inga vestur," sagði hann. Gripimir
úr Breiðafirði verða tii sýnis i Þjóð-
minjasafninu fram yfir helgi.
Morgunblaðið/Kristinn
Fornir gripir úr sæ
Sérfræðingar Þjóðminjasafnsins skoða munina, f.v.: Vilhjálmur Örn
Vilhjálmsson fomleifafræðingur, Lilja Amadóttir safnstjóri, Guðrún
Sveinbjarnardóttir fomleifafræðingur og Guðmundur Ólafsson forn-
leifafræðingur. Hollenski diskurinn er á miðju borði.
Gunnlaugur Þóröarson
aðeins þáttur í sjálfsbjargarviðleitni
íslensku þjóðarinnar og kröfu hennar
til að fá að ráða sér sjálf. Auðvitað á
súrsaður hvalur að vera á veislu-
borðum í öllum opinberum mót-
tökum.
Höfundur er lögmaður.
ICELfiNDIC EXERCISE:
Fráfall Guðmundar
gamla stúdents
Hálfstolið og hálffrjálst.
Framhald
Endurminningarnar í huga séra
Hákonar runnu frá því, hve raunalegt
það væri, að Guðmundi varð lítið gagn
að miklum hæfileikum. Svo rifjaðist
upp ævisaga Guðmundar, frá því hann
var gálaus en drenglyndur unglingur,
sem þótti ósköp vænt um móður sína.
Þeir ólust upp nágrennis.
Framhald í næsta blaöl
The Death of Old
Guðmundur the Student:
Half-stolen and half-created
Contínued
Reverend Hákon’s memories cen-
tred on thoughts about how sad it was,
how little Guðmundur’s great abilities
had benefited him. And then Guð-
mundur’s life story came to mind, from
the time he was a reckless and noble-
minded youth who loved his mother
enormously. They had been brought
up in the same neighbourhood.
Contínued next week
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska
Kirkja
Pastor Ingthor I. Isfeld
1030 a.m. The Service followed by
Sunday School & Coffee hour.
First Lutheran Church
580 Victor St., Winnipeg, MII
R3G 1R2 Ph. 772-7444