Lögberg-Heimskringla - 06.05.1994, Page 32
.32 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 6. maí 1994
„ÞÁ RÁÐUM VÉR SJÁLFIR...
Það ríkti stórhugur og bjartsýni meðal þeirra fjölmörgu íslendinga
sem sóttu stofnfund Hf. Eimskipafjelags íslands, laugardaginn
17. janúar 1914. Þjóðin hafði sameinast um að stofna eigið skipa-
félag og taka þannig skipaferðir til útlanda í eigin hendur. Mikið var
í húfi, eins og lesa má í upphaflega hlutaútboðsbréfmu: „Þá ráðum
vér sjálfir, hvert skip vor sigla. Þá látum vér þau sigla til þeirra landa,
sem bjóða oss bezt kjör á hverri vörutegund oggefa oss beztfyrir
afurðir vorar... “. En þó að hátt væri stefnt er óvíst að nokkum
fundarmanna hafi órað fyrir þeim stórstígu framförum sem framund-
an vom í islensku þjóðlífi á næstu áratugum og hið nýstofnaða skipa-
félag átti eftir að taka þátt í að móta. Eimskip hefur enn, áttatíu
árum síðar, mikilvægu hlutverki að gegna í vaxandi samskiptum
þjóðarinnar við umheiminn - sem nútíma flutningafyrirtæki að
störfum fyrir íslenskt atvinnulíf. Verkefni okkar allra er enn sem
fyrr að nýta af stórhug og bjartsýni þau margvíslegu tækifæri
sem framtíðin býr yfir.
-
EIMSKIP
Fyrir íslenska þjóð
_____