Alþýðublaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 2
f -^istjorar^ Gísll J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rit- -Stjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíu. . r,i4 906. — Aösetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiöja Alþýðublaðsins. Hverfis- gata 8—1Ö. — ÁskriftargjaM: kr. 45,00 á mánuði. í lausasólu kr. 3,00 eint. rjJtgefandi. Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson. og Tresmiðaféiagi Reykjavíkur ’UM næstu h-elgi fara fram kosningar til A1 þýðusambandsíþings í Iðju í Reykjavík og Tré smiðafélagi Reykjavíkur. Kosningar í þessum tveim iélögum eru oft mjög spennandi vegna þess, áð 'átok eru mikil í félögum þessum. Kommúnist araroisstu bæði félögin samtímis fyrir nokkrum ár um Kafa kommúnistar ekki náð Iðju aftur síðan jen'fims vegar hefur gengið á ýmsu í Trésmiðafé laginu Hafa kommúnistar þar nú stjórnina en lýð ræðKsinnar höfðu fulltrúa félagsins á síðasta þing). ASÍ. Hin kommúnistiska stjórn Trésmiðafé lagsiias hefur reynt að segja löglegri kjörstjórn fé lagsrns fyrir verkum og meinað henni að komast í .spiaídskrá félagsins vegna þess að lýðræðissinn ar eru í meirihluta í kjörstjórninni. Segja þarna til m hinar gamalkunnu starfsaðferðir kommún ista. 'Xtýðræðissinnar í þessum félögum verða að taka höndutn saman um hélgina til þess að hrinda kommunistum af höndum sér. Enda þótt lýðræð issmnar telji öruggan meirihluta í Iðju mega þeir ekki sofna á verðinum, heldur verða að vinna ötuilega í kosningunum um helgina til þess að sýna kommúnistum, að Iðjuféiagar kæra sig ekk ert um forsjá kommúnista í málum sínum. t Trésmiðafélaginu er baráttan ennþá harðari og,þ\n enn meiri nauðsyn á því, að andstæðingar kommúnista vinni þar vel. Með samstilltu átaki geta trésmiðir áreiðanlega hrundið kommúnist ' um af höndum sér. BÍLABRASKiÐ UPPLÝSINGÁR Alþýðublaðsins um bílabrask ið og íiin stórfelldu svik í sambandi við það hafa vakið gífurlega athygli, Fjöldi manns hefur verið svikinn stórlega í bílaviðskiptunum, fengið greitt fyrir foíla með ónýtum víxlum. Ljóst er eftir upp lýsingar Alþýðublaðsins, að nauðsyn ber til, að setja log um bílasölur, lög, er leggja mundu ein ihverjar skyldur á hendur þeim mönnum er hafa það að atvinnu að verzla með bíla. Svo alvarlegt er ísfartdið orðið í þessum efnum, að málið þolir enga ?,ið. Þess vegna leggur Alþýðublaðið það til, að þegar verði hafinn undirbúningur að lagasetn ingu uai þessi mál.' Áskriftarsíminn er 14900 2 0- ðkál 19.60 ÞAÐ verður ekki annað sagt en Krústjov hafi orðið fyrir talsverðu áíalli rétt áður en hann sté á land í Bandaríkjun- um í annað sinn á rúmu ári_ 'Nokkrum klukkutímum áður en Baltika lagði að 73. hafnar- ’bakka New York borgar með hann og nokkra aðra ráðherra leppríkj astj órna hans í Aust- ur-Evrópu samþykkti auka- þing Sameinuðu þjóðanna með 70 samhljóða atkvæðum th- lögu í Kongómálinu, sem bor- in var fram af 17 Afríku- og Asíuríkjum, í tillögu þessari, sem var nær samhljóða til- lögu Túnis og Ceylon, sem sovétfulltrúinn beitti neitun- arvaldi gegn í öryggisráðinu tveimur dögum áður, var Hammarskjöld veitt fullt traust fyrir aðgerðir sínar í Kongó, hvatt til þess að með- AFRiHA sznnLerma \C09uuMTvm >Bl/KZVU$k Kindu •, i t/SUMBVfiA, KWíBft* TANGÆ n/ber/-- i^vjUe /tomfna rmue Labifú ;ho oes'^ NYIKA limaþjóðimar veittu ekki Kon gó efnahags- eða hernaðarað- 1 stoð nema á vegum S. Þ. ‘ og varað við að kynda undir óeirðunum í landinu. Þegar á hólminn kom treysti Zorin sér ekki til þess að greiða at- kvæði gegn þessari tillögu á þinginu, en sat hjá ásamt lepp ríkjafulltrúunum. Þetta er stærsta áfall, sem sovétstjórn in hefur hlotið á alþjóðavett-" Samningar í Laos KEUTE’t). Stjórn. Laos skipaði í fyrradag 4ra manna nefnd, er hefja skal Samningaviðræður við Pathet Lao hreyfinguna, er miðist fyrst og fremst við ’að ákvarða skilyrðin fyrir vopna- hléj.. Paíjiet Laomenn halda s.ig langt inni í frumskógunum og er ekki búizt við nefnj þeirra Útíagastjórn sendiráð Peking, 5. okt. (NTB—AFP). Stjórn kínverzkra kommún- ista skuldbatt sig til þess í dag að styðja og aðstoða algiersku uppreisnarmennina og upplýsti jafnframt, að útlagastjórnin inundi á næstunni setja á lagg- irnar sendiráð í Peking. í sameiginlegri yfirlýsingu fordæmdu forsætisráðherrarnir Chou En-Lai og Ferrhat Abbas stjórnir NATO-ríkjanna og einkum Bandaríkjastjórn. — Abbas kvaðst algjörlega styðja „réttláta baráttu Kínverja fyrir því að frélsa sitt eigið land, — Formósu11. vangi um langa hríð, en aftur á móti sigur fyrir bandarísku stjórnina og stefnu þeirra í málefnum þeirra ríkja, sem nýlega hafa öðlazt sjálfstæði. En mestur sigur er þetta þó fyrir 'Svíann Dag Hammar- skjöld, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna ,og sam starfsmenn hans í Kongó. Rússar hafa frá því að Köngó deilan hófst hamrað á því, að hann væri leppur heimsvalda sinna og leiguþý auðvaldsins, og hugðust fá Afríkuríkin uhdir.sitt merki með þessum fáránlegu ásökunum. Hammar skjöld hefur varið mál sitt af festu og sýndi það sig á þing- inu, að meira að segja Arab- iska sambandslýðveldið og Gúinea, sem margt hafa gagn rýnt hjá honum, samþykktu traust á hann og stefnu hans. Sovétríkin og önnur kommún istaríki einangruðust í þessu málj og sú kenning þeirra, að einstök ríki ættu að taka að sér að veita Kongó hernaðar- aðstoð, þar eð Sameinuðu þjóðirnar undir forustu Ham- marskjölds væi’u handbendi heimsvaldasinna og nýlendu- kúgara, átti engan hljóm- grunn meðal hinna nýju ríkja Aíríku. Leiðtogar Afríkuríkj- anna sýndu þar með, að þeir æ-tla sér að varðveita hið ný- fengna frelsi sitt undan ný- lenduskipulaginu, en ekki að ganga þegar í stað undir „verndarvæng11 heimskomm- únísmans í gervi „efnahags- og hernaðaraðstoðar11. Það var að túlögu Banda- ríkjamanna, að kallað var saman aukaþing Sameinuðu til þess að ræða Kongómálið eftir að Zorin hafði komði í veg fyrir með neitunarvald- inu, að Hammarskjöld fengi umboð til aðgerða í Kongó. Þetta var sterkur leikur hjá Bandaríkjastjórn, einkum með tilliti til þess, að vitað var, að Krústjov hefur í undirbún- ingi mikla áróðursherferð á ■iliI Allsherjarþinginu. Með því að taka upp Kongómálið og tryggja slíka einingu sern raun ber vitni, er Krústjov raunverulega í varnaraðstoða er hann kemur til þingsins, Hann verður að byrja á því, að útskýra afstöðu sovétstjórrj arinnar í þessu málf fyrir Af- ríku- og Asíuríkjunum, áður en hann getur gert sér vonir að safna þeim undir áróðurs- fána sinn. Gisti 23 fangelsi EDINBORG, Texas. — Frú Laura Hanson, sem nú situr í steininum í Wichita Falls í Texas, hef- ur skrifað saksóknara fylk isins og beðið hann að falla frá ákæru á hendur henni og manni hennar fyrir skjalafals. „Yið höfum aldrei fyrr átt í útistöðum við lög- regluna, og ég er viss um, að ef stjórnendur þeirra 23 fangelsa, sem við höf- um gist, væru spurðir, mundu þeir fúslega gefa okkur meðmæli fyrir eir- staka prúðmennsku“, seg- | ir í bréfinu. lifreiasalaii Fraldcastíg 6 Salan er örugg hjá okluir, Rúmgott sýningarsvæði Frakkastíg 6. Sími 19168.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.