Alþýðublaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 15
,,Það er ekki til neins fyrir okkur að tala meira urn þetta,“ sagði Mora'ine. „Reyndu að hugsa ekki meira um það. Eg fer og leysi ávís- unina út og • - ■ • Hann þagnaði þegar hann heyrði blaðadreng kalla að neðan: „Stjórnmálamaður myrtur! Lesið um það!“ Hún lyfti hendinni að hálsi sér. Hún dró djúpt andann og brosti svo til hans. „Eg get afborið það,“ sagði hún. „Vertu kyrr,“ sagði hann, „það verður ekki langur tími þangað til þeir koma hingað. Mundu eftir því að þú mátt ekki svara spurningum. — Segðu þeim að þú harðneitir að svara neinu um mig nema með mínu leyfi og að þú haf- ir verið að reka erindi fyrir mig í gær. Þú mátt ekki segja hitt sem ég sagði þér að segja — það er ekki til neins.“ Hún reis á fætur, gekk til hans og lagði hendurnar á axlir hans. „Lofaðu mér að gæta þín vel,“ bað hún. „Þú mátt ekki leggja neitt í hættu mín vegna, eða pabba vegna.“ Hann brosti og klappaði henni á bakið. „Eg er sjálfur á kafi,“ — sagði hann. „Eg er að fara.“ Síminn hringdi þegar hann lokaði dyrunum. Hann fór beint til bankans og hann neitaði að gefa nokkrar upplýsingar, þegar gjaldkerinn bað hann um skýringu á því að hann skyldi loka reikningnum. Hann tók við peningunum, stórum bunka og lét hann i vasa sinn. Svo gekk hann að símaklefa og hringdi. Þegar einkaritari Duneans svaraði í símann, sagði hann: „Mig langar til að fá að tala við Phil.“ „Hver talar?“ „Sam Moraine.“ Skömmu seinna heyrði hann rödd ríkissaksóknar- ans. „Phil,“ sagði hann. „Eg þarf að tala við þig.“ „Hvar ertu, Sam?“ „í símaklefa.“ „Eg var að hringja á skrif stofu þína. Ertu búinn að lesa blöðin?“ „Nei.“ „Peter Dixon hefur verið myrtur.“ „Hvað ertu að segja?“ — sagði Moraine. „Eitthvað sér stakt,. Phil?“ „Það er lýsing á atburðin- um í blöðunum,“ sagði Dix- on dræmt. „Eg þarf að tala við þig, Sam.“ „Um þetta morð?“ „Já.“ „Heyrðu, Phil, ég vil tala við þig, en ég vil ekki tala við þig þar sem ég get átt von á að vera ónáðaður.“ „Geturðu komið hingað Sam?“ „Nei, ég vil það ekki. Eg vil að þú hittir mig annars staðar. Hvar er Barney?“ „Hjá Dixon.“ „Hefur hann ekki gefið skýrslu?“ STANLEY GARDNER „Ekki enn. Eg er að bíða eftir honum. Hann getur komið á hverri stundu. „Eg skal segja þér allt, — Phil. Segðu engum að þú ætl- ir að hitta mig. Eg kem í bílnum mínum að skrifstofu þinni og þú kemur niður eftir fimm mínútur og við getum ekið eitthvað og talað.“ Eg þarf að tala við þig, Sam,“ sagði ríkissaksóknar- inn þolinmóður. „Þú getur talað við mig, þar.“ „Allt í lagi,“ sagði Dun- can, „eftir fimm mínútur.“ „Gott,“ sagði Sam Morai- ne og lagði símann á. Það sást ekki á Sam Mora- ine að hann hafði ekki sofið alla nóttina. Tyrkneska bað- ið, raksturinn og nuddið hafði gert hann rjóðan og vel vakandi. Hann var ekki fvrr kominn að húsinu en Phil Duncan kom til hans. „Hvers vegna vildirðu ekki koma til mín?“ spurði hann ekki rekið hann, ef hann er eitthvað að ybba sig?“ „Tæknilega séð,“ sagði Dun can dræmt, „er hann minn undirmaður, en það er svo margt annað sem til greina getur komið. Það eru kosn- ingar í vændum. Dixon ræð- ur einum flokk og Carl Tor- ne öðrum.“ „Áttu við að Thorne sé vinur þinn?“ „Kannske,“ sagði Duncan þolinmóður. „Að minnsta kosti er það svo, að ég verð ekki kosinn, ef Carl Thorne styður mig ekki. Eg er hrædd ur um að Barney Morden hafi farið til Thornes og að hann sé nú á móti mér.“ „Áttu við að hann ætli að styðja einhvern annan?“ „Hann gefur í skyn að svo geti verið nema ég hlýði.“ „Og hvað kallar hann hlýðni?“ „Eg held að það sé eitthvað í sambandi við þig og einka- ritara þinn,“ sagði Duncan, „ég segi þér þetta f trúnaði, Sam. Eg legg öll mín spil á borðið í þeirri von að fá að sjá þín.“ „Eg veit vel, að þú hefur ekki myrt einn eða neinn. Þú ert vinur minn. Þú ert eng- inn morðingi. En ég held að þú sért að hlífa einhverjum.“ „Hverjum?“ spurði Morai- ne. „Eg veit það ekki,“ svaraði Duncan, „en láttu þér ekki þeir hafi borgað hluta af því fé til að komast undan mál- sókn? Hvað segirðu þá?“ Ríkissaksóknarinn starði á hann. „Eg geri ráð fyrir að ferli mínum sem ríkissaksóknara sé lokið, ef það kemst upp.“ „En hvað ef ég segi þér, að vinur þinn Carl Thorne hafi grætt yfir fimmtíu þúsund dollara á gatnagerðarsamn- ingi í West End?“ „Eg trúi því ekki.“ „En ef ég get sannað það?“ „Það yrði mjög erfitt fyrir mig, ef slíkt fréttist.“ „En hvað, ef ég sanna þér að mútur hafi verið greiddar til þinnar skrifstofu?“ Duncan starði vantrúaður á hann. „Þú ert genginn af göfl- unum!“ „Eg er með fullu viti.“ „Við hvað áttu eiginlega með mútur?“ ,,Eg er að tala um fólk, sem hefur unnið hjá þér.“ „Og áttu við að þeir hafi þegið slíkar mútur?“ „Vitanlega. Og þeir höfðu svo síðan áhrif á þig. Þú varst of trúgjarn. Þú fylgdir ráðum þeirra. Og afleiðingamar urðu þær sömu." „Þá er ég búinn að vera Sam,“ sagði Duncan dræmt. „En þetta er ekki rétt. Þú ert aðeins að reyna að skipta um umræðuefni Sam. Þú ert að „Hjvað er athugavert vio hæstaréttinn?“ „Allt,“ svaraði Duncan, „hvað mér við kemur í hæstarétti sitja mera| s|in eru andstæðingar stjórnmala flokksins, sem fer með” völd hér í boi'g og í þessu ríki. Það var rangt að láta slíkan hæstarétt nokkru sinni verða til, en það skeði — og enginn veit hvernig á því stóð. Þeir vilja breytingar og hreinsun alls staðar.“ „Eg held,“ sagði Moraine hikandi, „að ég viti með hverju átti að hreinsa til.“ „Hvað er það og' hvar átti að hreinsa til?“ * „Það væri að kjafta frá a5 segja þér það,“ sagði Mora- ine. Er hæstaréttur persónu- lega á móti þér?“ „Formaður hæstaréttar er hlynntur því að John Fair- field taki við stöðu minni. — John Fairfield er óvinur Carls Thorne.“ „En hvað skeður ef þú segir Carl Thorne og hans flokki stríð á hendur og gengur einn á hólm við Fairfield?" „Það væri alveg sama hvað ég gerði, ef svo stæði á. Eg ég svík Carl Thorne verð ég ekki einu sinni kosinn hunda- hreinsunarmaður." Moraine stoppaði bílinn sinn og leit á klukkuna. „Eg verð að tala um þetta við þig seinna, Phil,“ sagði hann. „Eg veit að þig langar um leið og hann var setztur inn. „Það voru ýmsar ástæður fyrir því,“ sagði hann, „ég skal segja þér þær seinna.“ „Eg þarf að tala við þig, Sam. Vissirðu að Dixon var myrtur í nótt?“ „Þú sagðir mér það. Eg hef ekki lesið neitt blað.“ „Það er ekkert svar,“ sagði Dixon. „Eg tók mikla ábyrgð á mínar herðar, þegar ég trúði því að þú hefðir ekki haft neitt með morðið á Ann Hartwell að gera, þrátt fyrir það, að þér lá svo mjög á að komast á morðstaðinn. Bar- ney Morden er mjög reiður við mig. Honum finnst að hann hefði átt að fá að spyrja þig í gærkvöldi.“ „Er ekki Barney þinn und- irmaður?“ spurði Moraine kæruleysislega. „Getur þú detta annað í hug, en að ég geti komizt að því, Sam.“ Moraine sagði: „Jæja, fyrst þú hefur sagt það sem þér liggur á hjarta, fæ ég víst að komast að. Það var út af ves- eninu viðvíkjandi Húsa- og fasteignafélaginu. Það voru nokkrir sem hefðu átt að fara í fangelsi. Þeir voru aldrei dæmdir. Hvers vegna?“ „Duncan sagði þreytúlega: „Eg veit vel að þetta verður eitt af því sem andstæðingar mínir í kosningabaráttunni geta notað sér. Það hefði ver- ið erfitt að dæma einhvern í því máli, Sam. Almennings- álitið vildi fá dóm, en ég er alls ekki viss um að menn- irnir tveir sem hlut eiga að máli hafi verið sekir um glæp eða aðeins um smávegis hirðu leysi. Auk þess hurfu öll mál skjölin. Eg geri ráð fyrir að þetta viti margir, það hefur jafnvel verið minnst á það í blöðunum." „En ef ég sannfæri þig um að þessir menn hafi verið sekir- um annað og meira en smávegis hirðuleysi Phil? Ef ég sanna það fyrir þér, að þeir hafi dregið að sér mikið fé frá fyrirtækinu? Og að reyna að beina athygli minni frá þér.“ „Það er ekki rétt og þetta er engin vitleysa,“ sagði Sam Moraine stuttur f spuna. „Þú verður að horfast í augu við það. Fyrr eða síðar kemst allt upp. Eg vil ekki tala við þig um Dixon Phil, ég vil tala við þig um sjálfan þig.“ „Eg er vinur þinn og ég vil finna undankomuleið fyrir þig. Þú varst fljótur að gruna mig, hvers vegna geturðu ekki verið jafn fljótur að gruna aðra vini bína? Eg gef þér æruorð mitt fyrir því Phil að þú hefur verið svikinn.“ Duncan andvarpaði. Hann varð lotinn í herðum og and- lit hans var mjög áhyggju- fullt. „Eg trúi því ekki, Sam,“ sagði hann. Moraine lagði hönd á hné hans. • „Eg var að segja þér verri hlið málsins, Phil. Nú vil ég að þú treystir mér. Eg held að ég geti séð svo um að þú bíðir engan skaða af þessu.“ „Það gerir þú ekki,“ sagði Duncan alvarlegur, „ekki eins og málin standa með hæsta- rétt núna.“ _ „ til að vita meira um Dixon málið. Hvers vegna hringirðu ekki til skrifstofunnar eða Barney Morden?“ Duncan andvarpaði þrevtu lega. Hann kinkaði kolli, opn aði dyrnar og staulaðist yfir gangstéttina. Hann kom ekki fyrr en tíu mínútum seinna. Þegar hann kom aftur starði hann hugsandi á Sam Moraine. „Sam,“ sagði hann, „mund- ir þú svíkja mig?“ „Nei,“ sagði Moraine. „Eg mundi kannske fara bak við þig, en ég mundi aldrei svíkja þig.“ „Hver er munurinn?“ „Hann er mikill. Geturðu lagt spilin á borðið viðvíkj- andi morðinu á Dixon?“ „Mig langar að tala við þig.“ „Allt í lagi.“ „Hvert fórstu, þegar þú fórst af skrifstofunni í gæi’- kveldi?“ „Eg fór til að hitta mann.“ „Karlmann eða konu?“ „Ekki Ann Hartwell." „Nei, en ég hélt kannske að þú hefðir farið að hitta Nát- alie Rice. Eg man að þú seád aiþýðwbÍaMi T'ÁOktþ’l&OO £$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.