Alþýðublaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 13
í TILEFNI af því, að 8. fulltrúaþing landssamibands framhaldsskólakennara hefur í samþykkt Vikið að veitingu minni á skólastjórastöðu í Kópavogi í s. 1. má’nuði, og félag kennara við Gagnfræða skóla Kópavogs hefur gert um málið ályktanir og sient iblöðum til birtingar, þykir mér rétt að gera grein fyrir þeim rökum, sem til veiting- arinnar lágu. Af sex umsækjendum um skólastjórastöðu við Gagn fræðaskólann í Kópavogi höfðu þrír umsækjenda ótví ræð réttindi, þ. e. Ingólfur Þorkelsson, Jón E. Hjálmars- son og Oddur Sigurjónsson. Lög gera ráð fyrir því, að áður en ráðhérra vieitir skóla stjóra eða kennarastöðu skuli fræðsluráð eða skólanefnd og fræðslumálastjóri hafa fjall að um umsóknirnar og gert tillögu um það til ráðherra, hver hljóta skuli stöðuna. Hinn 31. ágúst var fjallað um þetta mál á fundi fræðslu ráðs Kópavogskaupstaðar. Skrifleg atkvæðagreiðsla fór þannig, að Ingólfur Þorkels son hlaut 4 atkvæði, sem að almaður og Jón R. Hjálmars son eitt atkvæði, Haraldur Steinþórsson hlaut 4 atkvæði sem fyrri varamaður og Odd ur Sigurjónsson eitt atkvæði. Jón R. Hjá marsson hlaut 4 atkvæði sem 2. varamaður og Haraldur Steinþórsson eitt atkvæði. TJmsókn fræðslu málastjóra til menntamála ráðuneytisins er dags. 5. sept. í hen> segir hann m. a.: „Um umsækjendur skal það tekið fram, aö þrír þeirra hafa ótvíræð réttindi, en það eru Ingólfur Þorkelsson, Jón Hjálmarsson. og Oddur Sigur jó'nsson. Af þeim hefur Jón R. Hjálmar; . tvímælalaust mesta menntun, þ. e. a, s. cand. iphiloi próf — eða svokallað 1 orspróf — frá háskólanur Osló. Um Ing ólf Þorkelsson skal það tekið fram, að h an hefur sýnt röskleika og dugnað við nám, þ. e. hann hefur lokið stúde: . í áföng um ogjsíða’ A ,— prófi með fullu ' -lustarfi. Af umsækjendur hsfur Oddur Sigurjónsson ■engstan starfs- feril og því r sta rrynslu, en hann hefur rið skólastjóri Gagnfræða’ Nsskaup stað urn 23 •' keið. ingólfur Þorkalsson, sem fékk meiri 1 > íræðsluráðs og hefur lar -neðmæli skólastjóra c í samkennara við Kópavc ■ án efa vel hæfi kólastjóra starfs. Hins tveir umsækjendur r Jón Hjálm arsson og ' óns son, reynsiu skólastjórrr, Oddur þó . ’-lsga eftir rúmlega 20 'i. Eftir að og metið franr : :i t atriði, einkum þ/ Tóns R, Hjálmar Ianga reynslu O. >nar í skólastjór’ ið beir standi nær því að fá skóla stjórastöðu vii Gagnfræða skóla Kópavogs en Ingólfur Þorkelsson, enda þótt hann hafi lagt fram góð meðmæli og hlotið meiri hluta atkvæða fræðsluráðs. í samræmi við framangreint mæli ég með umsækjendum um skcla stjórastöðu við Gagnfræða skólann í Kópavogj í þessari röð:- 1. Jón R. Hjálmarsson 2. Oddur A. Sigurjónsson 3. Ingólfur Þorkelsson.11 Hinn 7. sept. barst mtennta má'laráðuneytinu svohljóð andi bréf frá Jóni R. Hjálm arssyni: „Hér með lýsi ég því yfir,- að ég tfsk aftur umsókn mína um stöðu skólastjóra við Gagnfræðaskóla Kópavog's. Ástæður til þessarar ákvörð unar ' minnar eru einkum þær, að ég þykist ekki hafa hlotið nægilegt fylgi í fræðsluráði Kópavogs, svo 0g það, að erfitt er að yfirgefa þann skóla, sem ég starfa vi'ð. svo seint á hausti. Vil ég því engu til hætta og bið hið háa ráðuneyti' vin- samlegast að verða við þess- ari beiðni minni“. Ef fræðsluráð eða skóla nefnd hafa einróma mælt með umsækja'nda í skóla stjóra eða kennarastöðu og fræðslumálastjóri hefur einn ig lagt til, að sá umsækjandi hlyti stöðuna, hefi ég ávallt farið eftir þeim tillögum, þótt ráðherra sé slíkt að vísu ekki skylt, þar eð hann einn ber ábj’rgð á veitingunni og valdið er óskorað í hans hendi, en aðte.ns um tillögu rétt að ræða hjá. fræðslu málastjóra og fræðsluxáði eða skólanefnd. Hins vegar er mjög algengt, að fræðslu ráð eða skólanefndir séu ekki sammálá í umsögnum sínum. Ég hefi heldur aldrei veitt skólastjóra eða kennara stöðu gegn sameiginlegum til lögum fræðslumálastjóra og meiri hluta fræðsluráðs eða skólanefndar, þótt t:l þess Iberi ráðherra etm síður skylda en þegar fræðsluniála stjóri og allt fræðs’uráð eða skólanefnd eru á einu máli. Á hinn hóginn hefur það oft gerzt, að tillögur f’-æðsJu málastjóra og fvrv 's’uráðs eða skólanefndar 1 r ekki farið saman, eins 0' átti sér stað í því tilviki sem hér er urn að ræða, or* hlýtur ráðherra þá að vega sérstak lega og meta þau rök, sem liggja að baki hvorri tillög- unni um sig, einkum þó og sér í lagi, ef fræðsluráð eða skólanefnd eru ekjsi sammála, svo sem einnig átti sér stað í þessu tilviki. Enginn rökstuðningur fylgdi frá fræðsluráði Kópa vogskaupstaðar fyrir tillögu þess. Tvennt vakti hins veg ar athygli í sambandi vi.ð afstöSu meiri hluta fræðslu ráðsins. Hið fyrri var það, að mteiri hlutinn skyldi mæla með yngsta umsækjandanum, sem aldrei hafði verið skóla stjóri', en hafna tveim skóla- stjórum, manni, sem verið hafði skólastjóri við gagn fræðaskóla í 23 ár, og manni, sem verið hafði skólastjóri við héraðsskóla í sex ár og hafði auk þess tvímælalaust mesta menntun umsækjend- airna, þ. e. a. s. embættispróf frá: háskólanum í Osló (Cand. mag. próf og Cand Philol. próf) eftir 6 ára nám með sagnfræði sem aðalnáms grein, en þýzku og ensku sem aukagreinar. Ég skal ekki fjölyrða um það hér, hvaða ástæður hafa tegið til þess, að meiri hluti fræðslu ráðs Kópavogskaupstaðar tók hinn unga kennara fram yfir þessa tvo skólastjóra, þótt annar þeirra hefði lang- mesta reynslu og hæstan starfsaldur allra umsækjenda og hinn lang mesta mennt un þeirra. En einmitt þetta dæmi sýnir, áð meiri hluta í fræðsluráði getur mi'ssýnzt herfilega í dómi síiium og tillögu. Það vakti einnig at- hygli mína að meiri hlutinn mælti með manni, sem ekki hafði tilskilin réttindi, sem fyrra varanianni. Eins og áður segir, raðaði fræðslumálastjóri þeim þrem ur umsækjendum, stem full réttindi höfðu, þannig: 1. Jón R. Hjálmarsson, 2. Oddur A. Sigurjónsson, 3. Ingólfur Þor kelsson. Rök fræðslumála stjóra fyrir þtessari tillögu voru þau, að hann teldi ann ars vegar menntun Jóns R. Hjálmarssonar og hins vegar langa reynslu Odds Sigur jónssonar valda því, að þeir standi nær því að hljóta stöð una en Ingólfur Þorkelsson. Eltir að Jón R. Hjálmarsson tók umsögn sína aftur átti ég að velja á milli tillögu fræðslumálastjóra, sem lagði til að Oddur A. Sigurjóns son hlyti stöðuna með hlið sjón af því, að hann hafði gegnt skólastjórastarfi' í meira len 20 ár og hins vegar tillögu meiri hluta fræðsluráðs, sem gat varla haft önnur rök fyrir tillögu smni, en þau, að Ingólfur hefði starfáð við þennan skóla og reynzt vel sem kennari, en á það eru engar brigður bornar, hvorki af mér sé fræðslumálastjóra. Við val á milli þessara tveggja umsækjenda þótti mér einsýnt að fara að til lögu fræðslumálastjóra, meta langan starfsaldur og mikla reynslu Odds og veita honum stöðuna. Að öðru jöfnu er það heilhrigð os réttlát regla, að menn njóti langr ar þjónustu í þágu hins op inbera við ráðstöfun em 'bætta, ekki sízt, ef sú þjón usta hefur verið innt af hendi utan þeirra staða, sem helzt er sótzt eftir að starfa í. Kennari, senj starfað hef ur í 10 ár í stórum kaupstað, getur ekki með nokkurri sann girni talið sig órétti beittan, þótt hann sé ekki tekinn fram yfir skólasjóra, sem starfað hefur í 23 ár í litlum kaupstað, ef háðir hafa til skilin réttindi til starfsins, enginn úrslita munur er á menntun þeirra, og háðir hafa reynzt vel í þteim störf um, sem þeir hafa gegnt. Ef kennari með 10 ára starfs aldur væri tekinn fram yfir skólastjóra með 23 ára starfs aldur, gæti hinn síðarnefndi hins vtegar með réttu talið sér gerðan órétt. Og kennara s^éttinni sem heild væri' saim arlega ekki greiði gerður með slíkri embættisveitingu. í greinargerð kennara Gagnfræðaskóla Kópavogs ler vilúð að veitingu minni á skólastjórastöðunni við Hér aðsskólann á Laugarvatai á s. 1. ári. Er talið að afstaða mín og raunar fræðslumála stjóra éinnig sé önnur nú en hún hafi reynzt þá. Um sækjendur um skólastjóra stöðuna -á Laugarvatni voru þrír: Benedikt Sigvaldason, Oddur Sigurjónsson og Vil hjálmur Einarsson. Skóla nefnd var sammála og mælti með Benedikt Sigvaldasyni. Fræðslumálastjór! lagð-i einn ig til, að Benedikt Sigvalda son hlyti stöðuna. Aðalrök fræðslumálastjóra fyrir til lögu sinni voru þau, að Benie dikt Sigvaldason hefði lang mesta menntun umsækjend- anna þriggja, en hann hefur mjög hátt háskólapróf frá Bretlandi með ensku sem að- alnámsgrein, auk þess sem hann hefði reynzt mjög vel sem kennari. Með hliðsjón af því, að fræðslumálastjóri og einróma skólanefnd voru sam mála í tillögum sínum og ég var sammála rökum þeim, sem fræðslumálastjóri flutti fyrir tillögu sinni, veitti ég Benedikt Sigvaldasyni skóla stjórastöðuna. Ef és léti „freistast til að taka meirá tillit til stjórnmálahagsmuna og kunningsskapar en góðu hófi gegnir“, hefði ég vænt anlega veitt Oddi Sigurjóns syni skólastjórastöðima við Laugarvatn á s. 1. hausti. Ég taldi mig gera rétt þá að veita Benedikt Sigvalda- syni stöðuna, eins og ég tel mig hafa gert rétt núna að veita Oddi Siurjónssyni skóla stjórastöðuna í Kópavogi. í greinargerð kennara Gagn fræðaskóla Kópavogs er einn- ig vikið að setningu skóla- stjóra við barnaskóla Vestur- bæjar 1958. Fræðslumálastjóri og meirihluti fræðsluráðs Reykjavíburbæjar urðu ekki sammála í ti'Uögum sínum um það, 'hver hljóta skyldi emb- ættið Tveir af þrem umsækj- endum, sem til greina komu, hlutu meðmæli sitt hvors um- sagnaraðilans, en allir voru umsækjendurnir tialdir vel hæfir til þess að hljóta stöð- una. í þessu tilviki taldi ég réttast að skipa þriðja umsækj andann, enda var þar um að ræða mann, sem hafði tuttugu ára stiarfsferil að baki sem kennari Hafði ég ástæða tií þess að ætla, að báðir umsagn- araði'lar sættu sig betur við þá ákvörðun en ef ég hefði valið annan hvorn þeirra, sem þeir mæltu með, enda hefur þessi embættisveiting mér vitan- lega ekki verið gagnrýnd opin- berlega. Kennarar Gagnf ræðaskól a Kópavogs hafa látið veitingu skólastijórastöðunnar vió skóla þeirra til sín taka opinberlega. Kennarar eða íélög þeirra eru ekki umsagnaraðilar um veit ingu á stöðum lögum sam- kvæmt. Það væri án efa mjög óheppilegt og þá ekki sízt fyr- ir kennarastéttina sjálfa, ef kennarar eða einstök félög kennara við skóla tækju upp þann si'ð að láta veitángu á stöðum til sín taka, t. d. með söfnun undirskrifta til með- mæla með einstökum umsækj endum. Það er skiljanlegt, að menn vilji styðja starfsbræður sína og kunningja, þegar um hagsmuni þeirra er að tef.a, en ef sá siður kæmist á, að umsækjendur um skólastjóra- og kennarastöður vildu styðja umsóknir sínar með skri'fleg- um meðmælum starfsbræðra sinna, þá skapaðist mikið vandamál innan kennarastétt- arinnar, auk þess sem þá yrði stutt skref yfir í það að leita Framhald á 14. síðu. Alþýðublaðið — 7. okt. 1960 Greinargerb frá mennfamálarábherra: Veiting skólastjóra- stöbunnar í Kópavogi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.