Alþýðublaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.10.1960, Blaðsíða 3
Verwoe igraði Macmillan London, 6. okt. (NTB —REUTER). Harold Macmillan, forsætis- ráðherra Breta, var bjartsýnn, er hann kom aftur til London frá New York í dag, en þar átti hann m. a. viðræður við Krúst- jov og hélt ræðu á allsherjar- þingi SÞ, Hann kvaðst hafa góða von um, að samningavið- ræður milli austurs og vesturs yrðu teknar upp að nýju, en tæplega þó fyrr en eftir for- setakosningarnar í Bandaríkj- unum. *JÓHANNESARBORG, 6. okt. (NTB/REUTER). í kvöld virtist SVO sem lýðveldissinnar hefðu borið sigur úr býtum í þjóðar- a'ítkvæðagreiðslunni um stjórn- arform landsins í framtíðinni. Andstæðingar Verwoerds, for- sætisráðherra, höfðu um 15.000 atkvæði fram yfir fyrri hluta dags, en er úrslit tóku að berast utan af landsbyggðinni, fóru þjóðernissinnar að draga á, 0g er úrslit voru komin úr 128. kjördæminu, voru lýðveldis- sinnar orðnir um 1100 atkvæð- um á undan, samkvæmt óopin- beru yfirliti. MMMMMMMMMMWWMMW MAÐUR hefur snúið sér til Alþýðublaðsins, ekki til að skýra frá tapi á víxlum í sambandi við bílaviðskipti heldur til að skýra frá því, sem hann telur of há sölulaun. Seg- ist hann hafa skint á bíl sínum og eldri bíl hjá bíla sala hér í bæ. Bílasalar taka almennt tvö prósent af söluverð bíla í sölu- laun. Þessi maður lagði dæmið þannig fyrir: Við getum sagt ég hafi selt minn. híl á hundrað oir Rafeindavél háskólans í Wit'- waterstrand, sena sagði fyrir úrslit í tvennum síðastliðnum kosningum með mi'killi ná- kvæmni, spáði, að lýðveldis- sinnar mundu sigra nú með á að gizka 70 000 atkvæðum. Þetta þýðir, að hinn gamli draumur Búa um lýðveldi á suðurodda Afríku rætist. Kjós- endur hafa lýst yfir ósk sinni um að rjúfa sambandið við brezku krúnuna, sem upphófst 1910, át^a árum eftir samein- ingu nýlendna Búa, Transvaal og Oranje, við brezku nýlend- urnar Höfðanýlendu og Natai, við lok Búastríðsins. iForingí drepinn HAVANA, 6. okt. (NTB/REUT ER), Herinn á Kúbu hefur gef- ið út thkynningu um, lað hann hafi ráðizt á hóp 27 gagnbylt- ingarmanna og hafi hermenn og menn úr heimavarnaliðinu drepið leiðtoga þeirra, Armen- tino Feriia, sært annan 0g tekið tv0 gagnbyltingarmenn til fangg. iHerinn Isegiýl nú eíía leifar hópsins, sem hann segir að í séu m. a. tveir Norður- Ameríkumenn. í fréttatilkynnýjgunni er upp lýst, að gagnbyltingarmenn hafi haútekið 50 bændur og verið á leið til hæðardrags nokk urs, er bardaginn varð og hi'n- ir herteknu toændur sluppu. Hermennirnir tóku bandariskan fána, sem gagntoyltingarmenn höfðu meðferðis, þrjú múldýr, sem báru skotfærLog sjö riffla. DE GAULLE HARÐ ORÐUR UM SÞ La Tour du Pin, 6. okt. (NTB—REUTER). De Gaulle Frakklandsforseti gerði í dag harða hríð að Sam- einuðu þjóðunum og hélt því fram, að hætta væri á, að þeir yrðu eins konar „varanlegt hneyksli“, eins og hann orðaði j það. Jafnframt beindi hann að- vörun til uppreisnarmanna í Al- | gier og kvað Frakka ekki mundu láta neinn þvinga sig. j VERONA — Nú er illt í efni hjá ítölskum stjórn málamönnum. Kann að vera að þeir verði að byrja að kyssa kjölturakka hæst virta kjósenda. Svo mikið er víst, að dýraverndarfé- lagið í Verona hefur skor- að á meðlimi sína að kjósa einungis „þekkta dýra- vini“ í væntanlegum bæj- arstjórnarkosningum. :,JH3 Tvímennings- keppni i Hafnarfirði FYRSTU umferð í tvímenn- ingskeppni í bridge í Hafnar- firðl or lokið. Árni Þorvaldsson — Kári' Þórðarson hafa 93,5 st., Reynir Eyjólfsson — Kristján Andrésson 89,5 . st., Einar Guðnason — Gunnlaugur Guð- mundsson 86,5 st., Viggo Björg úlfsson — Kjartan Markússon 86,5 st., Ólafur Ingimundarson — Hörður Þórarinsson 81,5 st., Sigmar Björnsson — Jón Pálmason 81 st., Hilmar Ágústts son — Sveinn Bjarnasln 80 st., Páli Ólason — Þórhallur Þoi- steinsson 78,5 st. Nýlega var hMdinn aðalfund ur Bridgefélags Hafnarfjarðar. Formaður var kjörinn Sigurð- ur Þórðarson, en aðrir í stjórn: Albert Þorsteinsson, Viggo Björgúlfsson, Páy Ólason og Guðmundur Finnbogason. De Gaulle lét orð falla í óund- irbúinni ræðu í bænum La Tour du Pin, en forsetinn er nú á ferðalagi um Frakkland. Hann kvað Frakka ekki vilja vera þátttakendur í að gera SÞ að „varanlegu hneyksli“, þar sem ríktu hömlulaus ræðu- mennska, fáránleg yfirboð og stríðsæsingar. „Frakkar óska eftir samvinnu milli allra þjóða> en neita að láta gleypa sig af nokkurri stofnun, einkum að því er varðar Algier“, sagði de Gaulle. 7. okt. 1960 3 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.