Alþýðublaðið - 25.10.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.10.1960, Blaðsíða 5
 STÓRU kragarnir á peysunum eru. 'sjáanlega ekk-i liðnir undir lok. Stúlkunum þykir þetta hlýtt og þægilegt, — það má stinga höfðinu ofan í kragann, ef mikið ligg ur við. 88 nýir FUJ- Sigurður Suðnundsson endurkjörinn formaður ÆBALFUNDUR Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík var þaldinn síðastliðinn laugardag að Freyjugötu 27. Auk venju- l egra aðalfundarstarfa voru margir nýir félagar teknir ínn Nýr bátur til Patreksfjarðar PATREKSFIRBI, 24. okt. Á gunnudagskvöld kom hingað íiýr stálbátur, sem er 101 tonn að stærð. Hann heitir Dofri BA-50 og var smíðaður í Bran denburg í Austur-Þýzkalandi. Báturinn var rúma fimm sói arhringa á leiðinni' frá Dan- mörku og var meðalganghraði 10,2 sjómílur. Kjartan Ingi- mundarson sigldi bátnum heim, en skipstjóri' á honum verður F'innbogi Magnússon. Báturinn er búinn öllum nýjustu sigling- •ar og fiskileitartækium. Eigandinn er Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf. Báturinn jverður gerður út á línum á næstunni. Á.H.P. 18. ÞING Iðnnemasambands íslands var haídið í Reykjavík um helgina. Þingið sátu 44 fulltrúar frá 10 iðnnemafélög- ura; Ritari fráfarandi sam- bandsstjórnar, Jóhannes B. Jónsson, setti þingið í forföll- um formanns og varaformanns. Bjarni Benediktsson iðnaðar málaráðherra og Hannibal Valdimarsson, forsetj ASÍ, fluttu ávörp. Þingforseti var ikjörinn Sigurður Hallvarðsson Vestmannaeyjum, en ritarar Viggó Sigfússon, Neskaupstað og Guðjón. Tómasson, Rvík. í stjórn INSÍ voru kjörnir: Formaður Örn Friðriksson járniðnaðarnemi, varaformað- ux Jóhannes B. Jónsson, raf- virkjanemi, og aðrir í stjórn Guðjón Tómasson járniðnaðar- nemi, Trausti Finnbogason prentnemi og Jón Júlíusson prentnemi. og sagðar voru fréttir af 18. þingi Sambands ungra jafnað- armanna. Fyrsti dagskrárliðurinn var inntaka nýrra félaga. teknir inn 88 nýir félagar fundinum, auk þess sem r' margir höfðu gengið jnn : árinu, svo að um verulega Aukn ingu hefur verið að ræða á starfsárinu, STJÓRNARKJÖR Þá var gengið til ! kjörs. Formaður FUJ. var endur kjörinn Sigurður Guðmunds- son, en aðrir í stjórn: Eyjólfur Sigurðsson, Jón Kr. Valdimars son, Auðunn Guðmundsson, Árni Gunnarsson, Jóhann Þor- geirsson og Örlygur Geirsson. f varastjórn voru kjörin: Jón as Ástráðsson, Karf Þorkelsson- og Kristín Guðmundsdót.tir. Endurskoðendur voru kjörnir: Guðlaugur Sæmundsson og Jón Á. Héðinsson, til vara Kristinn Guðmundsson. Loks var kjörið í trúnagar- mannaráð félagsins, en það skipa 16 manns. SAMBANDSÞINGIÐ Að loknum aðalíundarstörf- um sagði formaður F'UJ fréttir af 18. þingi SUJ, sem haldið var í Keflavik um íyrri helgi. Urðu nokkrar umræður um það mál., en að því búnu var fundi slitið og setzt að kaffidrykkju. Fundurinn var vel sóttur og mikiil áhugi' meðal FUJ-félaga á að starfa ötullega í vetur og efla samtök ungra jafnaðar- manna á allan hátt i • vor Vegleg gjöf NÝLEGA færði Ástþór B. Jónsson málari SÍBS að gjöf kx. 10 þús. kr. tii minningar um konu sína, Ágústu Teits- dóttur, sem amlaðist hinn 24. febrúar síðastliðinn. SÍBS þakkar þessa höfðing- legu gjöf. Framhald af 1. síðu. um sinnum áður, í fyrsta skipti í síðari heimsstyrjöldinni, ár- ið 1943. Hann kvaðst hafa kom- ið til íslands næst árið 1956, þegar hann tók þátt í viðræð- unum um herstöðvarnar hér. Hann kvaðst þá hafa kynnst hér mörgum íslenzkum ráða- mönnum og orðið vinur sum- ra þeirra. -Einkum gat hann Guðmundar í. Guðmundssonar utanríkisráðherra. Ráðherr- ann sagðist hafa síðast komið hér fyrir einu og hálfu ári. James H. Douglas sagði, að hann væri ko.minn hingað til að heimsækja þýðingarmikinn hlekk í vörnum NATO-ríkj- LEIPZIG, 22. okt. Ungverja- land vann fsland með 3V2 vi«n ingi gegn Vz. Arinbjörn gerði jafntefli við Szabo, Barzca vann Kára, Portisch vann Ólaf og Bi- lek vann Guðmund. Staðan í riðlinum er þá þessi: Ungverjaland 14Va vinn., Tékkó slóvakía 14, England 13 Vz, Sví- þjóð I2V2, Túnis IIV2, Mongólía 10, ísland 9V2, Danmörk 8V>, Grikkland 5 og Bolivía 1 vinn- ing. fsland þarf að komast í 6, sætj til að keppa í B-úrslitum. Leipzig, 23. okt. — ísland fékk % vinning móti 3V2 vinn- ingi Engl'ands. Penrose vann Freystein, Arinbjörnj jafntefli við Clarke, Barden vann Gunn ar og Wade vann Ólaf. Tékkóslóvalda vann íslantl með 2V2 gegn V2. Pachmann van n Freystein, Arinbjörn gerði jafntefli við Fichti, Hort vann Gunnar, en Ólafur á tví- sýna biðskák við dr. Ujtelky. SÍÐUSTU FRÉTTIR : Danmörk — ísland, I—2. — Freysteinn á tvísýna biðskák við Kölvig. Arinbjörn vann Petersen. Jensen vann Gunn- ar. Ólafur vann From. ísland er nú í áttunda sæti. anna. Hann sagðist ennfremur mundu hitta íslenzka ráðherra. Aðspurður sagði varnarmála- ráðherrann, að ísland hefði lengi verið þýðingarmikill hlekkur í varnarkerfi NATO, einum áður fyrr, þegar flutn- ingaflugvélarnar voru ekki eins langfleygar og nú. Hann sagði, að mikilvægi landsins landsins væri enn mikið, og að hér væri ætlunin að hafa her- deildir úr flugher og flota á næstu árum. Ráðherrann sagði ennfremur aðspurður, að erfitt væri að segja fyrirfram vegna örrar þróunar, hvort einhverj- ar breytingar yrðu gerðar á varnarkerfi landsins. Hann í- trekaði, að hér er þýðingarmik il herstöð fyrir NATO. Ráðherrann var spurður vegna frétta um viðræður um stöðvar í Skotlandi fyrir kjarn orkukafbáta, hvort hér á landi yrði komið upp slíkum kafbáta stöðvum. Hann svaraði því til, að hann vissi ekki til þess, að gef- in hefði verið út nein ýfirlýs- ing um kafbátaherstöðvar í Skotlandi. Hann sagði, að Bandaríkjamenn ættu nokkra kjarnorkukafbáta, útbúna Pol- arisflugskeytum. Ráðherrann sagði, að hann vissi ekki ti{ þess, að ætlunín væri að koma hér upp stöðvum fyrir kjarnorkukafbáta, Hann sagði, að engar breytingar yrðu gerðar á vörnum lands- ins án þess að þær yrðu rædd ar við hinar NATO-þjóðirnar og íslenzku riklsstjórnina. Að lokum kvaðst James H. Douglas aðstoðarvarnarmáíaráð herra Bandaríkjanna vera mjög ánægður með komu sína hing- að_ Hann fór síðdegis til Reykja víkur, þar sem hann hitti banda. ríska ambassadorinn og íslenzka ráðherra NOKKUR þingskjöl voru lögíi fxam á alþingi í gær. Allir þimg^ menn AlþýSubandalagsima- flytja tillögu til þiiigsályktumar um hlutleysi íslands. Ólafur Jóhannesson. og S5g- urvin Einarsson flytja tillögu til þingsályktunax um auknar gjaldeyristekjur af ferðamanna þjónustu. Gísli Jónsson, Birgir Finnsson og Hannibal Vaidi- marsson flytja breytingartillogr ur við vegalögin. Loks flytja Karl Kristjánsson. o. fl. frum- varp til Iaga um, að ríkissjóðm- taki á sig greiðslu, á erlendum. lánum, sem hvíla i Ræktunar- sjóði íslands og Byggingarsjoði sveitabæja. líflug'aveg 59. AIIs konar karrlmannafatna?- nr. — Afgreiðum föt eftils* máli eða eftir námcri meí* stnítnm fyrirvara. ■ H) D - — Alþýðublaðið — 25. okt. 1960 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.