Alþýðublaðið - 22.11.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.11.1960, Blaðsíða 2
I BBirtJörax; Glsll J. Ástþórsscn (áb.) og Benedlkt Gröndal. — FuUtrflar rlt- HJtoar: Slgvaldl Hjálfitarsson og Indriði G. Þorstelnsson. — Fréttastjórl: ■Jflrgvin GuSmundsson. - Slmar: 14 900 — 14 902 — 14 603. Auglýsingasín-: ■4 906. — Aðsetur: AlþýSuhúsiB. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- »»ta 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasðlu kr 3,00 eint dtgofandi: AlþýÖuflokkurirui. — Framkvaamdastióri: Sverrlr KjartanssoD Hvert stefnir? MENN SPYRJA hverjir aðra þessa dagana, hvert stefni málefnum þjóðarinnar, hvað sé að gerast. Það er von að spurt sé, oft með nokkrum áhyggjutón. Útlitið er í stórum dráttum þannig: 1) Vegna .stórfellds aflabrests togaranna, vegna lítillar síldveiði, vegna verðfalls á mjöli og lýsi eru tekjur þjóðarbúsins mörg hundruð milljón- um LÆGRI en eðlilegt hefði verið. Það er því miklu minna til skiptanna en væri í sæmilegu árferði. 2) Fjölmenn stéttasamtök og félög framleiðenda halda fundi og ráðstefnur, og hvarvetna eru sam þykktar nýjar KRÖFUR. Alþýðusambandsþing krefst 15—20% launahækkunar, styttri vinnu- tíma og annarra hlunninda. Útgerðarmenn krefjast hærra fiskverðs, ókeypis trygginga og fleiri atriða. Fiskvinnslustöðvar segjast ekki geta greitt það fiskverð, sem verið hefur, hvað þá meira. Stjórnarandstaðan krefst þess, að rík ið greiði 160 milljónir fyrir sjóði landbúnaðar- ins og leggur auk þess fram tillögur, sem mundu auka ríkisútgjöld um 2—300 milljónir. Opinberir starfsmenn krefjast hærri launa. Augljóst er, að stjórnendur landsins munu þurfa á töfrakúnstum að halda, ef þeir eiga að verða við þeim kröfum, sem fram eru bornar, jafnframt því sem tekjur þjóðarbúsins rýrna sökum afla- leysis. : -H !j!-á| • -Um árabil hefði þjóðin lifað um efni fram og jafnað mismuninn með vaxandi erlendum lántök um. Hver hugsandi maður hlýtur að sjá, að frelsi þjóðarinnar er í hættu, ef lengur er haldið á- fram þeirri stefnu. Þess er raunar ekki kostur, því óhugsandi var orðið að fá lán til að standa tindir slíkum hallarekstri þjóðarbúsins. Hér stefnir í hreina ógæfu. Þjóðin er fámenn og efnahagslíf hennar ekki meira að vöxtum eða flóknara en svo, að hver skynsamur maður hef- ur yfirsýn yfir það. Þess vegna hljóta ábyrgir nienn að sjá, að slík kröfugerð, sem nú er hafin, er óábyrg og óraunhæf. Menn geta deilt um stefnu ríkisstjórnsir. En það verður ekki deilt um þá staðreynd, að ekki er hægt að skipta minnkandi þjóðartekjum í stærri hluti en áður. Islendingar verða að horfast í augu við stað- reyndir og hugsa um hag heildarinnar, ef ekki • á illa að fara. Áskriftarsíminn er 14900 Minningararð Kristjánsdóttir Metta ÉG MUN aldrei gleyma aug um hennar. Það var föst venja í áratugi, þegar menn komu til Ólafsvík ur í erindum Alþýðuflokksins. að þá var sagt: Þú verður að hitta Mettu. Því lágu leiðir okkar margra í lítið hús •skammt frá fjöru í víkinni. — Gamla konan, lítil vexti, slit- in af löngu erfiði og heilsu- leysi, lét sér ekki nægja að heilsa, heldur lagði hlýjan lófa yfir hönd gestsins. Svo ljómuðu augun eins og tærir gimsteinar. í þessum ljóma var kraftur og lífsgleði, stað- festa, trú, hvatning. Nú ljóma augun hennar ekki lengur. Metta Kristjár.s- dóttir verður í dag borin til moldar, áttatíu ára gömul, — Hún fæddist í Búðum í Staða- sveit 13. marz, 1880, og voru foreldrar hennar þau Sigríð- ur Jónsdóttir og Kristján Jóns son sjómaður þar. Urn tvítugt fluttist Metta til Ólafsvíkur, þar sem hún bjó í sex áratugi, átti viðburðaríka og oft erf- iða ævi, en gat þó miðlaö feikn miklum kröftum fyrir hvers konar félagsstarf, er til mann- úðar horfð; eða stuðnings þeim, sem! stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni. Metta tók mikinn bátt í samtökum kvenna í Ólafsvík, var virk í leiklistarfstarfi á yngri árum og forustukona í bindindishreyfingunni. Hún var meðal stofnenda siysa- varnadeildar, formaður henn- ar frá öndverðu og til síðustu •stundar baráttukraftur fyrir •björgunarskútu Breióafjarðar og öðru því, er henni þótti horfa til aukins öryggis sjó- manna. Hún skipaði sér þeg- ar í sveit þeirra, er ruddu verkalýðshreyfingunni braut í Ólafsvík og var fyrir það starf gerð heiðursfélagi verkalýðs- félagsins á staðnum. Hún að- hylltist snemma jafnaðarstefn una, enda var sú hugsjón kjarn; þess, sem henni fannst mest skorta í þjóðfélagi okk- ar, leiðin til að útrýma fátækt og skapa hinu vinnandi fólki örugg lífskjör og mannvirð- ingu. Hún var meðal stofn- enda Alþýðuflokksfélags Ól- afsvíkur og jafnan boðin og búin til starfs og ráða í þess þágu. Metta varð fyrir þeirri sorg að missa tvo eiginmenn af slysförum, en þriðji maður hennar, Jóhann Kristjánsson, lifir hana. Þau ólu upp einn son, og fjögur börn Mettu, öll búsett í Ólafsvík, eru Sigríð- ur, Kristján Guðmundur og Bárður. Fjölskyldutengsl voru jafnan sterk og hjá þeim Mettu og Jóhanni jafnt hugg un sem gleði að finna. Ólafsvík sér á eftir einum mætasta borgara sínum. Mettu hlotnaðist sú gleði að sjá þetta litla útgerðar- og verzlunar- þorp dafna og verða að þrótt- mikilli nútímabyggð, þar sem Framhald á 11. síðu. Hannes h o r n i n u -fc Kristmann í drauma- landinu. ýý Dægrin blá — og hill- ingarnar. Undirróðursmaður og starfsaðferðir hans. ENDURMINNINGAR Krist- manns Guðmundssonar frá Nor- egsdvöl hans birtast honum nú í hillingum. Dægrin eru bíá, líf- ið ljúfur leikur, mennirnir, góð- ir — og hann sjálfur sigurviss og glaður, — og þó í huganum viðkvæmni og innhverf hryggð, ef svo reyndist, að honum auðn- aðist ekki að finna hina stóru og heitu ást, sem liann dreymdi um sem drengur, dreymdi þá um og dreymir enn, því að í raun og veru hefur liann ekkert breytzt öll þessi ár. Það bregður aðeins fyrir kergju í máli hans einstaka sinnum, eins og t„ d. um daginn þegar hann var að lióta í útvarp- inu. ÉG VAR AÐ LJÚKA VIÐ annað bindj endurminninga hans og það er réttnefnt: „Dægr in blá“ — ég hefði viljað bæta vlð: „og draumar þeirra.“ Ég kvadd; Kristmann þegar hann steig á skipsfjöl til Noregs og ég heimsótti hann á Noregsár- um hans. Ég þekkti drauma hans og metnað. Ég var alltaf viss um að hann mundi komast langt — og hann átti það skilið. Bókin segir sögu hans þessi ár. í RAUN OG VERU er þessi bók eins og ljóð. Það er ljóð um fagra daga og heitar nætur, ynd- islegar konur og drauma. Hann ann þessu efni og stíllinn er klið mjúkur, en við og við eins og söknuður milli línanna. Þessi yndislegu ár eru horfin og koma aldrei aftur. Hér negldist ég nið ur — og stend einn „Einn gegn öllum,“ segir Hemingway, en Kristmann myndi vilja snúa því við og segja: „Alir gegn ein- um.“ ÉG BJÓSX VIÐ, að hann myndi lýsa erfiðleikum sínum í framandi landi, fyrst og fremst erfiðleikunum við að ná tökum á málinu — og síðan stríðinu við útgefendur. En Kristmann stig- ur yfir allt þetta. Það hverfur fyrir ástum hans og dagdraum- um. Það, sem flestum höfundum reynist erfiðast, virðist honum hafa verið leikur einn, enda veit ég það að Kristmanni tókst ó- trúlega fljótt að ná tökum á norsku máli og um leið lesend- unum. Það var honum leikur einn — og svo hljóp hann snögg lega frá öllu saman — heim. B. B. SKRIFAR: „Þú birtir dálitla mynd af ástandinu í efna hagsmálunum, sem sýndi hvern- ig allir sérhópar þjóðfélagsins heimta hver í kapp við annan meira í sinn hlut. En hefurðu tekið eftir því hvernig að þessu er unnið? Við skulum taka að- eins einn mann til að sýna þetta — Lúðvík Jósefsson. LÚÐVÍK ÞESSI FÓR um alla Austfirði og til Vestmannaeyja og hélt fundi með útgerðarmönn um og hvatti þá eindregið til þess að gera kröfur á hendur rík inu um stuðning við útgerðina, Vitanlega þurfti ekki miklar for- tölur til þess að fá útgerðarmenn til þess að samþykkja þetta. EFTIR HEIMKOMUNA tók Lúðvík sér nokkurra daga livíld, en fór svo í ferðalag meðal sjó- manna og verkamanna og livatti þá til að gera kröfur um hækk- uð laun. — Þannig er unnið. Ég vildi aðeins vekja athygli þína á þessari starfsemi." Hannes á horninn. '&s-M,. ...„AS, f2' MY- rr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.