Alþýðublaðið - 03.12.1960, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.12.1960, Blaðsíða 1
RINN HÆTTIR ÞESSI mynd var tekin í Keflavík í gærdag. Mb. Vilborg liggur við bryggju, en hún kom með 8—900 mál síldar að landi. Var gærdagurinn bezti afladagur Keflavíkurbáta á þessari vertíð, eins og segir í fréttrnni hér á síð- unni. (Ljósmynd: Heimir Stígsson). Höfrungur II. með 16-1700 tunnur SÍLDVEH)! í hringnót var mjög góð í fyrrinótt og fengu margir bátar ágæt köst. Mestan afla fékk Höfrungur II., sem landaði á Akranesi 10-1700 tunnum, er fengust í einu kasti. Er það stærsta kast, sem nokk- ur hringnótabátur hefur feng- ið á síldveiðunum suðvestan- lands í haust,, Til Keflavíkur barst í gær meiri síld en nokkurn annan dag á vertíðinni. Mestan afla hafði Víðir II frá Garði 12— 1200 tunnur, en Kristbjörg var með 1100 tunnur. Ámi Geir var með um 900 tunnur, , margir bátar 5—7 hundruð, en tveir með um 300 tunnur, sem var lélegast. Alls lönduðu 12—14 bátar í Keflavík- í gær. Einn Keflavíkurbátur sprengdi uót- ina, en kom samt með hátt á 3ja hundrað tunnur að landi. Á 5. ÞÚSUND TUNNUR TIL AKRANESS Talsvert á 5. þúsund tunnur bárust til A'kraness í gær og var Höfrungur II. með mestan afla, eins og fyrr segir, 16—1700 tunnur í eihu kasti. Böðvar var með 706 tunnur, Sveinn Guð- mundsson 603, Sigurvon um 800, Reynir um 400 og Sigur- fari um -100 tunnur. Rekneta- bátar voru með sáralítið, frá 40 tunnum og niður í næa- ekki neitt. B ANDARÍ K J AST J ÓRN gáf út þá tilskipun fyrir Blaðið hefur hlerað — Að í forustuliði komma í háskólanum 1. desem- ber hafr verið Margrét Jónsdóttir, en Þorberg ur maður licnnar hafi ekki þorað að koma. Einn af þessum áhuga- mönnum um sóma há- skólans var Björn Þor steinsson, sem sýni- lega lætur kommana panta hjá sér fleira en sagnfræðigreinar. nokkru, að fjölskyldur her manna, sem staddar eru hjá þeim erlendis, yrðu fluttar heim og ennfrem- ur, að herir og sendiráð landsins hættu að kaupa vörur erlendis frá, sem hægt er að fá frá heima- landinu. Ráðstöfun þessi var gerð vegna mikils gullflótta frá Bandaríkj- unum. Áhrif þessarar tilskipunar hafa nú náð til íslands. Frá og með 1. desember hætti varnar- liðið að kaupa vörur hér inn- anlands og verður það nú að gera öll sín innkaup beint frá Bandaríkjunum 'Verzlanir varnarliðsins, PX og Class 6 (selur áfengi), fengu fyrirskipanir, sem tóku gildi 1. des., um að hætta innkaupum sínum frá íslenzkum eða öðr- um erlendum aðilum og gera innkaup sín beint að heiman. Þessi fyrirskipun nær til víns, bjórs (Egils sterka), mat- vöru og mai'gs konar innfluttr- ar vöru í gegn um heildsala í Reykjavík. Varnarliðið verður m. a. að flytj'a Coóá Cola og ýmsa aðra gosdrykki frá Banda ríkjunum. KI. 17,32 í gær ók bíll á konu á móts við Laugarveg 1G7. — Konan, sem lieitrr Sigríður Guðjónsdóttir til heimilis að Álfheimum 58, . meiddist ekki alvarlega en kvartaðr þó yfir meiðsli á fæti. Undirbýr viöræöur SIR PATRIC REILLE for- maður brezku viðræðunefndar innar í fiskverðideilunni kom til íslands í gænnorgun. Und- irbýr hann ftfekairi viðræður víð Islendinga um fiskveiðr- deiluna. Hins vegar er brezka sendi- nefndin ekki enn komin. Mun hún væntanlega fljótlega og þá munu viðræður hefjast að nýju. TÆPAR 2000 TUNNUR-TIL SANDGERÐIS Sjö bátar komu til Sandgerð- is í gær með tæpar 2006 tunn- ur Guðbjörg var aflahæst með 722 tunnur, sem fóru mest- megnis í bræðslu. Steinunn gamla var með 317 tunnur, semi var allt fryst, og Mummi 255 tunnur, allt saltað. Var síldin yfirleitt mjög misjöfn að gæð- um. Stormur og hríð var á mið- unum síðdegis í gær og fór eng- inn bátur aftur út. Opið fil 4 VERZLANIR verða opnar í dag, laugardag, til klukkan 4 síðdegis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.