Alþýðublaðið - 10.01.1961, Side 1

Alþýðublaðið - 10.01.1961, Side 1
VARDSKIPEÐ Óöinn tók í gærmorgiin belgískan togara að veiðum innan fiskveiðiland- helginnar. Þetta er lítill togari frá Ostende og heitir Maria Jose Rosette. Óðinn kom að togaranum við Ingólfshöfða, tæpar 3 mílur fyr ir innan fiskveiðitakmörkin, og fór með hann til Vestmanna- eyja. Þangað voru skipin væntan- leg í nótt og verður mál laard- helgisbrjótsins tekið fyrir í Eyjum í dag. Þetta er fyrsti belgíski tog- arinn, sem staðinn er og tekinn að veiðum innan 12 mílna markanna. Hafa Belgir virt 12 mílurnar af stakri prýði. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæzlunnar fer nú heldur fjölgandi erlendum tog- urum á miðunum umhverfis ís- land. — a. 2 snáðar meiðast TVEIR litlir snáðar, 3—4 óra, urðu fyrir bifreið um kl. 14,20 í gærdag í Hafnarfirði. Þetta gerðist á gatnamótum Linnetsstígs og Austurgöu. — Annar snáðinn marðist á hné, en hinn fékk kúlu á hakkann. Símaskráin í 47-48000 eintokum NÝJA símaskráin, sem verið er að prenta og væntanleg er í aprílmánuði, verður gefin út í 47—48 þúsund eintökum, að því er Alþýðublaðið fékk upplýst í gær. Skráin 1959 var prentuð í 46 þúsund eintökum. Annars er verið að ganga frá viðbæti við símaskrána um breytingar þær, sem nú eru að gerast í bænum, svo og aukn- ingu og eldri breytingar. Kem- ur sá viðbætir væntanlega út síðar í vikunni. 19500 í Reykjavík. Símanotendur í Reykjavík eru nú um 19500 að tölu og í ráði er að bæta við 1000 númer um einhvern tímann um næstu áramót. Varðandi símaskrána, sem verið er að prenta miðar verkinu vel áfram og á að verða lokið í apríl, eins og fyrr segir. Búið er að setja allt nema Reykjavík og verið er að prenta þann hluta. Félag íslenzkra prentsmiðju- eigenda hefur bæði nú og síðast tekið að sér að siá um setningu og préntun símaskrárinnar. — Prentsmiðjan Leiftur hefur sett skrána nú, en Prentsmiðj- an Oddi er byrjuð að prenta hana. Mikill kuldi á Akureyri Akureyri í gær. íþróttafélagið Þór hélt hér mikla álfabrennu í gærkvöldi. Margt manna var við brenn- una, sem tókst hið bezta þrátt fyrir mikinn kulda. Hér hefur verið 11 til 12 stiga frost á hverjum degi, og er ísing mik- il á götunum. Bátarnir hafa verið hér úti á Polli, en lítið er orðið um síld. Margir bátanna eru nú farnir að búa sig undir að fara suður. G. S. GAMAN O'G ALVARA HÉR eru tvær alls óskyldar myndir — sem þó hafa þetta sameiginlegt: eittlivað hefur gripið athygli broshýru stúlknanna efra og íhugula mannsins til hægri. En þar með er skyldleikanum lokið. Þar sem allt leikur í lynd i á stóru myndinni, er staðan greinilega tvísýn á þeirri smærri. Stúlkurnar heita Kristín Halla Jónsdóttir og Valgerður Tómasdóttir. Þær eru í 4. bekk Menntaskólans, og það segir frá þeim (ásamt öðrum) í Opnunni í dag. Nafn manns- ins, sem gægist undir bílinn, vitum við ekki En hann var (ásamt öðrum) fenginn til að flytja burtu það sem eftir var af bíinum, sem við erum með á baksíðu í dag.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.