Alþýðublaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 4
Perlukafarar eru enn að
verki undan ströndum Mexíkó,
I>eir eru nú hugrökkustu og
fræknustu perlukafarar heims
og kafa niður í gjár og sprung-
ur sem hafið hefur sorfið í vest-
urströnd Mexíkó. Par kafa þeir
niður í djúpin allan ár!sins
hring í leit að perlum. Mynd-
irnar eru teknar við klappirn-
ar nálægt bænum Acapulco.
Þar leika perlukafarar sér að
því að steypa sér fram af há-
um hömrum niður í ólgandi
sjóinn. Mistakist stökkið bíður
þeirra ekkert nema dauðinn.
Þeir isem séð hafa, segja að
stökkin séu svo ofdirfskuleg, að
venjulegir áhorfendur snúi sér
undan til að þurfa ekki að horfa
á þau.
Alltaf
undir
ÖNNlTR umferð í firma
keppni i skák fór fram í
fyrrakvöld.
í D-flokki lenti saraan
lögreglunm og ÞjóðvHjan
um, en þes^ír aðilar háfa
barizt af mikilii hörku að
undanförnu a opinberum
vcttvangr.
Þjóðviljinn fór að lok-
um mjög halloka, þegar
hann lét félag lögreglu-
þjóna kúga sig til að birta
lciðréttingu á frétt með
einstæðum hættf.
í firmakeppninni kom
lögreglan Þjóðviljanum
einnig undir og nú voru
sífgsn 2% gegn ]%.
270 íbúðir í smíðum
í Hafnarfirði 1960
ÁRIÐ 1960 voru samtals 168
íbúðarhús í Ivmíðum í Hafnar-
firði, með samtals 270 íbúðum.
Stcinhús í sniíðum voru 169 en
eitt timburhús. Ibúðarhúsin eru
um 107 þú;;und rúmmetrar að
stærð.
Lokið var við á árinu 18
steinhús með 28 íbúðum, sam-
tals 11.706 rúmmetrar að stærð.
íbúðirnar eru frá tveim her-
bergjum og allt að sjö, auk eld-
húss.
í Hafnarfirði voru einnig í
Nýlega afhenti Lions-
klúbburinn Njörður
Styrktarfélagi vangefinna
25. þús. kr. og var það and
virði happdrættismiða, er
klúbburinn hafði seit
fyrir Styrktarfélag van-
gefinna. Hér sést gjald-
keri Njarðar, Emanuel
Morthens afhenda sr. Ing-
ólfi Þorvaldssyni, fram-
kvæmdastjóra happdrætt-
is Styrktarfélags vangef -
inna upphæðina. Á milli
þeirra stendur Sigurður
Magnússon úr stjórn
Njarðar en yzt til vinstri
situr Reinhard Lárusson
formaður klúbbsins. Auk
þess á sæti í stjórninni
Gunnar Ilelgason, lögfræð
ingur.
smíðum 1960 15 iðnaðar- og
verzlunarhús, samtals
rúmmetrar að stærð. Lokið var
við smíði 6 húsanna, samtals
10.667 rúmmetra að stærð.
Auk þessa voru í smiðum bíla-
geymslur og viðbyggingar við
eldri hús.
Ennfremur eru í smíðum póst
og símahús 2997 rúmmetrar að
stærð og smábarnaskóla 2945
rúmmetrar að stærð.
iWWMWMWWMMMMWMMWVMWWMWWMWWWWWIMW
Ný frumvörp
fil 2. umræðu
ÞRJÚ ný lagafrumvörp voru
til 1. umræðu á alþingi í gær
og öllum vísað til 2. umræðu.
Birgir Finnsson hafði framsögu
fyrir frumvörpum til breyt-
inga á sjómanna- og siglinga-
lögum, sem sjávarútvegsmála-
nefnd Nd. flytur eftir beiðni
samgöngumálaráðherra. Séra
Gunnar Gíslason mælti fyrir
frumvarpi um varnir gegn út
breiðslu jurtasjúkdóma, er
landþúnaðarnefnd Nd. flytur,
og loks talaði Jón Árnason fyr
ir nýju frumvarpi um lög-
skráningu sjómanna, sem
sjávarútvegsmálanefnd " Ed.
flytur að beiðni sjávarútvegs-
málaráðherra.
MOSKVA, (NTB/AFP),
Rússneílki rithöfundurinn Ilja
Ehrenburg hlaut í dag Lenin-
orðuna fyrir störf að sovét-
bókmenntum, isegir TASS.
Hann hefur áður fengið bók-
mjenntaverðlaun Stalínis.
4 28. jan. 1961 — Alþýðublaðið