Alþýðublaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 10
Ritstjóri: Örn EiVinon
Leyndardómurinn er ... .
BEZTI markvörður Svía í
handknattleik og einn af þeim
beztu í heimi, heitir Donald
Lindblom. Hann vakti sérstaka
athygli í landsleik Dana og Svía
í Forum sl. laugardag, varði ó-
trúlegiístu skot af snilld.
Fréttamaður sænska íþrótta-
blaðsins spurði Lindblom að því
í vikunni, hvernig hann færi að
Jressu?
— Þetta er ekkert merkilegt,
sagði Lindblom,, Svarið er stutt
og einfalt: úthaldsþjálfun og
leikfinji. Án úthaldsþjálfunar
getur enginn leikið fullan leik-
tíma. Án fimleika fær enginn
þá lireyfingu og kraft, sem er
nauðsynlegt hverjum mark-
verði.
Forráðamenn sænskra hand-
kKattleiksmála segja að það
verði að spara Lindblom þar til
í undanúrslitum og úrsíitum,
HM.
Donald segir: Eg vil leika
alla leikina, ef ég fæ og get.
Úthald mitt er nægilegt til þess
að leika alla keppnina. Hann
bætir samt við, að helztu keppi-
nautar hans um stöðuna í mark
inu, Brándström og Ring séu
ekki lakari en hann. Lindblom
segir, að þeir séu frábærir í
markinu,
Hinn frægi markmaður er
einn af þeim, sem fer langt út,
þegar vítakast er tekið, næstum
alveg til andstæðingsins. Lind-
blom segir, að slíkt geti verið
hættulegt, þegar komið er að
lokum keppninnar, eru andstæð
ingarnir farnir að þekkja á
hvorn annan og þá er alltaf
hætta á, að sá sem tekur víta-
kastið, kasti knettinum yfir
markvörðinn.
|Q 28. jan. 1961 — Alþýðublaðið
MMMMMMWVMiVHMVWMUMMMMMMMMHWMMtWMWVMUHVMtHMUtMWMWMMmVWt
Ungir íþróttamenn II:
Jón Þ. Ólafsson, ÍR
Sá af yngri íþróttamönn-
um okkar, sem mesta at-
hygli hefur vakið undanfar-
ið, er Jón Þ. Ólafsson, en
hann setti nýtt íslandsmet
í hástökki innanhúss sl.
sunnudag, stökk 1,99 m.
Jón er aðeins 19 ára gam-
all, fæddur í Reykjavík 21.
júní 1941, foreldrar hans eru
Ólafur Þórðarson og Guðrún
Jónsdóttir.
— Eg fékk snemma áhuga
á íþróttum eins og títt er
um unglinga, sagði Jón í við-
tali við tíðindamann íþrótta-
síðunnar. Sú grein, sem ég
æfði í upphafi, var knatt-
spyrnan, lék með Víking og
vann m. a. til bronzmerkis
KSÍ. En svo fór mér að Ieið-
ast að eíta knöttinn og hætti
öllu íþróttastússi í bili.
Þú hættir samt ekki alveg,
sem betur fer?
—• Nei, það var víst vorið
1957, að ég rakst á frétt í
dagblöðunum um, að IR-ing-
ar ætluðu að efna til nám-
skeiðs í frjálsiþróttum fyrir
byrjendur. Mig Iangaði til
að reyna við þá grein og lét
'skrá mig. Þetta gekk allvel
strax í upphafi og þessi í-
þróttagrein virtist eiga ágæt
lega við mig. Hástökkið
heillaði mig fljótt og mig
minnir, að á móti eftir nám-
skeiðið liafi ég stokkið 1,45
m. Aftur á móti náði ég bezt
1,63 m þetta Ssumar.
Hvað álítur þú að hægt
sé að gera til að auka al-
menna þátttöku í frjálsí-
þróttum?
— Því miður eru það allt-
of fáir, sem leggja stund á
frjálsíþróttir hér á landi, en
það er þó huggun, að þeir
sem halda áfram, ná yfirleitt
nokkuð langt á afreksbraut-
inni. Mín ískoðun er sú, að
margir, sem hefja æfingar,
gefist upp vegna þess, að
þeim finnst árangurinn ekki
koma nógu fljótt. Þetta er
byggt á misskilningi og ó-
þolinmæði, Eg get tekið fejálf
an mig sem dæmi, fyrir tæp-
um fjórum árum stökk ég að-
eins 1,45 m, en með reglu-
bundinni þjálfun hefur mér
tekizt að stökkva 1,99 m. Að
vísu hef ég æft mjög vel síð-
ustu tvö árin, en það eru
þrjú boðorð, sem ávallt hafa
mesta þýðingu til að ná ár-
angri í íþróttum: nr. 1 æf-
ing, nr. 2 æfing og nr. 3 æf-
ing.
Hver er bezti árangur þinn
í hinum ýmsu greinum?
— Eins og ég hefi áður
sagt, er hástökkið mín aðal-
grein og þar náði ég bezt
1,88 m utanhúss í fýrra og
1,94 m innanhúss, rétt fyrir
áramót. A mótinu sl. sunnu-
dag tókst mér að stökkva
l, 99 m, sem er íslands- og
unglingamet. Aðrar greinar
eru, kringlukal-t: 41,42 m,
kúluvarp: 11,81 m, þrístökk
13,58 m, langstökk 6,25 m,
hástökk án atrennu: 1,66 m
(unglingamet), langstökk án
atrennu: 3, 15 m og þrístökk
án atrennu: 9,33 m. Auk
þess á ég drengjamet í
Iang’stökki án atrennu: 3,13
m.
Hvað ætlarðu að stökkva
hátt á þessu ári, Jón?
— Ja, fæst orð hafa
minnsta ábyrgð. Kannske
væri réttast að Isegja ekkert
um það, en það ætti þó varla
að vera svo óskaplega hættu
Iegt. Mig Iangar til 'að
stökkva 2,05 m innanliúss og
a. m. k. 2,01 m úti, met nafna
míns úr KR er nefnilega 2,00
m, segir Jón og brosir,
Jón Þ. Olafsson er mikil
hástökkvara-„typa“, eins og
sagt er, hár vexti, 1,93 m og
vegur 80 kg. Hann hefur
einu sinni verið í landslið-
inu, gegn A-Þjóðverjum í
sumar og vafalaust á hann
oft eftir að klæðast landsliðs
búningnum í framtíðinni. ö
Glappaskot í íþróttaheiminum
Alltaf er mögulegt, að dóm-
urum íþróttamóta skjátlrst og
slíkt er reyndar alltaf að koma
fyrir, því miður. Nú nýlega
voru staðfest 3 slík atvik og tvö
þeirra eftir frumsýningu OI-
ympíukvrkmyndarinnar frá
Róm.
1) Lance Larsson, USA sigr-
aði örugglega, en þó naumlega
Fundur frjáls-
íþróttamanna
er i dag
FUNDUR FRI, sem við skýrð
um frá í gær fer fram í dag kl.
2,30 en ekki á morgun eins og
við skýrðum frá í blaðinu í
gær.
í 100 m. skriðsundinu í Róm.
Devitt, Ástralíu var dæmdur
sigurvegarr eftir miklar vanga-
veltur og mótmæli. Larsson á-
leit sjálfur eftir sundrð að liann
hefði unnið og var ofsakátur,
en trúði varla sínum ergin eyr-
um, er úrslit voru tilkynnt.
2) Englendingar skiptu ólög-
Iega í 4X100 m. boðhlaupinu í
Róm, sá eini sem óttaðist slíkt,
var einn af Bretunum í sveit-
rnni, sem greip óttasleginn um
höfuðið að skintingu lokinni. —
Annars voru Bretarnrr ótrúlega
lieppnfr í þessuhlaupi. í undan-
úrslitum var Nígería dæmd úr
leik, en þeir voru í þriðja sætr
í riðlinum, Bretar, sem voru
fjórðu komust því í úrslrt. í úr-
slitum voru Bretar síðan fjórðu,
en vegna þess að sveit USA var
dæmd úr kræktu þeir í bronz.
Eins og fyrr segir skfptu þeir
ólöglega og hefðu einnig átt að
dæmast úr leik.
3) Þegar Hary setti heimsmet
sitt í 100 m. í Zurich í sumar,
sýndu klukkurnar 10 sek., en
rafmagnsklukka 10,25 sek. —
Fyrrnefnda tímatakan gildir og
metið hefur veríð staðfest.
Um helgina:
FH - KR
Aðalíþróttaviðburður helgar-
innar, er ieikur FH og KR í I.
deild íslandsmótsins í hand-
knattleik. Sá leikur fer fram
annaðkvöld ásamt leik Fram og
Aftureldingar í sama flokki og
Framh. á 14. síðu.