Alþýðublaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 7
ERLEND TÍÐINDI
Einræðið í Portúgal
eftir Guðna Guðmundsson
RÁNIÐ á portúgalska skip-
inu „Santa María“ hefir orðið
til þess að beina augum manna
að Portúgal, og þegar farið er
að hugsa um málið, vakna
menn upp við það, að þeir vita
í raun og veru ákaflega lítið
unrsi þetta land og ástandið
þar. Menn vita, að Dr. Sala-
zar hefur verið einrxðisherra
■þar í rúm 30 ár, og er þar með
langlífasti einrœðisherra í
hsimi, og landið á miklar ný-
endur, sem þarlendir menn
kalla raunar alls ekki nýlend-
ur lengur, þar eð þær hafa fyr
ir löngu verið gerðar að óað-
skiljanlegum hluta hins port-
úgalska ríkis.
Portúgal er eitthvert frum-
stæðasta landið í allri Vestur-
Evrópu. það er aðeins stærra
en Skotland að flatarmáli,
hefur tæplega 10 milljónir í-
búa, en utan heimalandsins
ræður það yfir lands-
svæðum, sem eru um 1,2 millj.
ferkílómetra að stærð saman-
lagt með rúmlega 12 milljónir
íbúa, þar af 11 milljónir í Af-
ríku. Yfirráðasvæði Portúgala
nær til Goa á Indlandsströnd,
Macao við mynni Kanton-
fljóts í Kína, eyjarinnar Tim-
or út af Ástralíuströnd og An-
gola og Mozamidue í Afríku.
Hinar stórstígu framfarir í
heiminum undanfarin ár hafa
lítil áhrif haft á Portúgal.
Eins og fyrr segir, er Portúgal
eitthvert frum'stæðasta land
Vestur-Evrópu í dag. Stjóm
Salazars hefur allt frá byrjun
miðazt við að halda friði inn-
anlands og í nýlendunum enda
var einræðið Sett þar á lagg-
irnar eftir fjölmörg ár full-
kominnar ringulreiðar í stjórn
málum og efnahagsmálum, en
jafnframt hefur stjórnin hald-
ið ástandinu svo til óbreyttu
öll þessi ár og engum nýium
hugmyndum hleypt inn,
hvorki góðum né slæmum.
Stéttarski’ptingin er mjög
skýr þarna. Ofan á öllu sam-
an situr forrík yfirstétt, sem
með fullu samþykki Salazars
ræður fyrir ölum fyrirtækj-
um og aðgerðum, sem nokk-
urn pening gefa í aðra hönd,
bæði í heimalandinu og ný-
lendunum. Neðst er duglegog
iðin vsrkamannastétt, sem
hefur tæplega þurftarlaun,
kurteis og alúðleg, en að því
er virðist þrautpínd. Þarna á
milli er svo dálítil millistétt
kennara. lögfræðinga, lækna,
rithöfunda, blaðamanna og
iðnaðarmanna, sem býr við
aligóð kjör, en ekki nægilega
góð til þess að yfirstéttin sjái
sér hag í að sölsa starfsemi
þeirra undir einokunarstofn-
anir sínar.
Stjórn Salazars óttast helzt
miðstéttina, því að þaðan hef-
ur komið mesta andstaðan
gegn stjórninni, en upp á síð-
kastið er yfirstéttin farin að
vera dáílítið óróleg út af
verkamönnunum líka. Hún
veit sem er, að undir hinu
kurteisa yfirborði þeirra ríkir
ekki ánægja, heldur eldfjall.
Eldfjallinu var leyft að gjósa
lítillega á meðan á kosninga-
baráttunni stóð í júní 1958
með þeim afleiðingum, að
venjulegum hömlum var þeg-
ar skellt á aftur, en þó varð
það til þess, að Salazar rak
nokkra ráðherra og aðstoðar-
menn þeirra, sem mest höfðu
verið gagnrýndir þann stutta
tíma, sem ritskoðuninni var
létt af blöðunum. En stefna
stjómarinnar breyttist ekki
og aðgerðir þær, sem beitt var
gegn andstæðingum stjórnar-
innar, er sýndu lit, komu fljót
lega á friði á ný í stjórnmál-
um landsins. Eins og menn
muna var Delgado, hershöfð-
Delgado, foringi andstæðinga
Salazar.
ingi, frambjóðandi stjórnar-
andstöðunnar við forsetakosn
ingarnar og þau 23,5% at-
kvæða, sem stjórnin viður-
kenndi, að hann hefði hlotið,
verða að teljast furðulega góð
ur árangur; eins og allt var í
pottinn búið. Þeir sem telja
sig hafa talið rétt, segja, að
um 3000 pólitískir fangar séu
í haldi.
Salazar hefur náð ýmsum
af takmörkum sínum. Algjör
friður hefur verið í landinu
síðan hann tók við, Portúgal-
ir em meðlimir alþjóðastofn-
ana eins og Sameinuðu þjóð-
anna og NATO, og gjaldeyrir
þeirra er einhver harðasti i
heimi, og nú finnst ýmsum
Portúgölum tími vera korniim
til að byrja að eyða dálitlu fé
og bæta lífskjörin og nokkuð
hefur miðað. Verkamerm
þurfa kannske enn að vinna
tíu stundir á dag, stundum
sjö daga; vikunnar. til að hafa
ofan í sig og á, eri lífskjörin
em af kunnugum sögð betri
en fyrir. tíu árum. Sething,
sem enskur blaðamaður hafði
fyrir skemmstu eftir portú-
galskri konu, sýnir þetta á lit-
ríkan hátt. Hún sagði: ,,E'nn
af vinnumönnum minum er
meira að segja farinn að-
kaupa sirijör“. Lítillega hefur
verið komið á tryggingum í
landinu, en sú þróun er hæg-
fara. Það var ekki fyrr en á
síðasta ári, að fyrirskipað var,
að stúlkur skyldu, eins og
drengir, ganga í skóla í a. m.
k. 4 ár frá sjö ára aldri. Vegna
kennaraskorts ganga þessi
börn þó ekki í skóia nema
þrjár og hálfa stund á dag.
Upp á síðkastið hefur þró-
un mála í Afríku orðið til þess
að skapa meiri samscöðu með
þjóðinni, en oft áður. Svo
einkennilega. vill til, að lang-
samlega’fléstir PortúgaUr eru
sammála ríkisstjórninni um
stefnu hennár gagnv.art ný-
lendunum. Og. hver er svo sú
stefna?
í stuttu máli lítur stór hluti
Portúgala á nýlendurnar sem
óaðskiljánlegan hluta Portú-
galaveldis og telur hugmynd-
ina um „Stór-PortúgaI“ fylli-
lega rétta og sögulega rétt-
lætanlega. „Við höfum verið
í Afríku í 500 ár, helmingi
lengur en Bandaríkjamenn
hafa ráðið sínu iandi“, segja
þeir margir, og það meira að
segja margir, sem ekki eru
alltof, hrifnir af Salazar. Port-
úgalir halda því frain, að bráð-
lega verði þeir eina land'ð,
sem geti tryggt, að a. m. k.
hluti Afríku sé „kristinn og
trúr vesturlöndum“. Þeir
segja stefnu sína í Töndunum
utan heimalandsins aliraf
hafa verið að innlima. Af
ríkumenn eða gera þá að Port
úgölum, annaðhvort að mennt
un eða giftingum miiii þjóð-
flokkanna. .Þeir byggja bjart-
sýni sína á framkvæmd þess-
arar stefnu á því, að sem aí-
komendur Mára hafi þeir
minni hleypdóma i kynþáttar
málum en aðrir og gsti því
beitt giftingar-aðferðinni.
Þessi aðferð hefur þó ekki
borið meiri árangur en þann,
greindu móti.; Menritamenn í
þessum ríkjum má í fiestum
tilfellum telja á fingrum ann-
arrar handar. Annað atriði,
sem þeir telja sér í hag þessu
verkefni að halda nýlendun-
um- rólegum, er rólyndi Af-
ríkumanna í portúgólsku nýr-
lendunum, og þeir benda á,
hve vel 200.000 Portúgölum
í nýlendurium hefur .tekizt að
halda Afríkumönnum í skefj-
um. Og þeir sjá ekkert í veg-
inum fyrir því, að sú þjóð-
ernisalda. sem gengur. yfir Af
ríku, stanzi við landamaei i ný-
lendna þeirra. Og þessu trúa
þeir þrátt fyrir • fyrrgreir.da
hundraðstölu , innlimaðra
Afríkumanna.
Það er þó ekki rétt að halda
því fram, að Portugalir sjái
ekki hættuna ár að þeir missi
heimsveldi sitt, og þeir eru
mjög gramir Belgíumönnv.m
fyrir að hafa látið málin í
Kongó æxlast, eins eg þau
hafa gert, og þeim finnst sín-
ir gömlu bandamenn, Bretar,
einnig hafa brugðizt sér með
þeirri stefnu sinni að veita ný
lendunum algjört sjálfstæði.
í Luanda, höfuðborg Angoia.
héldu portúgalskar fjölskyld-
ur sig.heima, eða fóru á hótel,
er Kongó hlaut sjálfstæði sitt.
En engin tilhneiging er sjá-
anleg til að laga stefnuna eft-
ir aðstæðunum i dag. Dálítið
kuldaleg en myndrík afstaða
margra Portúgala birtist í
orðum sem fyrrgreindur blaða
maður hafði eftir portúgölsk-
um vini sínum: „Yfir hverju
hafa Afríkumenn að kvarta?
Sömu stefnu er framfylgt
gagnvárt' okkur hér heima í
Portúgal, er það ekki?“
Ránið á „Santa María“ bend
ir til, að andstæðingar Sala-
zars séu að verða herskárri
og að þeír skuli stefna skip-
HIN opinbera áfengisneyzla
íslendinga minnkaði um 10%
árið 1960 miðað við árið áð-
ur. Neyzlan varð 1.71 lítri á
mann árið 1960, miðað við
100 % alkoholmagn, en varð
1,90 lítri árið 1959.
Heildarsalan frá Áfengis-
verzlun ríkisins varð 178 mill
jónir cg 752 þúsund krónur
árið 1960, en varö 176 mi'lljón
ir og 21 þúsund - krónur árið
1959. Hækkunin í krónubölu
á rætur sína að rekja tij þess, I
að snemma árs 1960 hækkaði
áfengi um 15—20%.
Siomoes Maia, skipstjóri, mi
fangi um borð í Santa Maria.
inu til Angola gefur ef til
vill vísbendingu um þá stefnu,
sem þeir hyggjast fylg.ja, en
allavega verður fróðlegt að
fvlgjast með þróun mála í
Portúgal og nýlendunum á
næstunni. Tekst hinum lang-
lífa einræðisherra, Salazar, að
standast þetta sterkasta til-
ræði viS völd hans, sem enn
hefur ‘verið gert? Svarið fæst
sennilega á næstunni.
bili 1959 51 milljón Og- 530
þúsund krónur.
Síðasta ársfjórðung 1960
var sslt í og frá Reykjavík fyr
ir 41.5 milljónir (43.6), Akur
eyri 4 milljónir (4.2), ísáfirði
1.4 milljónir (1.5),Seyðisfirði
1.2 milljónir (1 rnilijón), Siglu
firði 861 þúsund (1.1.). í svig
um eru samsvarandj tölur
1959.
Til héraðsbannsváeðisins í
j Vestmannaeyjum var seþ á-
fengi fyrir 772 þúsund krón-
ur síðasta ársfjórðung 1960,
en fvrir 653 þúsund 1959.
Til vinveitingahúsa var selt
frá aðséskrifstofu fyrir 936
þúsund krónur á þessu tíma-
bili 1960, en fyrir 1 milljón og
þúsund krónur á sama
að innan v'.ð 1% af afriskum
Á siðasta ársfjórðungi
;• 1960; 1. október til 31. desem
íbúum Angöla, Mozambique ber, varð heilldaráfeng’ssalan
og Portúgölsku Guínéu hefur 48 milljónir og 908 þúsund 866
verið innlimað með fyrr- , krónur, en var á sama tíma- tíma 1959.
Hin opinbera
áfengisneyzla
10°fo minni '6C
Álþýðublaðið — 28. jan. 1961 y