Alþýðublaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 16
FORSÍÐUSTÚLKAN okkar er engin cnnur en Jacqueline Kennedy, for- setafrú Bandaríkjanna. Hún var sem sagt blaða- j l . ..Ijpsrnyndari við „'Wash- ington Times Herald“ áð- ur en hún gifíist. Mynd- in sýnir hana við vrnnu. Hún er tekin 1952. „Jac- kie“ var röskur og góður blaðaljósmyndari og mátti sjá henni bregða fyrrr um alla Washing- ton, allt frá sjávardýra- safni höfuðborgarinnar til Hvíta hússins — Jiar sem hún nú er hús- freyja. IWVVWWVWWWWWWWWV LANDBÚNAÐARNEFND tffeðri deildar hefur á nokkr- lí.ii fundum rætt frumvarp Ein ars Sigurðssonar um loðdýra- rækt og leggur nefndin ein- *óma til, að málinu verði vísað íií ríkisstjórnarinnar. Samband íslenzkra samvinnufélaga og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sem fengu frumvarpið til um- Sagnar; mæltu með samþykkt fress; % Sveinn Einarsson, veiðistjóri sendi nefndinni ítarlegt álit, fiar sem segir m. a.: Ég er ekki mótfallinn því, að hafin verði n inkarækt að nýju hér á landi, sé þannig frá málum gengið um örugga vörzlu dýranna og allt eftirlit með rekstri búanna að þessi nýja atvinnugrein megi verða þjóðinni til gagns, en ekki tjóns“. — Tekur nefndin undir jþessi ummæli veiðistjóra. Landbúnaðarnefnd aflaði sér ýmissa upplýsinga um loðdýra rækt í nágrannalöndum okkar, þar á meðal lög og reglur, sem um þetta efni gilda á Norður- Indunum. Þá hafði nefndin til athugunar ítarlega skýrslu Árna G. Eylands, fulltrúa, um minkaeldi í Noregi sem fram- leiðslugrein og um minkarækt í Svíþjóð og Danmörku. Af þessum gögnum er ljóst, segir nefndin í áliti sínu, að loðdýraræktin er í þessum lönd um mikilsverð framleiðslugrein sem skilar þessum þjóðum miklum gjaldeyristekjum. Arið 1959 fluttu Svíar út minka- skinn fyrir yfir 79 millj. kr. sænskar. Sama ár nam útflutn ingitr Darpi ;í mink'atícinnum wwvwwwwwwwwwvw 12-13 togarar við Ingólfs- höfða EITTHVAÐ var af brezkum togurum út af Ingólfshöfða í gær, sagði Pétur Sigurðsson, for- stjóri Landhelgisgæzl- unnar í viðtali við Al- þýðublaðið í gær. Pétur sagði, að þarna væri um að ræða 12 trl 13 togara, sem þó ekki væru allir brezkir. Virtust togar- arnir vera að færa sig suður mcð Iandinu, frá norð-austur svæðinu eins og eðlilegt er á þessum árstíma. wwwwwwwwwwww 75,5 millj. kr. í dönskum krón- um talið, og þetta sania ár j fluttu Norðmenn út sömu vöru fyrir nær 72,2 millj kr. norskra. Þetta eru háar upphæðir og 1 sýna, að hér er um að ræða gagnsama atvinnugrein fyrir þes/sar þjóðir. Það er því eðli- j legt, að menn spyrji: Getur j þessi atvinnuvegur ekki einnig orðið okkur Islendingum gagn- samur og tekjudrjúgur? Það er álit nefndarinnar, að svo megi verða, sé rétt að farið. Að lokum leggur landbúnað- arnefnd höfuðáherzlu á, að þessum máli verði ekki hraðað svo, að ekki gefizt tón til að undirbúa innflutninginn og framkvæmd minkaræktarinnar svo vandlega sem kostur er á og af þeirri kunnáttu, sem til þarf. Mistök þurfi að forðast og tjónið, sem af því leiðir. Nefndin leggur því til, að ríkis- stjórninni sé falið að láta end- urskoða lög um loðdýrarækt og innflutnnig búfjár, og leggja fyrir næsta reglulegt al.þingi frumvarp til laga um þessi efni með tilliti til þess, að innflutn- ingur minka og minkaeldi verði leyft hér á landi. í trausti þess, að þetta verði gert, leggur nefndin til, að málinu verði vís- að til ríkisstjórnarinnar. sfirðingar greiða ferðafó ísafirði, 10. febrúar. að auk þess sem ísfirðingar eru i STRAX og Vestfirðir komust í samband við akvegakerfi landsins, streymdu ferðamenn víðsvegar að af landinu hingað vestur til að kynnast og njóta sérstæðrar og fjölbrcyttrar nátt úru Vestfjarða. Sl. sumar var fyrsta sumarði síðan vegasam- bandið komst á, og eins og fyrr segir, þá lögðu mjög margir leið sína um þessar nýju og ó- kunnu slóðir. Vitað er, að á næstu árum mun ferðamanna- straumurinn til Vestfjarða auk ast verulega yfir sumarmánuð- ina. Mikill fjöldi þcss fólks, sem ferðast um landið í sumarleyf- uni sínum, er í eigin bifreið- um, og býr að sínu að mestu leyti, dvelur í tjöldum, annast matseld o. s. frv. Slíkir ferða- langar njóta ferðalagsins eigi síður en hinir, sem hendast á milli greiðasölustaða og gisti- húsa, og víða skortir mikið á, að aðstæður séu fyrir hendi svo sómasamlega sé búið að þessu langferðafólki. í sambandi við afgreiðslu fjáí hagsáætlunar ísafjarðar fyrir þetta ár, var samþ. að verja 90.000 krónum til þess að skapa þessu útilegufólki góðan aðbún að í næsta nágrenni bæjarins, þ. e. í Tunguskógi, en það er spölkorn innan við kaupstaðinn og er sá staður með réttu tal- inn einn fegursti staður Vest- fjarða. Þarna á að skipuleggja tjald- stæði fyrir ferðafólk, koma fyr- ir hreinlætistækjum, rennandi vatni o. fl. Þessu á að vera lokið fyrir sumarið. Efalaust munu leiðir flestra, sem um Vestfirði fara, liggja um Tunguskóg og ísafjörð, enda er bærinn bæði sérkenni- legur og aðlaðandi, þegar lok- ið verður veginum inn með Isa- fjarðardjúpi, liggur bærinn mið svæðis í einhverri skemmtileg- ustu og sérkennilegustu ferða- mannaleið landsins, hringferð um Vestfirði. Ferðafólki skal á það bent, nú að hefja framkvæmdir í Tunguskógi til að búa í haginn fyrir sumargesti, að þá hafa þeir einnig upp á að bjóða glæsi lega og ágæta sundhöU, þar sem gott er að þvo af sér ferðarykið. B.S. VARÐSKIPIÐ Ægir, sem ver- ið liefur í síldarleit að undan- fernu, fann í gær mikla síld við Skaftárdjúp og á Síðu- grunni. Síldin þarna stendur dreift á daginn, en djúpt á nóttunni, þannig að ekki yrði þægilegt að veiða hana í hringnót. Jakcb Jakobsson, fiskifræð- ingur á Ægi, tjáði Alþýðublað Framh. á 5. síðu. « Haraldur Guðmundsson. HARALDUR GUÐMUNDS SON í STUTTRI HBMSÓKN HARALDUR Guðmunds- son, [amhassador Islands í Os- ló, kom liingað trl lands sl. sunnudag í stutta heimsókn. Fer hann aftur út nk. sunnu- dag. Sl. mánudag kom Harald- ur á fund í miðstjórn Alþýðu- flokksins op flutti þá stutta ræðu um stjórnmálaástandið í Noregi. Því miður getur hann ekki dvalrzt lieiina lengur en eina viku að þessu sinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.