Alþýðublaðið - 18.02.1961, Qupperneq 7
Framhald af 4. síðu.
yrði að beygja sig fyrir þeirri
ósk Sovétríkjanna aJ5 láta
framkvæmdastjórn þessara
samtaka vera rekna af þre-
menningum, sem gætu ekki
starfað og mundu öruggiega
ekki láta í té það tæki iiinum
hlutlausu þjóðum, sem þær
þarfnast, og þetta mundi ger-
ast á tíma, er mikil spenna
ríkir og meiri kröfur eru gerð-
ar til samtakamia en áður
fyrr. Þannig hefur það gerzt,_
að um leið og Sovétríkin taka
afstöðu, sem við eðhlegar að-
staðar mundi hiklaust fá mig
til að segja af mér, þá hafa
þau um leið skapað ástand, er
gerir mér ókleift að gera það.
nema það kynni að vera ósk
hinna hlutlausu þjóða að ég
geri það vegna þeirra hags-
muna og hagsmuna Samein-
uðu þjóðanna. Á máli Sovét-
ríkjanna hef ég til að bera þá
,.riddaramennsku“ að virða
skoðun þess meirihluta þjóða,
sem er hlutlaus, og — þó að
ég noti orðið með nokkru hiki
— þá get ég fullvissað Sovét-
ríkin að ég hef til að bera það
,.hugrekki“ að taka fullum af-
leiðingum þessa viðhorfs, jafn
vel þó að það þýði, að ég neyð
íst til að halda áfram störfum
án þess stuðnings, sem þörf
er á, og með tækjum, sem eru
eegilega veik gagnvart risa-
vöxnum kröfum.
Ég vona, að mál. rriitt sé
nægilega skýrt. í>að er allt og
sumt, sem ég hef um málið að
segja, og það er allt, sem ég
þarf að segja um það. Ákvörð
unin er þannig í höndum
þeirra, sem Sovétríkin þykjast -
tala fyrir. Hvaða ákvörðun,
sem aoildarríki þéssara sam-
taka kunna að taka í þessu
máli, verður mér að sjálfsögðu
lög.
Ég sagði í ræðu þeirri á alis-
harjarþinginu, sem ég minnt-
ist á, að ég harmaði, að við-
horf Sovétríkjanna hefur
beinzt í þá átt að gera að
persónulegu máli, atriði, sem
i rauninni snertir heila stofn-
un. Með því að gera þetta að
nýju hafa Sovétríkin neytt
mig til að ræða mitt eigið við-
horf. Ég harma að hafa þurft
að gera það, þar eð málið er
enn mál, sem snertir stofnun-
ina en ekki manninn. — Ég
harma það jafnvel enn meir,
jiegar ástandið er slíkt —
að um miklu meira er
að tefla ert þessa eða hina
stoínun Sí> eða starfshóp SÞ.
Vissulega hafa SÞ aldrei ver-ið
og munu áldrei verða annað
en tæki stjórna aðiidarríkj-
anna í tilraunum þeirra til að
'eggja leiðina til lagareglu og
friðsamlegrar sambóðar. Það
er ekki maðurinn þar, ekki
einu sinni stofnunin, það er
sjálft starfið, sem nú hefur
orðið fyrir árás. Það verður
ljóst, að svo er, ef við lítum
á raunveruleika vandamáls-
ins. Um leið og ég læt niður
falla frekari umræður um þau
mál, sem ég hef í þessari ræðu
neyðzt til að beina athyglinni
að, vildi ég, áður en ég lýk
máli mínu, segja nokkur orð
um raunveruleikann, eins og
hann birtist í ástandinu í dag.
í sjö eða átta mánuði hef-
ur þessi stofnun, með aðgerð-
um, sem ganga langt út fyrir
ímyndun þeirra, sem stofnuðu
hana, reynt að standa gegn
tilhneigingu til að færa átök
stórveldanna inn í Afríku og
fær hin ungu Afríkuríki inn
í skugga kalda stríðsins. Hún
hefur gert það með mikilli á-
hættu, og gegn miklu ofurefli.
Hún hefur gert það á kostn-
að mikilla, persónulegra fórna
mikils fjöída manna. í fyrstu
tókust aðgerðirnar vel, og ég
hika ekki við að segja, að
starfsemi stofnunarinnar,
grundvölluð á samstöðu
Afríku hefur oftar en einu
sinni komið í veg fyrir, að af
hlytist stríð með afskiptum er
lendra velda, eins og gerðist í
Kóreu og á Spáni. Við svöruð-
um með góðum árangri til-
raunum frá öllum hliðum til
að gera Kongó veiðisvæði
þjóða-hagsmuna. Að standa í
vegi fyrir slíkum tilraunum,
er að gera sjálían sig að skot-
spæni fyrir árásum allra, sem
sjá áætlanir sínar verða að
engu. í tilfellum sumra var
andstaðan gegn afstöðu SÞ
um stund undir yfirborðinu,
en ekki leið á lörigu, áður en
hún kæmi upp á yfirborðið. I
öðrum tilfellum brutuSt von-
brigðin yfir að rekast á þessa
óvæntu hindíun þegar í stað
út í ofsalegum og háværum
MOBUTU
árásum á samtökin. Frá bað-
um aðilum var aðal-ásökunin
skortur á hlutlægi. Sagnfræð-
ingurinn mun-vafalaust finna
í jafnvægi þessara ásákana
sjálf sönnunina fyrir því hlut
lægi, sem við erum sakaðir um
að skorta, en einnig í þeirri
staðreynd, að mjög mörg að-
ildarríki hafa énn ekki fall-
izt á þær takmarkanir á þjóð-
Iega valdagirnd þeirra, scrA
sjálf tilvera Sameinuðu þjóð-
anna og aðild þeirra að sam-
tökunum setja þeim.
Nú erum við, við aðstæður,
sem eru í grundvallaratriðumi
hinar sömu, þó að á yfirborð-
inu séu þær dramatískari,
komnir að því, að vopnavið-
skipti á einum stað ógna með
hætti, sem mjög er líklegur
til að leiða íil þess, að deilaa
breiðist út á alþjóðlegan vett-
vang. Ég hef engar nýjar
lausnir að bjóða ykkur. Þó er
það bjargföst skoðun mín, eina
og í júlí og ágúst á s. 1. ári,
að eina leiðin fyrir meginland!
Aíríku og lönd þess til að snú-
ast við hörmulegri þróun í átt
ina til alþjóðlegrar deilu, er
ef til vil mun ná til alls heima
íns, er að fylkja sér um sam-
eiginleg rnarkmið innan vé-
banda SÞ.
Samstaða Afríku innan SÞ
var eina svarið við ógnunun-
um á s. 1. ári; ég er sannfærð-
ur um, að það er enn eina
svarið. Það er þó ekki nóg að
setja fram með almennum orð
um slíka stefnu sem lausn
vandans. Okkur er öllum skylt
að kveða skýrt að orði, bæði
að því er varðar takmörldn
og því er varðar ráð til að há
þeim takmörkum. Um þetta
atriði hef ég líka lítið nýtt að
bjóða, en ég vildi samt sem
áður gjama draga saman í
stuttu máli það, sem mér
finnst vera ráðstafanir, er
verði að stefna að af krafti og
hugrekki.
Framh. á 14. síðu.
Framhald af ræðu Hammarskjöld sem hann flutti um K ongómálið í SÞ
Alþýðublaðið — 18. febr. 1961 J