Alþýðublaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 3
NAÐARNEFND OÐI SVlA FJÖLMENN sendinefnd for ustumann’a íslenzks iðnaðar og a. m. k. cinn bankastjóri dvelst þessa viku í Svíþjóð. Var nefnd þessi boðin í heini sókn þanffað af samtökum sænskra iðjuhölda. Svensk Industriförbund, og munu nefndarmenn kynnajst ýms- um hliðum sænsks iðnaðar. Al'þýðublaðið fékk í gær staðfest á skrilfstofu Félags íslenzkra iðnrekenda, að nefnd þessi hefði farið utan í boði Svía, en ekki fengust upblýsingar um nöfn þeirra, sem eru í förinni. Sendi- nefndin mun vera væntan- tteg hekn í þessari vi'ku, í sambandi við hin rausn arlega boð sænsku iðnaðar- samtakanna til íslendinga 'hafa verið nokkrar vangavelt ur meðal ráðamanna í Reykjavík. Eru uppi tilgátur KR kaupir 32 notaöar dráttarvélar Hvolsvelli, 18. febr. HINGAÐ eru komnar 15 not aðar Ferguson diesel dráttar- vélar, sem Kaupfélag Rangæ- ing liefur fest kaup á erlendis frá og gerrr upp á verkstæði sínu hér. Alls er von á 32 vél- um hingað að þessu sinni. Dráttarvélar þessar eru, að því er bezt verður séð, ágætis verkfæri og nú fer fram á þeim viðgerð hér, sem verksmiðj- urnar ákveða, svonefnd tveggja stjörnu viðgerð. Eru vélarnar af árgerðunum 1953—’55 og hafa þegar verið seldar allt norður í Strandasýslu. í fyrra voru keyptar hingað nokkrar notaðar dráttarvélar, sem gert var við ytra, og reyndist kostnaðarverð vera um og yfir 46 þús. kr. Nýjar dráttarvélar af sömu gerð kosta nú tæpar 100 þús. kr. i». s. KIRKJUHLJÓMLEIK- AR Guðrúnar Tómasdótt- dóttur, söngkonu (sópran) verða í dag í Krists- kirkju, og hefjast kl. 9. Guðrún syngur kirkjuleg verk eftir Hiindel, Duran- te, Scarlatti og Bach. M. a. syngur Guðrún „Er wcidet seine Herde“ úr óratoríunnr „Messías“ eftir Hiindel. um. að sænskur iðnaður kunni að hafa í hyggju fjár festingu á íslandi og vilji 'byrja á að kynnast forustu- mönnum íslenzks iðnaðar í því sambandi. Fjölda- morðingja leitað (NTB-REUTER). Frankfurt 18. febr. SKRIFSTOFA ríkissaksókn- arans í Frankfurt hefur heit- ið þeim nærri 200 þúsund krón um, sem getur gefið (upplýs- ingar sem leiði til handtöku Dr. Josefs Mengele, sem áður var yfirlæknir við Auschwits fangabúðirnar. Mengale gerði margs konar tilraunir og rannsóknir á fön,g um, sem biðu þess að vera drepnir. Grunur lei'kur einnig á, að hann hafi myrt fjölda fanga, þar á meðal börn, sem fencl inngjöf. Hann er einn ;g grunaður um, að hafa myrt þúsundir sígauna með gasi að fararnótt 1. ágúst 1943. Interpol tekur þátt_ í leit- inni að Mengele. í fyrra gengu það sögur, að hann héldi si2 í Suður-Ameriku. Ai-gentína (hefur lofiað að framselja hann finnist haxm þar í landi. Hitabylgju- myndirnar vekja athygli it UM ÞESSAR mundir sýnir Jón Engilberts nokkrar myndir á Mokka- kaffi. Er þar um að ræða myndir, sem hann gerði til skreytingar á bókrnni „Hitabylgja“ eftir Baldur Óskarsson. Bók þessi kom út í nóvembermánuði, og ollu myndirnar í bókinni strax miklu umtali. Þessi sýning á Mokka liefur þegar vakið mikla athygli, og streymir þang- að fólk allan daginn til að skoða þær. Myndirnar eru allar til Sölu, en um verð- ið verður að ræða við Eng- ilberts. Myndin hér að ofan, var tekin á Mokka í gær, og sjást þar nokkrar af mynd unum. Myndin lengst til hægri heitir „Vísað til veg ar“. •MMMMMWVIMimMMWHIHUMHUHHMHiHtMMHMIHHHHMIHHHHIMWMHIHMW Samþykktin sem Timinn birti ekki TÍMINN sagði nýlega frá á lyktunum, sem gerðar voru á héraðsþingi Ungmennasam Fjórfaldur ÞEIR Þórarinn Þórarinsson og Halldór E. Sigurðsson flytja tillögu þá til þingsályktunar um alþingishús, sem hér fer á eftir; ..... „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd, er vinni að því í samráði við ríkisstjórn-j ina að gera tillögur um stækk- un alþingishússins eða bygg- ingu nýs þinghúss «ftir því, hvort betur þykir leysa þörf alþrngis fyrir viðunandi hús-, næði. Nefndin skal skila til-1 lögum til alþingis eigi síðar enj haustið 1962.“. Múrarar x A ALL undarlegur árekstur varð síðdegis í gær á Snorra- braut. Bifreiðinni R-7268, sem er af Pontiac-gerð, var ekið norður Snorrabraut og hugðist ökumaður beygja til hægri og leggja bíl sínum á bílastæðið milli akbrautanna.^ í sama mund og hann beygði til hægri bar að R-7529 sem er af Chevro let-station-gerð, lenti R—7529 á hægri frambretti á R—7268. Við áreksturinn kastaðist R— 7529 upp á bílastæðið milli ak brautanna og lenti þar á R— 5327, sem er af Ford-gerð. Við liöggið kastaðist Forbíllinn á Y—488, sem er af Wolkswagen- gerð. Allir bílarnir fjórir skemmdust talsvert. bandsins Skarphéðins, sem er héraðssamband allra ung- mennafélaga í Árnes- og Rangárvallasýslum. Er þetta virðingarverð fréttaþjónusta, með einni undantekningu. Það vantar eina af samþykkt unum. Samþykktin, sem Tíminn sleppir, var um landhelgis- mál, og liljóðaði á þessa leið: „Héraðanlsþing Skarphéðins lialdið 21. 0(r 22. janúar 1961, minni,. á fyrri samþykktir í landhelgismálinu og skorar á þingi og ríkisstjórn að hvika hvcrgi frá settu marki í því máli. Jafnframt fagnar þiug ið þeim tilraunum, sem gerð ar hafa verið til að fá óaftur kallanlega viðurkenningu á sérstöðu íslands ennfremur verði unnið að friðun land- grunnsins alls“. Tillaga um að seinni hluti tillögunnar orðaðist svo: „Og semji ekki um landhelgina" náði ekki fram að ganga. Eins og tillagan var afgreitt hlaut hún 18 atkvæði gegn 16, en allmargir voru fjar- verandi eða greiddu ekki at kvæði. Það gefur góða mynd af fréttaflutningi Tímans, að hann skyldi sleppa þessari tillögu einni, þegar hann sagði frá ályktunum Skarp- héðinsfundarins. mimmmuummmihmmmiim 180.000 km i'fúr- lægð MOSKVA 18. febr. (NTB-AFP). SOVÉZKIR vísinda- menn hafa reiknað út, að eldflaugin, sem skotið var í áttina að Venusi í fyrri viku, komi til með að fara fram hjá plánetunni í 180 þúsund kílómetra fjar- lægð frá miðdcpli hcnnar einhverntíma í Isíðari hluta maímánaðar. Þessi fjar- lægð er minni en helming ur fjarlægðar tunglsins frá jörðu, sem er 384 þús- und kílómetra. MMMMMMMMWWMMMMM Alþýðublaðið 19. febr. 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.