Alþýðublaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 12
* ■jpíeste. Qerfra ble-den ^ört 'Jidere i et j^a^ilsarskilt tog, som ble sinket av snöen llpyj: jj|ii Semmeringpasset. Under milit$r fe^fe jijlhonnör ble den snödekte kisten- b§ret íj^inn 1 Wiens Hofburg, og etter en ukes máI iilcastrum- doloris* anbrakt i Habsbur- . ?•»!! i < *:«K*r x-yt'ii ■ *: ■ • r.T + % gernes familiegrav, den sákalte Kapu- jbzinergruft - side om side med kongen íau Rom, antakelig hansfar. - Enken íouerlevde ham i 60 ár. ^ gCNeste: Sönnen ble ogsá skutt) En januardag i 1868 ble kisten med ketser Maximilians balsamerte lik satt i land fra et österriksk krigsskip tTri- ©Vll> roPínwACTy GRANNARNIR Er ekki allt í lagi, þó ég verði af- greidd fyrst — pabbi og mamma bíða heima við „morgunborðið“. / á. HEIM TIL VÍNAR: ifHB £>ag- nokkurn í jan- WfiS úarmánuði 1868 var kistan með smurðu líki Maximilians keisara sett á land í Triest úr austurrísku herskipi. Frá Triest var kistan flutt áfram með sérstakri lest, sem tafðist í Semmering- skarðinu sökum snjó- þyngsla. Meðan herinn stóð heiðursvörð var kistan flutt í keisarahöllina (Hof- burg) í Vín, og eftir að hafa staðið uppi í eina viku var það fært í fiölskyldu- gröf Habsborgaraættarinn- ar, hina svokölluðu „Kap- uzinergruft" — þar sem hann var lagður við hlið konungsins í Róm, líklega föður hans. — Ekkjan lifði í 60 ár eftir dauða hans. (Næst: Sonurinn var einn- g skotinn). ★ Ég er undrandi yfir því, að þú skyldir flytja úr í- búðinni. Mér skildist, að þú værir ánægður með hana. Já, ég var ánægður með hana fyrstu þrjá mánuðina, en þá tók ég eftir því, að það fylgdi henni ekksrt baðherbergi. 7 í TUGTHÚSIf) Framhald af 7. síðu. tþeir hlotið þungan dóm fyrir rétti. Engar frekari hegning- ar mundu koma að haldi“. Allis-Chamblers (en fjórir þaðan hlutu sektir) var sömu skoðunar. General Electric, sem fór verst út úr því, var sektað um 437,500 dollara og þrír fram- kvæmdastjórar sendir í stein- in«, neitaði einfaldlega sakar- giftum dómarans um samsæri um verðlagningu og kvað mennina seka um ,,vísvitandi brot“ á skýrri stefnu fyrirtæk isins. GE benti einnig á, að það hefði, áður en dómarnir voru kveðnir upp, hegnt fyrir „hinar óviðeigandi aðgerðir“ með því að lækka menn I tign, lækka í launum og færa menn í aðrar stöður. T.d. hefði Burg- er, einn af þeim, sem dæmdur vai' í fangelsi, þegar verið tek inn úr starfi sínu sem yfir- maður útibúsins í Ffladelfíu og settur yfir rannsóknarstof- ur fyrirtækisins í Fort Worth í Indiana. Lögfræðingur hans segir, að tekjur hans hafi við þetta lækkað um 30.000 doll- ara. Burgens, fyrrverandi vara-forseti einnar af deild- um GE, hefur verið settur í verk, sem óljóst er nefnt „sér- stök störf“. Hann missti 50.000 dollara í tekjum, segir lögfræðingur hans. Æðstur þeirra manna hjá GE, sem flæktur var í málið, W. S. Ginn, hélt enn starfi sínu sem vara-forseti og yfirmaður túr- bínudeildar með 130.000 doll- ara launum. En GE neitaði að segja nokkuð meira en stóð í yfirlýsingunni, svo að hver getur hugsað sitt. Málið leit heldur betur út fyrir hina fangelsuðu í þeirra persónulega lífi. Fjöldi manns skrifaði þeim og hughreysti og svo virtist, sem þeir yrðu ekki fyrir barðinu á almenn- ingsálitinu, a. m. k. að sinni. En eitt er víst, að dómur Ganeys dómara á eftir að hljóma lengi í eyrum stjórn- enda fyrirtækisins. Hann sagði, að mennirnir frammi fyrir sér hefðu verið togaðir „milli samvizku og viður- kenndrar stefnu fyrirtækja11. Og hann sagði ennfremur, að veiki punkturinn væri hin nýja þjóðsagnapersóna, maður fyrirtækisins (the organizati- on man), „sá, sem fylgist með, sem fylgir yfirmönnum sínum og fær áburð á samvizkuna með auknum þægindum og öryggi því, sem fylgdi stöðu hans í skipulagi fyrirtækis- ins.“ Hannes á horninu. Framhald af 2. síðu. æðistund, og hefði hann sem fyrr segir orðið undrandi á svo líkri eftirmynd, ÉG ER ÞESS NÆR fullviss, að hefði ekki svo vel til tekizt, að dómi Þórarins, þá hefði mynd- in ekk komið fyrir almennings ings sjónir. Því að Þórarinn var skarpminnugur og annað hitt, að hann var alls ófeiminn að segja af eða á um það sem honum fannst, en var mjög ánægður yf- ir myndinni og þakklátur í garð Ríkarðar fyrir. Hvort hér er far- ið ,með satt eða ekki, ætti að vera hægt að fá staðfest hjá Rik- arði, því eflaust man hann hver lýsti Hjálmari fyrir honum. 12 22- febr- 1961 — Alþýðublaðið EF TIL VILL hefir Þórarinn gert Ríkarði léttara fyrir um myndina, því grunur minn er sá aó honum hafi mjög svipað til afa síns. Það er ef til vill ekki viðfeldið að hafa eftir orð manna, sem liðnir eru, svo sem það sem ég hef hér eftir Þórarni, en svo minnisstætt varð mér þetta svar hans viðkomandi myndinni að það hefir ekki úr minni mínu horfið, þó ég vilji ekki segja að það sé fyllilega orðrétt að öllu leyti, en efnis- lega er það alveg rétt. AF ÞVÍ AÐ ÉG SÁ umræðurn ar um þetta taldi ég rétt að það kæmi fram sem þessj maður hafði um þetta að segja og sem hafði þá sérstöðu að geta af fullri þekkingu um þetta sagt. Vona ég að ég hvorki styggi né særi neinn með því að hafa þetta eftir. — Um ýmislegt fleira hefði verið gaman að ræða, en ég fer ekki út í það að þessu sinni“. I SINDBlAgUM U N D 1 R V J G,N á I RYOHREINSUN & MÁLMHÚÐUN st. GEtGJUTANGA - ^S/MI 35-400 Krabbameins- félagi íslands berzt gjöf ungmennafélag- IÐ „Gaman og Alvara“, Köldukinn, S.-Þing. hélt ný- lega skemmtun til ágóða fyrir Krabbameinsfélag íslands. f því tilefni hélt form. ungmenna félagsins, Sigurður Sigur- bjarnarson, Björgum, ræðu og sagði meðal annars, að hanni vonaði að fólk nyti þessarar skemmtunar betur en ella, þar sem það með komu sinni, rétti ungu, févana líknarfélagi hjálparhönd. Hann kvaðst vita, að þetta fámenna ungmennafé- lag gæti litlu áorkað með sínu fátæklega framlagi, ágóði einn ar skemmtunar í litlu húsi, en e. t. v. yrði þetta framlag drýgra en áhorfðist, ef það gæti orðið öðrum hvatning að gera slíkt hið sama. Krabbameinsfélag íslands hefur nú veitt þessari peninga- gjöf móttöku, og að sjálfsögðu metur það mikils hina góðu gjöf og þakkar af heilum hug.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.