Alþýðublaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 7
! I GANEY dómari sendi sjö kaupsýslumenn í fangelsi. Ákæran var ínn Bandaríkjastjóm Undirbúningur mála 'Sm ' ■ . xekstursins kostaði að minnsta kosti 100 000 dollara Fremur lítið hefur sézt í blöðum hér um niðurstöð- urnar af réttarhöldunum í Bandaríkjunum gegn all- mörgum háttsettum mönn- um í rafmagnsiðnaðinum vegna brota á lögum þeim, sem sett voru fyrir löngu til höfuðs einokunar-hring um. Við birtum hér, Iítil- Iega stytta frásögn þá, sem bandaríska vikuritið NeAvs week birti fyrir helgina af réttarhöldunum og dómun- um. ,,Þetta er hroðaleg sakfell- íng á stórum hluta efnahags- kerfis okkar“, sagði J. Cullen Caney, dómari, troðfullum réttarsal í Fíladelfíu við lok sögulegra málaferla í sl. viku Jafnvel Kennedy, forseti, minntist á réttarhöldin. „Ég vona, að kaupsýslustéttin muni sjálf taka til athugunar, hvaða ráðstafanir hún getur gert til að lyfta þessum skugga af herðum sér“, sagði hann á blaðamannafundi sínum. Báðir þessir menn voru að tala um stærstu málaferli Bandaríkjastjórnar gegn ein- okunar-hringjum um árabil, — mál, sem tók 150 daga að leggja fyrir kviðdóm, setti 100 menn í vitnastúkuna og kostaði a. m. k. 100.000 dollara að undirbúa. Sakargiftir voru: Að stærstu rafmagnstækja- fyrirtæki landsins — þar á meðal General Eleetric, West- inghouse og Allis Chalmers — hefðu gert samsæri um að ákveða verð og lagfæra mark- aði fyrir þungar rafmagns- vélar. Niðurstaðan: Hinir á- kærðu kváðust annaðhvort sekir eða þeir kváðust ekki mundu bera fram neinar varn ir (nolo contendere); 29 fyrir- tæki og 44 háttsettir starfs menn þeirra voru dæmd í sam- tals 1,9 milljónir dollar i sekt ir; 7 menn, þekktir í bæjar- félögunum, sem þeir búa í, JOHN M. COOK, vara-forseti í Cutler-Hamm er í Milwaukee. Hann byrj- aði sem sölumaður hjá fyr- irtækin, fékk þessa stöðu. fyrir þreni árum. EDWIN R. JUNG, 58, yfirmaður sölu hjá Clark Controller í Cleve- land. Hefur starfað hjá fyr irtækinu í 33 ár. Verkfræð- ingur að mennt. WILUIAM S. GINN, 45, vara-forseti hjá Gen- eral Electric, meðlimur í þrem klúbbum, skólanefnd armaður, bankaformaður í Schenactady. Þetta eru kaupsýslu- meunirnir sem sendir voru í fangelsi og áhrifamiklir í fyrirtækj- um sinum, voru dæmdir í 30 daga fangelsi. í flestum ,,anti-trust“ mál um er svo mikið af óljósum tækniatriðum og flóknu mál- fari, að venjulegu fólki Ieiðist að fylgjast með þeim. En í þessu máli voru atriði, sem líktust helzt melódrama eftir Graham Greene. Samsæris- mennirnir skiptu með sér mörkuðum fyrir hluti eins og túrbínur, straumbreyta (trans formatora) og fleira á undar- legum stöðum, eins og veit- ingastaðnum Dirty Helen í Milwaukee. Verð var ákveðið með símahringingum um miðj ar nætur, þar sem ættarnöfn voru aldrei nefnd á nafn. „Samkeppnis“-tilboð, er skiptu rnilljónum dollara voru ákveðin „eftir gangi himin- tungla“. VANDI FYRIR- TÆKJANNA Fyrir mennina, sem dæmd- JOHN H. CHILES. 57, vara-forseti hjá WTest- inghouse, kirkjunefndiar- maður og hefur unnið mik- ið að fjársöfnun fyrir lömuð börn. LEWIS J. BURGER, 48, yfirmaður rannsóknar- stofa GE í Fort Worth sí. ár, í verzlunarráði, kom til GE 1929. GEORGE E. BUREN, 55, vara-forseti hjá GE. kom þangað 1921. Hefur nú sérstakt síjarf í New York. Áður í Fíladelfíu. C. I. MAUNTEL, 60, sölustjóri í einni a£ deildum Westinghouse. Helzti túrbínu-sérfræðing- ur fyrirtækisins. Mikill námsframi í verkfræði- námi. ir voru í sl. viku var mála- ferlunum lokið. En fyrir þau 29 fyrirtæki sem flækt voru í málið, voru erfiðleik- ai'nir aðeins að byrja. Nú var viðskiptavinunum leiðin opin — ríkisstjórninni, aragrúa af borgum og ríkjum og svo til öllum rafmagnsfyrirtækjum í landinu — til að fara í skaða- bótamál. í þeim tilfellum, þar sem sakborningarnir höfðu tjáð sig seka, þurfti ekki ann- að fyrir ákærendur en sanna, að þeir hefðu verið látnir greiða of hátt verð. Og málin koma. Robert F. Kennedy, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti, að stjómin mundi fara í mál við öll fyrirtækin. New York borg var að gera rannsókn hjá öll- um fyrirtækjum sínum til þess að útbúa reikninginn. Wisconsin-ríki hafði á prjón- unum þrefalt skaðabótamál á einum mánuði, og Chicago hafði við orð að heimta allt að 5 milljónum dollara til baka. Borgarlögmaður San Francisco kvað borgaryfir- völdin vera að semja við fjög ur rafmagnsvörufyrirtæki um rúmlega 400.000 dollara endur greiðslu, án málssóknar, þar sem borgin hefur verið látin greiða of hátt verð. Hann talaði einnig um að fá um 180 bæjarfélög til að taka sig sam an um- eitt meiriháttar mál. Urn tuttugu vatns- og raf- magnsveitur í Kaliforníu, þar á meðal Los Angeles og Sac- ramento, höfðu tekið höndum saman við saksóknara ríkis- ins um almenna árás á fjár- sjóði rafmagnsvörufyrirtækj- anna. Enn sem komið er veit eng- inn hvað þessi málaferli muni kosta fyrirtækin, en það verð- ur ekkert smáræði. Sala þess varnings, sem um ræðir, nem- ur um 1,8 milljörðum dollara á ári. En ennþá er eftir að skera úr um, hvað af verði fyrirtækjanna var ,,smurning ur ofan á“ og hvað lögleg á- lagning. General Electric held ur því fram, að ,,nákvæm end urskoðun“ hjá sér hafi leitt í Ijós, að viðskiptavinir þess hafi fengið í hendur ,,réttmætt verðmæti, eftir öllum lögleg- um og skynsamlegum mæli- kvarða.“ Flestir kaupendur létu hjá líða að flýta sér að taka ákvörðun. The Tennessee Valley Authority (eitt stærsta rafmagns- og vatnsmiðlunar- fyrirtæki Bandaríkjanna, í opinberri eigu) var farið að athuga, áður en dómurinn var upp kveðinn, hvort það skyldi fara í mál, og var enn ekki búið að taka ákvörðun í síð- ustu viku. En sumir viðskiptávinirnir hafa aðrar áhyggjur. Þeir ótt ast, að niðurstaða málsins kunni að leiða til óhóflegrar samkeppni, sem síðan muni hafa þau áhrif að draga úr eyðslu fyrirtækjanna í rann- sóknir, — en það eru einmitt þessar rannsóknir, sem gert hafa bandaríska rafmagns- iðnaðinn jafnágætan og hann er. HVAÐ VERÐUR UM MENNINA? En hvað um framkvæmda- stjórana sjö, sem nú hafa skipti á - vel sniðnum fötum sínum og fangabúningnum? Hvað um stöður þeirra, vini og þá aðstöðu i þjóðfélaginu, sem þeir hafa skapað sér? Fyrir suma þeirra hafði fyrstu spurningunni a. m. k. verið svarað — þeir halda stöðum sínum. Forseti West- inghouse tilkynnti, að þótt fyrirtækið samþykkti engan veginn aðgerðir þeirra Chiles og Mauntel og annarra, sem í málið voru flæktir, ,,þá háfa Framhald á 12. síðu. MEÐLÍMÍR Hljómplötu klúbbs Alþýðubiaðsins eru beðnir að athuga, að í gær fylgdi blaðímt ítarlegur átta síðna hljómplötulisti. Alþýðublaðið — 22. febr. 1961 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.