Alþýðublaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 16
(vWrUUMWHUVAWHWmMtW ISLENDINGAR tóku í nefið árið 1960 fyrir tæpar 8 millj- ónir kr. Tóbakseinkasala ríkis- ins seldi á árinu neftóbak frá w.vwwmwwwwwuiw HANDRITIN í FRÉTT í Politiken er fullyrt, aS ástæða sé til að ætla að handritamálið leysist innan skamms og þá þannig, að báðir aðilar — íslendingar og Danir — megi vel við una. I viðtali við fréttamenn í gær lét Ólafur Thors for- sætisráðherra, sem nú sit- ur fund Norðurlandaráðs, í ljós ánægju sína yfir þess um ummælum blaðsins. wmtHtwmMwmmwwti tóbaksgerð sinni fyrir 7.615.007. 64 kr. Auk þess er nokkuð flutt inn af tilbúnu neftóbaki, þann- ig að upphæðin, sem við höfum eytt í neftóbak í fyrra, mun nálgast 8 millj. kr. Það út af fyrir sig er vel af séí- vikið, en miklum mun stærri er þó hlutur reykinga- manna í tóbaksnotkuninni. Tó- bakseinkasalan seldi nefnilega tóbaksvörur, — þ. e. reyktóbak, vindlinga og vindla, fyrir 157. 074.535,99 kr. á árinu, sem leið. AUs hefur því Tóbakseinka- salan selt tóbak fyrir 164.689. 543.63 kr. á s. 1. ári, en það samsvarar því, að hvert manns- barn í landinu hafi varið tæp- um 1000 kr. að meðaltali til tóbakskaupa á árinu. Þar við bætast eldspýtur og vindlingapappír. Þær vörur seldi Tóbakseinkasalan fyrir 2. 645.197,79 kr. á því herrans ári 1960. Þetta eru háar tölur og hagn- aðurinn eftir því. Nettó-hagnað ur Tóbakseinkasölu ríkisins á síðastliðnu ári nam 110.718.786, 43 kr., að því er Alþýðublaðinu var tjáð í gær. Þar af greiddi fyrirtækið í útsvar til bæjar- sjóðs Reykjavíkur 5.278.270,23 kr. — a- INNBROT var framið í fyrrinótt í verzlunina Stiál- húsgögn að Skúlagötu 61. Það an var stolið litlu Philips út varpstæki, f (Ijósjbrúnum kassa. ÞAÐ slys vildi til í Ofna- smiðjunni í gærmorgun, þegar tveir menn voru að laga til sleða, að annar þeirra datt og féll þá sleð- inn niður eftir fæti hans. Hann hlaut nokkur meiðsli, en slapp við beihbrot. Hann var fluttur á Slysavarðstof- una. I Þeir losna I | ekki við j ii Hannibal!! ! > ÞAÐ ÆTLAR ekki af Vest 5« ;E mannaeyingum að ganga! S !> Fyrst stöðvast bátaflotinn E> ;! um hábjargræðistímann, ;[ !« síðan kallar Hannibal þá # ;| ,,skríl“ og að lokum ætla «i ;! þeir ekki að losna við hinn j! ;! orðvara forseta ASÍ til «; !> ,,meginlandsins“ (aftur. ;; í gær kom Herjólfur til «; ;! Eyja eftir tæpra 18 klukku ;! !; stunda ferð, sem venju- !| j! lega tekur á 11. klst. Fór | !; skipið til baka kl. 9 í gær- J ;! kvöldi, en Iíannibal mun ;| !> ekki hafa viljað nota þá S ;! ferð. ;! !> Ekki/hefur verið flug- <; ;! fært til Eyja í nokkra ;| !! daga, en ASÍ-forsetinn J ;! bíður eftir flugveðri, sem ;i !> Eyjamenn vona að verði !j ;[ liið fyrsta! ;| AMMUMMMHmtMMMMMVl NOKKRIR strákar um ferm- ingu voru í fyrrakvöld að leika sér í snjónum í Miðbænum. — Þeir gerðu mikið hark og háv- aða við hús eitt í leik sínum. Húsráðandi kom þá út og hastaði á strákana, en þeir skeyttu því ekki og héldu á- fram ólátum sínum. Þá kom út tvítugur piltur, sem býr í hús- inu. Hann bað þá hverfa á brott og ólátast einhvers staðar ann- ars staðar. Þegar strákarnir gegndu því ekki fór hann inn í húsið. Hann kom brátt aftur og var þá vopn- aður loftbyssu, sem hann hafði hlaðið viðeigandi skotum. Hann skaut þrem skotum í áttina að strákunum. Eitt þeirra kom í höfuð eins þeirra. Hlaut hann sár á höfðinu. Hann var fluttur þegar á Slysavarðstof- una. Þar var tekin mynd af höfuðkúpunni, en í ljós kom, að hún var ósködduð. Meiðsli strkásins voru ekki mikil. Lögreglan tók byssuna og Vél teppí á ísafirbi síðan á sunnudag INNANLANDSFLUG hef- ur gengið mjög illa undan- farna daga. Erfiðleikum þess um veldur dimmviðri og hvassviðri, sem verið hefur að undanförnu. I gær flaug t. d. aðeins ein vél innan- lands. Fór sú.vél til Akureyr ' ar og Egilsstaða. Ein vél hef ur verið tcppt á fsafirði síð- an á sunnudag. Utanlands- flug hefur gengið eftir áætl- Un hjá báðum félögunum. skotfærin af piltmum, sem strax játaði verknaðinn. Hann taldi það ekki ætlun sína 'að valda stráknum meiðslum, held ur aðeins hræða þá á brott, þar sem þeir vildu ekki fara með góðu. 202 fonn Stokkseyri, 17. febrúar. HÉÐAN eru gerðir út í vetur þrír mótorbátar. Fer hér á eft- ir yfirlit yfir róðra þeirra og aíla, það sem af er þessari ver- tíð: Hólmsteinn II. 89 tonn í 18 róðrum. Hásteinn 60 tonn í 14 róðrum. Hásteinn II. 53 tonn í 12 róðr- um. Alls 202 tonn í 44 róðrum. Þess afli er miðaður við ó- slægt og er að mestu leyti ýsa. — HJ. IMMMWMMMMMMW.VMMM' ■MtMVMMHMMVMMMMMMV•

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.