Alþýðublaðið - 23.02.1961, Síða 2

Alþýðublaðið - 23.02.1961, Síða 2
Bitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rit- stjórnar: Sigvaldi Hjáimarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis- götu 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson. Pólitískir aæðinaar flæma sérmenntaða úr iandi Lúövík hleypur á sig VIÐUREIGN þeirra Emils Jónssonar og Lúð- j víks Jósefssonar, núverandi og fyrrverandi sjáv | arútv-egsmálaráðherra, hefur verið eins og fram- íhaldssaga í sölum alþingis undanfarið. Þeir hafa deilt um verð og verðlagningu fidkjar, og dylst ! engum, sem á hefur hlýtt, að Emil hefur hvað : eftir annað hrakið fullyrðingar og áróður Lúð- ] víks. Ú't af þessu hefur Þjóðviljinn valið þann kost að reyna að styðja sinn mann með persónu ! legum árásum á Emil. Sannleikurinn er, að Lúðvík hefur marg- Maupið á sig á alþingi síðustu vikur. Fullyrðing ! _ar hans um miklu hærra fiskverð í Noregi en hér á landi hafa ekki staðizt, og svo flutti hann : í>á furðulegu tillögu, að gerðardómur skuli skera | úr um fiskverð. Þar sem sjómenn eiga laun sín j að mestu leyti undir fiskverðinu, er hér augljós ! lega um að ræða tillögu um gerðardóm í vinnu- deilum sjómanna. Hafa kommúnistar reynt mjög að bjarga sér frá þessari stórkostlegu skyssu Lúðvíks, en tekst það því miður ekki. Hann hef ur leikið af sér —- í Ihendur atvinnurekenda- ; valdinu. I Þjóðviljinn hælir Lúðvík mjög fyrir, að ver- j tíð hafi ekki stöðvazt í hans ráðherratíð, en a'llt logi í verkföllum og framleiðslutapi undir s'tjórn Emils. Blaðið forðast þó að skýra frá, hvernig Lúðvík fór að í kjaramálum. Hann gaf atvinnu- i rekendum loforð um, að þeir mættu hækka verð lag, ef þeir gengju inn á hærra kaup. Hann lof- aði útgerðinni hærri uppbótum, ef hún hækk- ; -aði kaup. Þannig voru málin leyst á almennilngs kostnað, kauphækkanirnar skjótlega teknar aft- : ur. Slík starfsemi ráðherra er helzt sambærileg i við að moka í botnlausa tunnu. Stefna Lúðvíks var að kasta olíu á verðbólgubálið, auka með ihverjum mánuði upplausn og örvinglan efnahags 1 lífsins. Tilgangur hans var að skapa ástand, sem kæmi öllu atvinnulífinu á ríkisframfæri, neyða , þjóðina til að taka stórlán í kommúnistaríkjun- um og selja þangað allar afurðir, og tryggja svo ; valdatöku kommúnilsta. Hvaða íslendingur lastar Emil Jónsson fyrir að fylgja ekki þessari stefnu Lúðvíks? Hvaða hugsandi maður lastar hann, þótt hann neiti að halda áfram þeim skollaleik, að stuðla að kaup- hækkunum, sem teknar eru aftur af fólkinu inn an fárra vikna? Er það Emil — eða eru það kommúnistar — sem reyna nú með stefnu sinni að umturna efnahagskerfinu og fella stjórnina? ÞAÐ ER haft fyrir satt í min eyru, að þér hr. alþ.m. og ritstj. hafið m. a. flutt til- lögu til þingsályktunar, er feli í sér að rannsaka beri brott- flutning fólks úr landinu, og þá sérstaklega tæknimenntaðs fólks, og um leið hvað muni hægt að gera til að koma í veg fyrir slíkan brottflutning. Ég kann yður hr. ritstjóri ibeztu þakkir fyrir flutning þessarar tillögu, en langar til að benda um leið á eftirtalin atriði: Sérmenntaðir menn hafa ekki flutzt úr landi eingöngu ♦ JÓN BERGÞÓRSSON HAFNARFIRÐI. Afmæliskveðja frá Sigur- borgu á áttræðisafmæli. Línur fáar fýsir mig flétta smáar saman. Heilan nái hitta þig hripað frá mér gaman. Afl og máttur aukist þér, yndi þrátt svo vaki, með tuga átta ár hér æviþátt að baki. Um æsku þinnar ísavor ekki sinnir kvarta. Einatt finnir afl og þor við endurminning bjarta. rp’ 1 Hugur bindi bjarta tíð, blíðar lindir hjala, fagrar kindur fjalls í hlíð, fegurst yndi dala. Lífs í hríð var huggun mér hjálpin lýða sanna. Fyrst og síðast þakka þér og þínum blíða svanna. Niðja fjöld og frúnni með fagurt kvöldið lifir. Heila öld þitt hjarta gleð og himins tjöldin yfir. S.B. vegna þess að störf séu betur launuð erlendis, heldur og ekki síður vegna þess að þeir hafa ekki fengið starf við sitt ihæfi, þ. e. a. s. ekki starfa á því sviði, sem þeir hafa aflað sér sérþekkingar. Margir menn hafa næstum að segja verið flæmdir úr landi af þessari ástæðu. Það hefir verið á næstu grösum við þann, sem starfann átti að veita, einhver gæðingur á pólitískum skeiðvelli, sem án lærdóms og fyrirhafnar labb- aði beint í embættið, oftlega til mikils skaða og kostnaðar fyrir þjóðina. Þrátt fyrir þetta eru þó til margir menn, sem hugsa sig tvisvar um áður en þeir yfir- gefa land sitt og þjóð, og þurfa meira en eitt spark áður en gripið er til þess ráðs. En það snart mig óþægilega að í heiðruðu blaði yðar þ. 26. f. m. birtist grein varðandi flugmálastjórnina á Keflavík- urflugvelli, grein full mis- sagna og blekkinga, grein sem er í ósamræmi við þá hugsun er liggur að baki ofanreindrar þingsál.till. í grein þessari segir: Ríkið sparar 1,2 millj. á vellinum og ,,eingöngu var farið eftir starfsaldri og þekkingu við fækkun á mönnum". Náttúru- lega hefir blaðinu verið sagt þetta af einhverjum, en nán- ari upplýsinga ekki leitað. Ég get ekki látið ónotað lengur tækifærið til að leiðrétta mis- sögn þessa, úr því að enginn annar hefir gerst til þess. Ég er nefnilega meðal þeirra ungu og þekkingarsnauðu manna, sem sagt hefir verið upp starfi á Keflavíkurflug- velli. Ég hef unnið þar í nær 14 ár, þar af nær 10 seinni árin hjá íslenzka ríkinu. Menntún mín er flugvallar- fræði, þ. e- háskólapróf í þeim fræðum er lúta að rekstri og stjórn flugvalla. Tel ég rétt að þetta komi fram nú, svo að skattþegnar íslenzka ríkis- ins þurfi ekki að reka upp stór augu í forundran þó að sumir þessir ungu og mennt- unarlausu starfsmenn ríkisins leiti réttar síns eftir þeim leið um, sem tiltækar eru. Ef þér hr. ritstjóri og alþ.m. hefðuð áhuga á því, sem að ó- reyndu skal ekki dregið í efa, get ég sýnt yður og sannað með tölum hvernig unnt er að spara milljónir á Keflavíkur- flugvelli án þess að segja þurfi upp fólki. Ég vil að lokum tjá yður að ég harma það, að mál mitt hef- ir komist inn á vettvang blað- anna, hefði talið hagkvæmara fyrir aðila, að það hefði leysts án þess að dragast inn í hring- iðu stjórnmálanna, en ekki verður við því gert héðan af, Ég vil að lokum nota tæki- færið í trausti þess að þér birt ið bréf þetta hr. ritstjóri, og votta öllum þakklæti mitt, öllum þeim sem hafa veitt mér traust og stuðning í máli þessuí og endurtek að ég harma að það skuli komið á opinberan vettvang. Með þökk fyrir birtinguna. Héðinn G. Jóliannesson flugvallarfræðingur. mMWWWMVVVMWWWW Fegurðar- drottningar valdar í blaði ALGJÖR breyting verð ur gerð á fyrirkomulagi valsins á fegurðardrottn- rngum íslands. Einar Jóns son, sém er umboðsmaður erlendra fegurðarsam- keppna, hefur gert samn- ing við Vikuna, um að þar verði birtar myndir af þátttakendum í keppn- inni. Lesendur blaðsins munu dæma um það með dóm- nefnd, hverjar farr í úr- slitin, sem fara væntan- lega fram í Austurbæjar- bíó. Lesendur blaðsins geta einnig bent á stúlkur, sem þeim finnst til greinakoma sem þátttakendur. Sá, sem bendrr á þá sem sigrar fær verðlaun. KLÚBBURINN Opið í hádeginu. — Skandinaviskt kalt borð — einnig valið um 50 heita og kalda sérrétti. KLÚBBURINN Laugateig 2 - Sími 35355 »■1 2 23. febr. 1961 — Alþýöublaðið UHMUUIlMBIlIgSEaS

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.