Alþýðublaðið - 08.03.1961, Síða 10

Alþýðublaðið - 08.03.1961, Síða 10
Ritstjóri: Örn E i ð s s o n. Sagt eftir leikinn Hallsteinn: Svíar voru miklu betri en gegn Frökkum. Mark- verðir þeirra eru frábærir. — Okkar menn heldu þungir í kvöld, sennilega þreyta. Sýndu þó ágæta kafla. Birgir: Alls ekki slaem út- koma, þó að margt hefði mátt betur fara. Þetta er allt í átt- ina. Markvörður Svía afburða- góður. Dómrainn sæmilegur. Ásbjörn: Góð útkoma, lékum betur en . gegn Dönum, mark- vörður Svía framúrskarandi. Hannes: Lið Svía það sterk- asta, sem við höfum mætt hing- að til. Þegar Svíar leika svona eru þeir ósigrandi. Markvörður Svia langbezti maður vallarins. Okka lið lék ágætan leik eftir atvikum. Wadmark: Svíar gleðjast mjög yfir framförum íslend- inga. Þið lékuð mjög vel, jafn- vel betur en gegn Tékkum. Okk ar lið sýndi sinn bezta leik i langan tíma. Við höfum mjög góða mös'uleika á að komast í úrslit. Markverðir íslendinga mjög góðir, einnig Ragna'r’ óg Karl. — Valgeir. UGGLEGA 18=1 • LEIK íslands og Svía var lýst lítillega í sænska útvarp- inu. Útvarpsmaðurinn sagði að nú hefðu Svíar sýnt sinn bezta leik á mótinu til þessa. Ef liðið sýnir svipaðan eða betri leik á móti Tékkum má gera sér góðar vonir um sig- ur. Sænski útvarpsmaðurinn fór lofsamlegum orðum um ís- lendinga, sérstaklega síðast í síðari hálfleik. Útvarpsmaðurinn átti stutt viðtal við Hannes Sigurðsson form. ísl. landsliðsnefndarinn- ar. Hannes var ánægður með leik íslendinganna, þrátt fyr- ir þennan 8 marka mun. ís- lendingar hefðu að vísu ekki sýnt eins góðan leik og gegn Tékkum og slíkt væri ekki óeðlilegt. íslendingar væru ó- vanir að standa í svona stór- ræðum með stuttu miliibili. Hannes var sórstaklega ánægð ur með gott úthald liðsins. — Svíinn varð mjög undrandi þegar Hannes skýrði frá hinni slæmu aðstöðu íslenzkra hand knattleiksmanna til kenoni og taldi furðulegt, að slíkir af- reksmenn sem íslenzka" liðið gæti náð svona langt við hin frumlegu skilyrði til æfinga og keppni. -fc Essen, gærkvöldi. Enikaskeyti til Alþýðubl. HEIMSMEISTARANIR í handknattleik, Svíar, sigruðu íslendinga hér í kvöld í glæsi- legum leik, þeim langbezta, sem þeir hafa sýnt í heimsmeistara- keppninni til þessa. Lið íslands var skipað sömu mönnum og gegn Tékkum, nema að Her- mann lék í stað Karls Ben., en hann og Magnús Jónsson voru sendir til Krefeld til að ,njósna‘ um leikaðferð liða þar, en fs- land mun mæta einhverju liði í þeim riðli, þegar keppt verður um sæti. Lið Svía var skipað þraut- reyndum leikmönnum, sem tek- ið hafa þátt í heimsmeistara- keppni oftar en einu sinni og SIÐARI HÁLFLEIKUR. ^Svíar byrjuðu síðari hálfleik- inn glæsilega og eftir fimm mínútur er staðan 9:3 fyrir Svía — Hjalti var í marki eftir hlé og varði vel sem fyrr. Gunnlaug ur skorar á 7. mín. og Karl á 9. mjög fallegt mark. Svíar halda Ragnari fruntalega um miðjan hálfleik og aðeins dæmt aukakast, mjög vægur dómur. Svíarnir leika af sama hraða og sýna fullkominn handknatt- leik — taflan sýnir 14:7 á 20. mín. Síðustu 10 mín. voru mjög jafnar og þá léku íslendingarn- ir bezt, • svo að ekki virðist vanta úthald. Úrslit: 18:10 er verðskuldaður sigur Svía. Svissneskur dómari, Freivog- el dæmdi leikinn yfirleitt mjög vel, en hefði þó mátt vera strangari. Mörk íslendinga: Gunnlaug- ur 4 (2 víti), Kristján 3, Einar, Karl og Ragnar 1 hver. Svíar: Aimquist 4, Ahrling', Johnsson, Danielsson 3 hver, Kampenrahl, Knarrström tvö hver, Olsson 1. Svíar sýndu mjög góðan leik, allt annað en gegn Frökkum. —Enginn stend ur þeim á sporði eins og þeir léku í kvöld. Segja má að við höfum slopp ið vel. Sterkustu manna okkar úr undanförnum leikjum var mjög vel gætt. Okkar menn eru nokkuð skapmiklir og léku ekki nógu yfirvegað í kvöld. * OVÆNTUSTU úrslit heims- meistarakeppninnar í gær var sigur Rúmena yfir Þjóðverjum 12:9, en það dugði þeim til að tryggja sér rétt til að keppa um hein^smeistaratitfllnn. ' Danir sigruðu Norffmenn í æsispenn- andi leik 10:9 uðu“ Frakka með 25:6. Tékkar ,,burst- UM FÁTT er nú meira talað en handknatt- leik og hinn ágæta árang- ur íslenzka Iandsliffsins, sem þátt tekur í heims- mcistarakeppninni í Vest- ur-Þýzkalandi þessa dag- ana. Erlend blöð lofa mjög íslenzka liðið, hinn mikla keppnisvilja þess og ótrú- lega gott spil, þegar teltið er tillit til þess, að engin frambærileg íþróttahöll af löglegri stærð er hér. Enn aðrir benda á það, að ís- landi þreyti sjaldan lands- leiki við aðrar þjóðir og þess vegna skorti liftið að sjálfsögðu þá miklu reynslu — sem önnur hafa. Alltaf er lofið gott, en við megum ekki gleyma því að nú verður krafist meira laf okkur í handknattleik á alþjóðavettvangi. Forystu- menn, þjálfarar og leik- menn mega ekki slaka á í gleðivímunni yfir frábær- um árangri. Það verður að halda áfram á sömu braut, þessari aðalbraut íþrótta, til þess að ná sem lengst á alþjóðavettvangi. Þcssi að- albrant er æfing, æfing og aftur æfing, það er hún sem fyrst og fremst skapar árangur í fþróttum. Ekki má heldur gleyma því að hanira á því við forystu- menn þjóðmála og bæjar- ins, að þörfin fyrir sóma- samlegt keppnishús hér í höfuðstaðnum er orðið mál málanna fyrir íþróttaæsku bæjarins. Það mál verður að ná fram að ganga Hið fyrsta, annars eru frekari framfarir óhugsanlegar, eins og formaður landsliðs nefnd'ar, Hannes Þ, Sigurðs son, sagði í viðtali við fréttamann íþróttasíðunnar á HM. — ö. Enn var Karl Jóh. beztur. (leikið fjölda landsleikja. Svíar sögðu, að þeir gætu ekki stillt upp sterkara liði. Virtust Sví- ar vera taugaóstyrkir íyrif leik inn vegna hinna óvæntu frammistöðu íslendinga gegn Tékkum. GANGUR LEIKSINS: Svíar skoruðu fyrstu mörk leiksins á 1. og 2. mín. Síðan kom nokkuð jafn kafli. Ragnar var frír við markteig Svía á 8. mín. en var hindraður gróflega af varnarleikmanni Svía og víta kast var dæmt, sem Gunnlaug- ur skorar örugglega úr. Á 10. mín. var staðan 3:1. Tveim mín. síðar skorar Kritsján glæsilegt mark 3:2. Um miðjan hálfleik qr staðan 5:2. Markvörður Svía varði frábærlega og Sólmundur — sem var í marki íslands í fyrri hálfleik bjargaði einnig mjög vel. Sviar skora á 25. mín. og Einar fyrir ísland á 27. mín. Staðan í hálfleik 7:3 fyrir Svía. Svíar leiika mjög fast, íslend- ingarnir voru taugaóstyrkir og skutu nú oft í tíma og ótíma. Karls Jóhannssonar var mjög vel gætt. íslendingar reyndu um of að senda á línu í gegn um vörn Svía og misstu boltann Unglingarnir sigruðu 56:47 ' oft þannig, ío 8. marz 1961 — Alþýðublaðið Hið nýstofnaða Körfuknatt- leikssamband íslands stóð fyrir keppni í körfuknattleik að Hálogalandi á mánudags- kvöld. Var um að ræða fjáröfl- unarleik vegna fyrirhugaðrar utanfarar landsliðs í þessarri grein. Liðin, sem kepptu að þessu sinni voru úrval „öld- unga“ 19 ára og eldri gegn úr- vali unglinga. — Þegar leikur hófst og liðin röðuðu sér inn á, kom vel í ljós, að unglingarnir voru að jafnaði hálfu höfðinu (hærri en þeir fullorðnu, og hafði það vissulega mikla þýð- ] ingu. Leikurinn byrjaði mjög skemmtilega. Strax á fyrstu mínútu skoraði Guðm. Þor- steinsson fjrrir unglinga, en og sá fyrri, með sprettá ungl- ingaliðsins, sem skoraði 6 stig komust í 8—2, en þá fóru hinir að átta sig og bilið minnkaði. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 18:18, en þá sprettu þeir ungu aftur úr spori og hálf- leikurinn endaði 27:24 þéim í vil. Þessi hálfleikur var heldur vel leikinn af beggja hálfu, hraður, en ekki grófur. Víta- köst nýttust misjafnlega. T. d. tók hinn annars ágæti Hörður (Á) 4 í röð, en ekkert fór í. — í hálfleik sýndi Júdóflokkur Ármanns listir sínar og höfðu menn mikið gaman af. Síðari hálfleikur hófst, eins og sá fyrri, með spretti ung- lngaliðsins, sem skoraði 6 stig áður en þeir gömlu áttuðu sig. Var nú sótt og varist af kappi á báðar hliðar, og þurftu dóm- arar að hafa sig alla við til að haida leiknum niðri. Þessi háíf leikur var ekki eins vel leik- inn og sá fyrri, þó að hann væri spennandi. Liðin skiptust á hröðum upphlaupum, en stund um varð hraðinn þeim ofviða, og knötturinn hrökk út fyrir eða til varnarleikmanna. Ung- lingamir héldu forskOtinu, sem þeir fengu í byrjun hálfleiks- ins og leikurinn endaði með réttlátum sigri þeirra 56:47. Liðin voru mjög svipuð að getu, en unglingarnir réðu bet- ur við hraðann, og höfðu auk þess stærðina fram yfir. í liði unglinga bar einna mest á Þor- sten, sem skoraði 13 stig og átti hlut í fleirum Birgir Birgis skor aði 17 stig og Einar Matth. með 10 stig. í liði öldunga skoruðu mest þeir Hólmsteinn 9 stig Kristinn 9 stig og Lárus með 8 stig. Leikurinn sýndi, að menn eru í góðri æfingu, og enn- fremur að mjög vel hefur tekizt með val manna í úrval lands- liðsnefndar. — Dómarar voru þeir Ásgeir Guðmundsson og Guðmundur Georgsson. Þeir höfðu nóg að starfa, (dæmdu 38 víti í leiknum) og sluppu ágæt- lega frá því. Krjóh.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.