Alþýðublaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 13
Forsetaefni
Framhald b£ 7. síðu.
ákveðnust. Sumir af forustu
mönnum bændaflokksins
: hafa hagt við ,.Arbeider-
bladet“ í Osló, að þeir líti
á tillögu jafnaðarmann sem
einn liðinn í ósáttifúsri og
. bitúrri baróttu jafnaðar-
manna gegn Kekkon-
en persónulega Telja bænda
. flokksmenn einnig, að jafn-
aðarmenn muni reyna að
sameina hægri fiokkana um
sinn framfej rðánda, til þess
að geta ’vo ( baráttu sinni
bent á bændaflokkinn, sím-
oníta og kommúnista sem al-
þýðubandalag (Front popul-
• aire).
Meðal borgaralegu flokk-
anna hafa viðbröggin verið
hógvær, en þó að afstaðan
sé enn nokkuð óljós, má þeg
ar rekja nokkuð j-ákvæð við
. brögð við hinum nýja fram
bjóðanda, ekki hvað sízt hjá
íhaldsflokknunr.
Eitt ern allir sammála
um: tillaga jafnaðarmanna
mun gera stjórnarsamvinnu
jafnaðarmanna og bænda-
flokksmanna enn þá ól'ík-
legri fyrir forsetakosning-
ar. Það er heldur enginn
efi á því. að vegna þessa
nýja viðhorfs mun Kekk-
cnen verða enn umdeildari
forseti en hingað til.
Olavi Honka er 67 ára að
aldri og er þekktux sem ein
hver skarpasti lögfræðingur
landsins. Hann lætur af
störtfum sern dómsmála-
kanzlari í apríi n.k. Ef ætti
að segja, hverju dómsmála
kannzlari samsvari á ís-
landi, mundj það helzt vera
sambland af rikis-saksókn-
ara og oninbers sýslunar
manns. Hann ler með öðrum
orðum æðstí „varðhundur”
laganna í Finnlandi.
Skíðamót
Framhaid af 11. síðu,
eftir ca. 5—6 km. gekk hann
fyrstur og gerði það sem eftir
var göngunnar.
Afrek Guðmundar er sérstak
lega athyglisvert þar sem hon-
um tókst að sigra Svæiií Sveins-
son íslandsmeistarann frá í
fyrra.
Fýrstur í 17—19 ára flokki
var 'GUnnar Guðmundsson
Siglufirði, þarna er á ferðinni
mjög éfnilegur- göngumaður
með sérlega fallegt göngulag
og Spá mín er sú að Gunnar
eigi eftir að vinna afrek á næstu
árum. Gunnar er aðeins 17 ára.
Stefán Steingrímsson Fljót-
um vann 15—16 ára flokkinn.
Stefán er góður göngumaður,
sem ábyggilega hefur úthald
fyrir meiri hraða.
Jón Ásmundsson Fljótum
vann 13—41 á~a flokkinn, hann
gekk mjög rösklega.
Guðin, Árnason.
Framhald
framleiðendumir þurfa að
selja, og er ekkert við þvi
að gera. En yfirleitt er
heillavænlegra flestum kon
um að nota brúnt en svart,
brúnt mýkir og fellur bet-
ur við hinn eiginlega húð-
lit, þar sem svart er of
sterkt og hart.
Augabrúnirnar skyldi
alltaf athuga veL. Yfirleitt
þarf að plokka þau hár,
sem undir sjálfri brúninni
vaxa, niður á augnalokið.
Þessi smáu hár, þyngja
brúnimar og svipinn. En
aðgát skal höfð við það,
sem eftir er. Það fer ekki
öllum konum vel að hafa
bogadregnar augabrúnir,
yfirleitt hæfir andlitinu
bezt að halda fast við það
form, sem augabrúnirn'ar
sjálfar hafa frá náttúr-
unnar hendi, annars verð-
ur svipurinn óeðlilegur og
hjákátlegur, — en drættir
andlitsins ruglast.
Ef efri vörin er heldur
stutt, má fela það ofurlítið
með því að gæta þess að
draga amorboga varanna
ekki of vel upp með vara-
litnum, — sé hakan of
löng má draga varalits-
pensilinn heldur fyrir neð-
an takmörk neðri vararinn-
ar. Sé efri vörin of löng,
má aftur á móti draga
amorbogann upp vel og
greinilega, og sé hakan of
stutt má töfra ofurlítið
með þvi að mála neðri vör-
ina ekki alveg niður.
Það, sem jafnan skal
hafa í huga er, að glata
ekki sínum ergin persónu-
leika.
AÐ leita ráða sérfræðings
öðru hverju.
AÐ gera hvorki of mikið
eða of lítið úr van-
köntum sjálfs sín, en
reyna að bæta þá eftir
mætti og láta síðan
þar . við sitja og loks:
Það, sem mikilvægast er:
Lifa heilbrigðu lífi, hreyfa
sig, hafa hreint loft í
lungunum,
En allt þetta þarf ekki
að taka svo mikinn tíma,
a.m.k. ekki svo mikinn
tíma, sem það iðulega
tekur að tala um það.
springa. Neglurnar á að
sverfa frá hliðunum og
upp og ekki of langt niður
til hliðanna, þar eð nöglin
verður að „hafa undir-
stöðu.“ Að þessu loknu
skal stinga höndunum í
volga sápuupplausn (lúx-
sápuspóna-upplausn), og
bíða í 5 mín. Hendurnár
þurrkaðar, og naglabönd-
unum ýtt upp, eins og jafn
an ber að gera, þegar hend
urnar eru þvegnar og þurrk
aðar. Og nú á að setja ofur
lítið naglabandskrem á
naglaböndin, kremið mýk-
ir þau upp, og ýta þeir síð-
an varlega aftur með tré-
pinna eða bómull, sem
helzt á að vera vætt í
naglabandsvatni. Með
pinnanum er farið um-
hverfis nöglina, — en alls
ekki má skrapa þurra nögl
með stálverkfæri eins og
sumum hættir til. Loks
verður að klippa varlega
þær tjásur, — ef einhverj-
ar eru, sem ekki vilja
hverfa á lempilegri hátt,
en fátt skal svo varast við
handsnyrtingu og sem
klippa naglaböndin meira
en brýna nauðsyn ber til,
þar eð þá verða þau aldrei
eins og vera ber. Loks er
naglabandsvatnið þurrkað
burt, og ef vel á að gera
við hendurnar má nú setja
ofurlitla olíu á neglumar,
en naglaolían er styrkj-
andi. Loks eru neglurnar
burstaðar upp úr sápuvatn-
inu með naglabursta, og
farið með pinnanum með
bómull vaettri í „remover"
yfir nöglina til þess að
vera vissar um, að engin
fita sé eftir. Loks eru
neglumar lakkaðar, — ef
svo á að vera, — og er þá
vænlegast að lakka a. m.
k. tvisvar yfir með aðal-
lakkinu, og loks er gott að
eiga glært yfirlakk til að
setja yfir að síðustu, — ef
listaverkið á að endast vel.
Ef gengið er með lakk að
staðaldri, vilja neglumar
verða gular og ljótar. Til
þess aö spoma við þvi, er
notað glært undirlakk, sem
þá að sjálfsögðu er sett
fyrst á.
Loks á að gæta þess, að
lakkið þomi rækilega, —
og tekur það tuttugu mín-
útur. Bezt er, að lakka
neglurrtar svo sem hálf-
tíma áður en gengið er til
hvílu að kvöldinu. Þá jafn-
ar lakkið sig yfir nóttina
og endist mun lengur.
Handsnyrtingin á annars
að endast, ef hún er vel
gerð, í viku, 10 daga eða
jafnvel hálfan mánuð.
HANDSNYRTING.
—. Neglurnar skulu jafn-
an sorfnar með sandpapp-
írsþjöl en ekki stálþjöl,
þar eð slíkt er of hart, og
neglumar klofna og
FÓTSNYRTING
— Ef vel á að vera, þarf
að þvo fæturna tvisvar á
dag, á morgnana og kvöld-
in. Gæta skal þess, að
þurrka fæturna jafnan vel
að loknum þvotti, — sér-
staklega ber að gaeta þess
að þurrka jafnan vel á
milli tánna, þar sem ann-
ars geta myndazt sár, or-
sakast fótraki o.s.frv. Gott
er að strá svolitlu talkúmi
yfir tæmar, en bera eitt-
hvað mýkjandi krem á fót
leggina, svo sem Nivea-
krem, eða sérstök fótakrem
— ef verkast vill. Krep-
nælonsokkar og nælon-
sokkar yfirleitt eru ekki
hollir fætinum. Nælonið
er svo þétt, að enginn
raki nær að komast í gegn
og krepnælonið þrengir að
fætinum. Meiri hluti
kvenna ganga þó í krep-
nælonsokkum í kuldum,
og tjóar lítið að prédika
gegn því, —■ en þær ættu
að gæta þess að kaupa sér
jafnan heldur stóra en of
litla sokka. Þá halda þeir
minna að.
Enn er nauðsynlegt að
gera sér grein fyrir gildi
þess að skipta oft um skó
daglega. Mismunandi skór
og mismunandi hælahæð
hvílir fótinn, — en nóg
hefur verið um það rætt,
hve hættulegt sé að ganga
of mikið á háum hælum.
Háir, mjóir hælar orsaka
oft ranga stöðu, bakverk
og hryggskekkju, en það er
tilgangslaust að tala um
það bæði við mig og yður.
— Ef taka skal fótabað
heima, fer það þannig
fram: — Fótunum er stung
ið í lúxsápuvatn og staðið
í vatninu í 5 mínútur. Síð
an er annar fóturinn tek-
inn til meðferðar. — Ef
hart skinn finnst undir il-
inni, verður að reyna að
ná því burt með „pimp-
steini“ vættum í sápu-
vatni eða skera það varlega
burt með rakvélablaði eða
öðru slíku áhaldi. (Þá þarf
að gæta mikillar varúðar).
Sé um líkþorn að ræða,
verður í flestum tilfellum
að leita sérfræðings, — ef
ekki duga plástrar. Fót-
vörtur eru slæmur sjúk-
dómur. Ef þær gera vart
við sig, skal þegar í stað
leita sérfræðings og gæta
fyllsta hreinlætis, þar sem
fótvörtur eru bráðsmit-
andi. Fótraki er algengur
sjúkdómur. Til þess að
ráða bót á honum, er
fyrsta skilyrðið að þvo
fætuma svo oft sem mögu
legt er og þurrka vandlega.
Reyna má að væta bómull
á Kölnarvatni og þurrka á
milll tánna eftir þvottinn,
og loks er gott að nota
talkúm eins og áður er
sagt. Enn er gott að þvo
fæturna í formalínsvatni (2
msk. formalinsvatn { 1 1.
vatns). Það tekur of lang-
an tíma að telja upp fleiri
ráð, en loks mætti segja,
að það er sérstaklega inik-
ilvægt fyrir þá, sem þjást
af fótraka, að skipta oft
um skó.
— Þá eru neglurnar
næst á dagskrá. Táneglur
skal jafnan klippa þvert
fyrir. jafna þær síðan með
sandpappírsþjöl. Nagla-
böndum er ýtt aftur, og
neglumar hreinsaðar á
líkan hátt og neglurnar á
fingrunum, — en gott er að
ljúka verkinu með því að
hreinsa umhverfis negl-
urnar með trépinna og bóm
ull vættri í sótthreinsandi
vökva.
Loks eru neglumar
lakkaðar, (ef svo á að
vera), þurrkað með bóm-
ull vættri í Kölnarvatni
milli tánna, — fótleggimir
hafa verið mýktir með
góðu, mjúku kremi, —
kremið er nú þurrkað af,
ef eitthvað er sýnilegt, ef
til vill vilja sumar hressa
sig með því að strjúka of-
urlitlu Kölnarvatni á legg-
ina; talkúm á tærnar, —• og
þar með búið.
----o----
Svo mörg voru þau orð.
Þannig svaraði sem sagt
Irma Sandén, sérfræðingur
kvenlegrar fegurðar, for
stöðukona snyrtisérfræð-
ingaskólans á Kóngsgötu
24, spurningunni :
Hvernig verður
kona falleg ?
En líklega
spurningu
svarað.....
verður
samt
þeirri
aldrei
WWWWWMMMMWMMMMMV
ZANSI-
BAR
Framhaid af 4. síðu.
kynþáttum. Þrír fjórðu eru
af svörtum uppruna, en
þar er meðtalinn kynfiokk-
ur sem er fremur Ijós á
hörund og uppnaflega af
persnesku bcrgi brotinn.
. Þar eru svo um 16% Ar-
Æ abar, 6% Indverjar og nokk
ur þúsund Evrópumenn,
aðallega brezkir að upp-
runa.
Fegurð er rómuð á Zanzr
bar og fjölbreytni mikil
bæði af hnattstöðu eyjar-
innar og hinum mörgu mis
munandi kynflokkum sem
þar búa. Þar eru þröngar
götur elns og í arabískum
bæjum, en samt sterk evr-
ópísk áhrif, og f jölgar þeim
ferðamönnum ár frá ári,
sem leggja leið sína þang-
að.
Almenningsmenntun er
nú að verða sæmrleg og
hefur stóraukizt á siðústu
árum og er búið að koma
á átta ára skólaskyldu. —
Auk baráttu sinnar við
ónóga menntun íbúanna
eiga yfirvöldin við erfitt
vrandamál að stríða, þar
sem malarían er, og er nú
unnið að því að sigrast á
henni.
Alþýðuhlaðið — 8. marz 1961 13