Alþýðublaðið - 09.04.1961, Blaðsíða 4
elg
Blómaúrval
Verður Sinfóníu-
✓ /
a utvaro
SVO SEM blöð hafa skýrt
frá, á Sir<fóníuhijómsveit
íslands við mikla erfiðleika
að stríða, og hefur starfsemi
. hennar legið niðri af þeim
sökum. Kostnaður við hljóm-
• sveitina hefur farið langt
fiam úr tekjum, og skuldir
hafa hlaðizt upp, auk þess
sem hljóðfæraleikarar eiga í
deilu við hljómsveitina og
hafa lagt niður vinnu.
Enda þctt mikið hafi ver-
ið deilt tun, hvort íslendingar
eigi að stefna svo hátt að
ihalda uppi sinfóníuhljóm-
sveit, og það hafi gengið ærið
skrikkjótt undanfarinn ára-
tug, hefur hljómsveitin unn-
ið sér hraðvaxandi viðurkenn
ingu, og væri mikið skarð í
mer.nngarlíf þjóðarinnar, ef
hún hyrfi.
En fyrirtækið er dýrt, og
þar stendur hnífurinn í
' kúnni. Það kostaði síðastliðið
" ár um 4.5 milljónir að reka
hljómsveitina, en tekjur
hennar af sölu aðgöngumiða
voru aðeins 177.000 krónur.
Undanfarin ár hafa ríkið.
Heykjavíkurbær, Ríkisútvarp
ið og Þjóðleikhúsið greitt það,
sem á vantar, eftir sérstöku
Samkomulagi. Nú hefur sá
rammi spnangið. Mun talið
vonlítið, að þessir aðilar
treysti sér til að tryggja nema
liðlega 3,6 milljónir, og vant
<ar því 8—900.000 krónur til
að ná þeim kostnaði, sem
varð við hljómsveitina í fvrra.
Þvi miður hefur farið svo,
að stjórn hljómsveitarinnar
hefur gefizt upp og samþykkt
<að biðia Ríkisútvarpið að taka
‘ við sveitinni. Er það raunar
ekki nýt.t, að gengið sé í sjóði
útvai'psins til að hjálpa öðr-
um stofnunum, án þess að
hugsað sé fvrst og.fremst um
hag þess sjálfs eða útvarps-
hluster.da. Má það furðulegt
■teljast. ef Ríkisútvarpið verð
ur látið taka að sér þennan
rekstur, þegar 'aðrir hafa gef
izt upp. og standa undir halla,
sem getur fljctlega numið
hundruðum þúsunda til við-
bótar við stórfé, sem útrarpið
þegar greiðir til sinfóníunn-
-ar.
Sennilega er hægt að reka
hljómsveitina betur en gert
het'ur verið og lækka kostnað
inn eitthvað frá 4,5 milljón-
um. En það mundi reynast ó-
hjákvæmilegt, að greiða af
dagskrárfé ekki aðeins eina
milljón til hljómsveitarinnar,
eins og reiknað hefur verið
með, heldur stórar upphæðir
þar til viðbótar. Nú er allt
dagskrárféð aðeins 4 milljón-
ir og hlýtur slíkur baggi að
skerða mjög fjárhagsgetu út-
varpsins til annara dagskrár
liða, að ekki sé talað um nauð-
svniegar nýjar sendistöðvar,
sjónvarp eða önnur óleyst
verkefni þess.
Sinfóníuhljómsveitin var
stofnuð fyrir liðlega áratug
með ríflegri hjálp útvarpsins
og naut fyrstu árin rausnar
legs stuðnings þess.
Ái'ið 1953 lagðist starfsemin
niður vegna fjárhagserfið-
leika, og var þá, nákvæmlega
eins og nú, vandanum dembt
í fang útv'arpsins. Var talið,
að útvarpið þyrfti ekki að
borga nema 500.000, en opin
berir styrkir voru þá komnir
til skjalanna. Einu ári seinna
var kostnaður útvarpsins af
hljómsveitinni orðinn 900.000
og hún tók helminginn af öllu
dagskrárfé. Þar að auki varð
útvarpið að greiða á tveim ár-
um 743.000 króna haila af
hljcmsveitinni. Endirinn v'arð
sá, að eftir tveggja ára rekst
ur reyrrdist hljómsveitin út-
varpinu fjárhagslega ofviða,
og starfsemi hennar lagðist
öðru sinni niður. Ætla mætti
eftir þessa reynslu, að brennt
barn forðaðist eldinn, en svo
vúrðist ekki vera.
Það er sjálfsagt, að Ríkis-
útvarpiö styrki ýmsa þætti
menningarlífs í landi.nu eftir
getu, og hlýtur hljómsveitin
að vera þar framarlega í
flokki. Þetta hefur útvarpið
gert ríflega, auk þess sem
gjöld af sölu útvarpstækja
hafa runnið frá útvarpshlust
endum' til hljómsveitarinnar.
En að gera útvarpið eitt á-
byrgt fyrir rekstri sveitarinn-
ar, þar með öllum halla
hennar framyfir núverandi
tekjur, er óverjandi með öllu
frá sjónarmiði Ríkisútvarps-
ins og útvarpshlustenda.
Það er ódrengiieg fram-
koma af tónlistaraðilum, sem
þetta mál snertir, að setja
Ríkisútvarþið uup viö vegg
og segja: Ef útvarpið ekki
borgar það,. sem á vantar nú
og í framtíðinni, er það að
drepa hljómsveitina. Enginn
aðili hefur varið jafn mörg-
um miiljónum til sveitarinnar
og útvarpið, og það er ekki
síður hlutverk annara opin-
berra aðila og einstaklinga að
leysa þetta mál en útvarpsins.
Tvær höfuðleiðir eru til að
tryggja framtíð sinfóníu-
hljómsveitar hér á landi. —
Hin fyrri er að láta hana vera
sjálfseignarstofnun, eins og
hún hefur verið með styrk frá
ríki, bæ, leikhúsi og útvarpi.
Dugandi einstaklingar ættu
að geta lækkað reksturskostn-
að sveitarinnar og þeir ættu
að skipuleggja margþætta
fjáröflun. Og spyrja mætti:
Sendur samtökum tónlistar-
áhugafólks t. d. Tónlistarfé-
laginu, ekki nærri að taka ein
hvern þátt í að bjarga hljóm-
sveitarmálinu? Getur sin-
fónían ekki fengið hóp styrkt
arféiaga eins og karlakóram-
ir? Væri ekki hægf að fá 500
fyrirtæki og einstaklinga til
að greiða styrktargjöld og fá
þannig nokkur hundruð þús-
und? Vilja tónskáldin í Stefi,
sem fá 700.000 kr. á -ári frá út-
varpinu, leggja eitthvað af
því í hljómsveitina? Er ekki
hægt með fiörlegri rekstri að
fá meira en 177.000 í tekjur
af aðgöngumiðum?
í Bandaríkjunum eru, sam
kvæmt upplýsingum- Sam-
bands sinfóníuhljómsveita
þar í .landi, um 700 hljóm-
sveitir, flestar í litlum horg-
um, og fá enga ríkisstyrki. —
Hvernig fara þær að lifa? Er
AfsOoorin blóm, Rósir, Tulipanar, Páskaliljur, íris
o. fl. — Pottablóm alls konar — Pottamold -—
Blómsturpottar — Blómaáburður — Blómagrindur
o. m, fl. ....
Blóma- og grænmetismarkaðurinn
Laugavegi 63.
Blómaskáiinn |
við Nýbýlaveg- og Kársnesbraut
Ath.: Blómaskáiinn er opinn frá kl. 10—10.
Góö afgreiðsla — Reynið viðskiptin.
BLÓIV3ASKÁLINN
Slysavarnadsijdin Hraunprýði
heldur fund
þriðjudaginn 11. apríl kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu*
Venjuleg fundarstörf. — Skemmtiatriði úr
kvöldvökunni o. fl. — Kaffidrykkja. — Konur
fjölmennið. Stjórnin,
Áskriftarsímh n er 14900
ekki hægt að læra eitthvað af
þeim — i stað þess að gefast
upp?
Hin leiðin er að gera hljóm
sveitina að opinberu fyrir-
tæki, setia um hana lög og
láta ríkisvaldið taka að sér
ábyrgð á að sjá henni far-
borða. Sú leið er farin víða
um lönd, og þarf ekki að
hindra, að bær, útvarp og
leikhús leggi ríflega til sveit
arinnar. Alþingi hefur reynzt
•rausnarlegt við tónlistina og
veitir nú á aðra milljón til
ýmissa aðila hennar, auk 10 %
skemmtanaskatts og hluta a£
ágóða viðtækjaeinkasölu til
sinfóníunnar, sem einnig er
á aðra milljón. Væri til dæmis
noklcuð eðlilegra en að skatt
ar og tollar af hljómplötum,
og hljóðfærum rynnu til
sveitarinnar?
Af öllu þessu er augljóst, að
hér er ýmissa kosta völ, en
hinn óréttlátasti og' óhyggileg
asti er sá, sem nú er verið að
reyna: að leggja vandann all-
an á útvarpið og takmarka
þannig möguleika þess til að
veita hlustendum sínum þá
margvíslegu aðra þjónustu,
sem því ber.
CULDMEDALJE Itlt
MANDALSUTSTILUMCEN
CULDMEDALJE ItM
TILONÖELACSUTSTILLINCEN,
Orund 1.1775
Mandals Reberban
Grundll775
Christiansen&Co.i
Uarrmrrhs
Uarx»m«rkj»
- UTGERÐARMENN -
Höfum ávallt fyrirliggjandi:
5 mm línuás
7 mm iínuás
9 mm færaefni létt-tjargað
Sísalbindigarn, 3 þætt og 4 þætt
6 mm línuás
Uppsetta línu
Netatóg, allar stærðir
Spyrðubandaefni
Verzfíð þar sem verSið er hagkvæmast.
L. ANDERSEN H.F.
Hafnarhúsmu — Reykjavík — Sí Tiar 13842 og 38210.
9. apríl 1961
Aljríöublaðið