Alþýðublaðið - 12.04.1961, Síða 1

Alþýðublaðið - 12.04.1961, Síða 1
SLAGSMAL Einkaskeyti til Alþýðublaðs ins. Grimsby í gær. TOGARINN Boston Vangu- ard rauf verkfall yfirmanna kl. 4 í dag. Urðu af því tilcfni ógurleg læti hér við höfnina, eins og vænta mátti. M. a. börðu verkfallsverðir stýri- mann og háseta á Vanguard. Boston Vanguard er fyrsti togarinn sem brýtur verkfallið í Grimsby, en nokkrir togarar frá Hull rufu verkfallið þar meðan á því stóð, eins og kom ið hefur fram í fréttum. Geysileg- læti voru Mér í dag út af þessu verkfallsbroti og cru yfirmenn á togurum eink- um reiðir. Kyrrt var hér í dag, þegar Hafnarfjarðartogarinn Ágúst lagðist að bryggju. Togarinn mun landa kl. 12 í kvöld, þriðjudag, og er búizt við að löndunin fari fram án þess að til átaka komi. — Björn. íslenzkur í Grimsby Mynd þessi er frá Grims by og birtist í Times, London 7. apríl. íslenzkur togari liggur við bryggju tilbúinn til að landa. Mcnnirnir sem standa á hafnarbakkanum eru yf- irmenn á brezkum togur- uni og fulltrúar togara- fyrirtækja. Sem sjá má eru lögreglumenn einnig á gangi á bryggjunni. WWWWWW/^ftWWIWWWÉÍ^ Ekkl bung hergögn New York, 11. aprál. (NTB—AFP). Öryggisráð SÞ ákvað > dag að biðja Israelsmcnn að nota ckkj þung hergögn í hinni fyr irhuguðu hersýningu í Jerúsa lem 20. apríl næstk. 8 voru með, 3 sátu hiá. Arabíska sam bandslýðveldið og Ceylon báru tillöguna frani- Vopnáhlés nefndin fyrir Palestínu hefur Iíka borið fram slíka beiðni. Grimsby- menn æptu á íslendinga: BLAÐAMAÐUR Alþýðublaðs ins, Björn Jóhannsson, símaði eftirfarandi frá Grimsby í gær: ÞIÐ ERUÐ EKKI VEL KOMNIR hér öskruðu sjómennirnir á brezka tog anum Grimsby Town, er Þorkell máni mætti togar anum á leið sinni til Grimsby í gær. Létu brezku sjómennirnir ým is óákvæðisorð falla í garð skipverja á Þorkatli mána. Þorkell Máni lagðist upp að bryggju um kl. 1 eftir hádegi. Var þá mikið kurr í löndunar mönnum og mikil óvissa ríkti um það hvort þeir myndn fást tii þess að losa Þorkel Mána eða ekki. Þórarinn Olgeirsson átti langan fund með löndunar mönnum strax um morguninn og fékk hjá þeim loforð fyrir því, að þeir myndu landa úr togaran um. En síðar um daginn, eftir að Þorkell Máni var kominn inn, virtlust löndunarmenn vera að snúast aftur, en Þórarni tókst þá aftur, að fá þá til þess að halda fast við loforð sitt um að landa. HÖFNINNI LOKAÐ Miklar varúðarráðstafanir Framhald á 15. síðu. ÞAÐ er mikið um að vera hjá nemendum 12 ára bekkjar Kópavogsskóla í gær. Þá fór fram hin árlega skemmtun þeirra sem fulln aðarprófi ljúka, Meðal skemmtiatriða var leikritið „Draumurinn hennar Dísu“ . Leppalúði vakti mikla athygli, en hann var leikinn af Steini Hermanns syni, Hérna sjáum við hann fetta sig og bretta fyrir framan spegilinn í búnings herberginu, áður en hann fór, inn á sviðiö. wwwMwwwwwwm Góð sala Víkings TOGARINN Víkingur frá Akranesi seldi afla sinn í Hull í gærmorgun. Var Víkingur me® 4006 kits og fékk 16,027 stei* lingspund, sem er ágætis salia. BlaSið hefur hlerað: AÐ Flugfélag íslands hafi í hyggju að taka á leigu í Bandaríkjua um Skymasterflugvél til að annast Græn landsflugið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.