Alþýðublaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 1
:■ - 42. árg-. — Laugardagur 15. apríl 1961 — 85. tbl. Hæstirétt- ur afsegir veriandann DÓMENDUR Hæstarétt- ar samþykktu í gær, að leysa Guðlaug Einarsson hdl. frá störfum^em verj anda Magnúsar Guð- mundssonar í „morðbréfa málinu“. Hér fer á eftir ályktun sú er dómendur hæstaréttar gerðu: „Með því að Guðlaugur Ein- arsson héraðsdómslögmaður skipaður verjandi í hæstaréttar análinu nr.. 34/1961: Ákæruvald ið gegn Magnúsi Guðmundssyni, hefur rækt starfann þannig, að óviðunandi er, þá er hann sam- kvæmt 84. gr. laga nr. 27/1951 sbr. 2, mgr. 9. gr. laga nr, 61/ ÞESSI væni þorskur á ef til vill eftir að fara á borðið hjá neytendum er- lendis í formi trlbúinna fiskrétta úr íslenzkum fiskverksmiðjum. En það eru mörg handtökin í sambandi vrð bá um- breytingu aflans. Skip- verji á vélbátnum Heimi frá Grindavík er að skrpa upp afla. (Mynd: St. Nikulásson). 1942, lestur frá starfanum. IHOLLANDIAD HEFJAST Jafnframt verður ákærða Magnúsi Guðmundssyni skipað ur annar verjandi, eítir að hon- um hefur veriff gefinn kostur á að velja sér verjanda úr liópi hæstaréttarlögmanna". YFIRLÝSING FRÁ MAGNÚSI GúÐMUNDSSYNI í gærkvöídi barst svo blaðinu yfirlýsing frá Magnúsi Guð mundssyni, ákærða í málinu, þar sem hann lýsir því yfir, að hann muni ekki vilja og aldrei viðurkenna neinn annan verj- anda en Guðlaug Einarsson. Seg ist Magnús ekkj heldur tala við nokkurn lögmann né rétt, varð andi þetta mál, nema Guðlaugur öðlist sína fyrri aðstöðu. HLme Blaðið hefur hlerað: AÐ pöntuð hafi verið frá Ameríku ný lúxusbif- reið fyrir forsetaembætt »'ð vegna væntanlegrar heimsóknar Noregskon- ungs næsta sumar. SÖLUMIÐSTÖÐIN hyggst reisa fullkomna verksmiðju til fram- leiðslu á tilbúnum fisk- réttum úr íslenzku hrá- efni í Hollandi. Á verk- smiðjan að selja fram- leiðslu sína á meginlandi Evrópu. Byggingafram- kvæmdir munu inú að hefjast. Undanfarin ár hefur Sölumið stöðin rekið verksmiðju í Eng landi skammt frá London, en sú verksmiðja hefur aðeins fram- leitt fyrir enskan markað, enda tiltölulega lítil framleiðsla þar. Auk þess hefur Sölumiðstöðin, sem kunnugt er, verksmiðju í Bandaríkjunum fyrir bandarfsk an markað, en algerlega hefur vantað sambserilega verksmiðju fyrir markaðinn á meginlandi Evrópu. Er alllangt síðan ákveð ið var að reisa verksmiðju í Hol landi fyrir þann markað og hef ur verið unnið að undirbúningi málsins síðan. FULLKOMIN VERKSMIÐJA Verksmiðjan í Hollandi mun verða af fullkomnustu gerð og með beztu verksmiðjum sinnar tegundar. Verður verksmiðjan staðsett mjög nálægt landamær um Þýzkalands. Munu íslending ar á þennan hátt komast inn á markað sex-veldanna, sameigin lega markaðinn. Tollar á hráefn ER BORMANN Á LÍFI ? Frankfurt, 14. 4. (NTB REUTER). Dr. Fritz Bauer, hinn op inberi saksóknari í Frank furt, kveðst sannfærffur um aff Martin Bormann, staff gengili Hitlers, sé enn á lífi. Þá hefur hann tilnefnt neffanjarðarhreyfingu, sem hann telur hafa hjálpað mörgum stríffsglæpamönn um til aff flýja frá Þýzka landi eftir stríff. inu eru tiltölulega lágir, en ætti að flytja tilbúna fiskrétti til ein hverra landa sameiginlega mark aðsins myndu svo háir tollar teg-gjast á þær vörur, að slík verzlun myndi ekki borga sig. HÖRÐ SAMKEPPNI Samkeppni verður þó mjög , hörð á meginlandinu þar eð sterk fyrirtæki hafa náð fótfestu á markaðnum. Nýútkomið ein tak af Frost, tímariti SH, segir t. d. nokkuð frá fyrirtækjum þeim, er selja fryst matvæli í Þýzkalandi Er eitt sterkasta fyr irtækið þar „Solo Feinfrost GmbH“, sem tilheyrir Unilever Company og notar vörumerkið Bird’s Eye Ltd í Bretlandi hefur Bird’s Eye unnið 65—70% af markaðnum og gerir það sér von ir um mikla aukningu í Þýzka landi. Nokkur þýzk fyrirtæki veita þó Solo harða samkeppni. Einkum er þar um að ræða fyrir tækið „Anta Tieíkúhlkost GmbH“, sem tilheyrir hinni sterku Oetker samsteypu, er sel ur beint til smásöluverzlana. VERKSMIÐJAN VE-STRA STÆKKUÐ Þá hefur AlþýðublaðiS frétt að ákveðið hafi verið að stækka verksmiðju Sölumiðstöðvarinn ar í Bandaríkjunum. Var í fyrstu ætlunin að byggja nýja verk- smiðju i Texas, en nú mun hafa verið horfið frá því og ákveðið að stækka fremur verksmiðjuna í Nantieoke. Jónsstofnun að MMMMMMMMMMMMMMMHV

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.