Alþýðublaðið - 03.06.1961, Blaðsíða 2
iítftJórar: GlsU J. Astþórsson (6b.) og Benedlkt urðndal. — Fulltrúar rlt-
, rKöniar: Slgvaldl Hjálmarsson og IndriSl G. Þorsteinsson. — Fréttastjórl:
í pSjðriivin GuBmund n. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasím)
i MIWS. — ASsetur: AlþýSuhúsiS. — PrentsmiSja AlþýSublaSsins Hverfis-
! Jtetu 8—10. — Askrittargjald: kr. 45,00 6 mánuSl. í lausasölu kr. 3,00 eint
'taaíand.' AlþýSullok urinn. — Framkvœmdastjóri: Sverrir Kjartansaoo
Furðuleg vinnubrögð
! ÞAÐ ER FURÐULEGT, að svo mikilvægar kosn
íngar, sem fram hafa farið í verkalýðsfélögunum,
skuli vera framkvæmdar á kæruleysislegan og
ólýðræðislegan hátt. Stjórnum félaganna var fal
ið að sjá um kosningarnar, og er ekki vitað til,
að nokkurs konar eftirlit hafi verið með þeim
!haft.
| Taka má Dagsbrún sem dæmi. Stjórn félagsins
i var heiftarlega andstæð miðlunartillögu sáttasemj
ara, og með því að sjá sjálf um kosninguna, gat
ihún beitt margvíslegri aðstöðu til að hafa áhrif á
úrslitin. Stjórnin skipaði eintóma kommúnista
til starfa vi® atkvæðagreiðsluna. Hún ein hafði
kjörgögn með höndum, hún ein hafði félags
mannaskrá og gat gert þær æfingar á því sviði,
sem henni sýndist. Loks gátu þessir herrar og
kommúnistum er vel trúandi til þes) látið kjósa
fyrir fjölda félagsmanna, sem ekkí mættu sjálfir,
og þannig fyllt kassana af ,,réttum“ atkvæðum,
áður en sáttasemjari fékk þá til talningar.
Þegar þetta var skrifað, var ekkert vitað um
oiðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Hins vegar var
augljóst, hvort sem kommar eða aðrir hafa mis
notað aðstöðu sína eða ekki, að Uí'kt fyrirkomu
lag getur -ekkii verið á veigamikilli atkvæða
greiðslu í lýðræðislandi. Lágmarkskrafa er sú, að
sáttasemjari skipi trúnaðarmenn til að kanna kjör
skrár og fylgjast með þeim, svo og til að hafa
! eftirlit með atkvæðagreiðslunni.
Heimsókn lokið
HEIMSÓKN ÓLAFS V. Noregskonungs er lok
ið, þótt hann dveljist í landinu enn einn dag og
hafi boðið gestum með sér í siglingu á skipi sínu
og ferð um Borgarfjörð. Almenníngur hefur sýnt
þessari heimsókn mjög mikinn áhuga. Hvarvetna
hefur verið ótrúlegur mannfjöldi, þar sem kon
ungur ál)ti að sýna sig. Hvað sem líður hinu venju
lega nöldri, sem hér heyrist svo oft, virðast ís
lendingar hreint ekkiJ hafa minna gaman af kon
ung'sheimsókn en aðrar þjóðir.
Fáir ivita, hversu mikil vinna, hversu margþætt
ur undirbúningur og hversu erfið skilpulagning
liggur að baki slíkri heimsókn. Það kostar mikið
' átak að láta slíkan atburð fara fram snurðulaust
og eftir áætlunum. Þetta hefur tekizt með ágæt
um í þessari heimsókn, og eiga þeKr embættis
menn, sem annazt hafa undirbúninginn, þakkir
skyldar. Tvennt hefur komiið þeim til hjálpar til
að gera heimsóknina sérstaklega :nægjulega:
Igott veður — og eihstök hlýja almennings í garð
gestsins. Alþýðublaðið hefur hlerað, að hann sé
sjálfur mjög ánægður og hrifinn af móttökunum.
OLYMPIA OLYMPIA OLYMPIA
Opnum í dag
Á LAUGAVEGI 26
Mikið úrval af:
Lífstykkjavöru — Undirfatnaði — Sokkum.
i
(WSqjmjpm
Laugavegi 2G.
Sími 15 18 6.
Hannes
h o
r n i n u
☆ Frostið og stormur
inn sviðu vorgróður
inn.
☆ Hver geri hreint fyr
ir sínum dyrum.
Starfsreglur fyrir bif
reiðasala.
BJARNI á Laugarvatni sagði
við mig í gaer, þegar ég spurði
hann um það hvort ekki væri
allt orðið grænt í Laugardal.
„Jú, að vísu, en blöðin féilu af
trjánum og grasið sölnaði í kast-
inu. iFrost var um nætur en
stormurinn svéið og deyddi.
Trén bera ekki sitt barr eftir
þetta kast á sumrinum, nema ís-
lenzlca birkið, það stenzt öll
hret_ I>að er harðgert og það er
íslenzkt“„ Þetta þóttu mér slæm-
ar fréttir, því að mér þykir vænt
um Laugardal og þar kem ég á
hverju sumri.
FÓLK stendur í erfiðleikum
imeð garðana sína. Það hafði sett
niður blóm og annan nýgræðing,
en hretið lagði margt að velli,
jafnvel blöðin á Alaskaöspinni
urðu svört og mér er sagt, að það
sé mikið vafamál, að hún nái sér
aftur til fulls í sumar. — Þetta
er skelfing sárt. Það er alveg
eins og eitthvað fölni í sálinni
í vorhretum um leið og nýgræð-
ingurinn hnígur að moldu. Þann
ig er það ekki á haustin. Þá er
koma dauðans í náttúrunni svo
eðlileg.
IIVER og einn geri hreint fyr-
ir sínum dyrum. — Á miðviku-
daginn ræddi ég nokkuð um á-
hrif verkfallsins á ýmis störf í
bænum. Þá minntist ég á það,
að verkfallsstjórnin hefði á-
kvarðað að stöðva ekki, a. m. k.
fyrst um sinn, sorphreinsunina
---og taldi ég þetta rétta stefnu
hjá stjónn vinnustöðunarinnar.
En mér láðis að geta þess, að
hreinsun gatna hefur verið stöðv
uð, Það er aðeins sorphreinsun
fráhúsum sem leyfð hefur verið.
SVÖÐVUN gatnahreinsunar-
innar hefur þau áhrif, að nú 'er
bærinn að fyllast af rusli og vek-
ur mestu furðu hversu fljótt sést
þegar gömlu mennirnir sem sjá
um gatnahreinsunina, hætta
störfum. En hvað sem því líður,
er full ástæða til þess nú að
biðja fólk um að gera hreint fyr-
ir sínum dyrum. Sópið göturnar
og hirðir ruslið — látið það
t d. í öskutunnurnar. Við
skulum reyna að 'halda eins vel
í horfinu óg frekast er unnt.
BORGARI skrifar: „Mér
finnst það undarlegt að ekkl
skuli hafa verið settar neinar
sérstakar reglur um nýjan at-
vinnurekstur, sem mjög hefur
aukizt hér í bænum hin síðustu
ár og gerzt æ fyrirferðarmeiri.
Ég á hér við bifreiðasölurnar.
NÚ MUNU vera starfandi hép
í bænum um tuttugu bifreiðasöl-
ur og valda því umstangi víða
í bænum, umferðatruflunum og
öðrum erfiðleikum. En sleppum
því Hins vegar virðist sjálfsagfi
að þessum atvinnurekstri verði
settar fastar reglur til þess að
starfa eftir.
ÞAÐ virðist til dæmis ekki ná
nokkurri átt, að bifreiðasala fari
ekki eftir neinum reglum umj
starfstíma. Einstaka bifreiðasal-
ar hafa t. d. tekið upp á því að
hafa opið öll kvöld og um allar
helgar þetta veldur truflunum f
I umhverfi þessarar umsvifamiklu
I kaupmensku og auk þess er það
alltaf rétt að setja atvinnurekstri
einhverjar reglur til þess að fara
eftir. Eg skora því á yfirvöldin
að bifreiðasölunum verði nú þeg
ar settar ákveðnar starfsreglur“.
Hannes á horninu.
Kvennaskóla
slitið í 87. sinn
Verðlaun úr Minningarsjóði
frú Þóru Melsteð hlaut Sigrún
Ásgéirsdóttir, 4 bekk Z. Eru
þau veitt fyrir ágæta ásiundun
og glæsilegan árangur við bók
legt nám. Rag.nheiður Karlsdótt
ir 4 bekk C hlaut einnig verð
laun fyrir ágætan námsárangur á
lokaprófi. Vcrðlaun fyrir beztu
frammistöðu í falasaumi voru
veitt úr Verðlaunasjóði frú Guð
rúnar J. Briem. Þau verðlaun
hlaut Sigrún Bjarnadóttir, 4.
bekk Z Verðlauti úr Tho:nsens
sjóði fyrir beztan árangur í út
saumi htaut Ásdís Sæmundsdótt
ir 3. bekk C. EIIi og hjúkrunar
heimilið Grund veitti námsmeyj
un- Kvennaskóians verðlaun, —
Var það íslendingasaga Jóns J6
hannessonar veilt fyrir beztu ís
lenzku prófritgerðius. Sólveig
Ingvarsdóttir 4 bekk Z hlaufc
þáu verðlaun.
Námsstyrkjum var úthlutað f
lok skólaársins til efnaiítilla
•námsmeyja, úr Systrasjóði nám3
meyja 12,000,00 kr. og úr Styrkt
arsjóði hjónanna Páls og Þóru
i Frh. á 14. síðu.
2 3. júní 1961
Alþýðublaðrð