Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1961næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Alþýðublaðið - 03.06.1961, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.06.1961, Blaðsíða 9
ram sann- i þeir hafi :um áfeng vað að ó- n drukk- kvenrétt- anst nóg taumana. t sérstök- tum, sem ð vernda i fyrir á- nanna og drukknir ekki yfir Nýkomið J Ný „kynbombu- drottning" Þeir banna sér í Holly- wood og kvarta yfir því, að alltof lítið sé nú um IjósbærSar kynbombur í kvikmyndaborginni. Betty Grable hefur sungið sitt síSasta vers, Marilyn Mon roe hefur flutzt búferlum til New York, Lana Turn- er leikur ekkert annaS nú orðið en rosknar frúr og ráðsettar og loks sér Jayne Mansfield ekki sólina fyrir Hargitay og virSist hafa lagt árar í bát. En Paramount kvik- myndafélagið er bjartsýnt og telur sig hafa fundið arftaka „gömlu“ kyn- bombudrottninganna. — Stúlka sú, er um ræðir heitir Stella Stevens og er sögð koma langhelzt til greina í arftakahlutverkið. Hún er sögð vera gædd kynþokka MM, hafa barm á við Jayne, og allt að því eins mikla leikhæfileika og þær Grable og Turner. Og sagt er að nú vanti hana aðeins viðurkenningu karl mannanna, svo að hún fylli í hlutverkið. Og Paramount vinnur ó- spart að því og lætur ekki sitt eftir liggja. _ * MM TALSMÁTI I tveim síðustu myndum hennar er klæðnaðurinn eins „djarfur“ og framast er unnt og kvikmyndaeft- irlitið leyfir. Stella segir, að bæði hlutverkin kunni að vekja deilur. í annarri myndinni sé hún drykk- felld og vergjörn og í Klerka- kvabb Klerkar á Nýja Sjálandi hafa farið þess á leit við stjórnina þar, að hún gangist fyrir því, að eftir liti verði komið á um hljómplötur. Þá biðja klerkarnir stjórnina að hefja herferð gegn þeim, sem grafa undan siðferðis- þreki þjóðarinnar, yngri sem eldri. hinni myndinni sé hún jazz-söngkona, sem leitar að einhverjum til að elska. Og í viðtali við UPI-blaða mann bætti hún við í stíl við það, sem Marilyn Mon roe varð fræg fyrir: „Hin stúlkan elskar alla.“ Herskátt mannkyn Síðan árið 3600 fyrir Kristsburð hefur friður ríkt á jörðunni í aðeins 292 ár. A þessum tíma hefur mörg hildur verið háð — eða alls um 14.531 styrj- öld, sem kostað hafa 3.640.- 000.000 lífið í beinum vopnaviðskiptum að því er sögulegar heimildir herma. Efnaleg verðmæti, sem farið hafa forgörðum í stríðum þessum eru álíka mikil og 156 metra löng og 10 metra breið gullkeðja. Með öðrum orðum; 12 000- 000 000 000 000 000 ísl. kr. Síðan 659 f. Kr. hafa verið 1656 vígbúnaðarkapp hlaup, þar af hafa aðeins 16 þeirra lyktað með styrj- öld. Hin leiddu til algers hruns efnahagslífs og þjóð- félagslífs annars eða beggja aðila. Þetta stafar auðvitað af hinum geysilegu efna- hagsbyrðum, sem vígbún- aðarkapphlaup hafa í för með sér. SAMTÍNINGUR Rússneskur heimskauts- leiðangur hefur rekizt á 11 nýlendur byggðar af 150 þús. mörgæsum. Þetta styður fyrri kenningar um að mörgæsirnar lifi í litl- um, einangruðum nýlend- um, segir í Tass-skeytum. ★ Jkr Séra N. P. Junod frá Pretoría, S.-Afríku, lét ný- lega af kapelánsstörfum við Pretoriafangelsi eftir 30 ára dygga þjónustu. Á þessum tíma hefur hann sungið yfir 800 mönnum áður en þeir voru leiddir í gálgann. Prestur þessi hefur nú harðlega fordæmt kyn- þáttastefnu Suður-Afríku stjórnar eftir „40 ára póli- tíska þögn“ eins og hann orðaði það. ★ Demantshálsfesti frá 18. öld, talin eign frönsku drottningarinnar Marie An toinette, var nýlega seld í Lundúnum á ca. hálfa milljón íslenzkra króna. HMVMWWmttMHVHW KENNEDY forseti er býsna snjall í mat argerð eins og fyrir- rennari hans, Eisen- hower, reyndar líka er. Ameríski millj- ónamæringurinn og „eldhúsarkitektinn“ Smock segir að Ken- nedy þyki sérstak- lega gaman að steikja buff. — Hjá Smock hefur Ken- nedy pantað eldhús upp á ca. 110 þús. kr. Á að koma því fyrir við hliðina á svefn- herbergi forsetans svo að stutt verði að skreppa ef hann skyldi langa í eitt- hvað í gogginn þegar hann vaknar upp á nóttunni. ÞYZKAR BARNAPEYSUR Verð frá kr. 88,25. DÖNSK PRJÓNAFÖT á drengi. — Verð kr. 162,00. Mikið úrval af telpugolffreyjum Verð frá kr. 117.00. Verzliinfti Ása Skólavörðustíg 17. — Sími 15188. AND VA Tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Hins íslenzka þjóðvinafélags. 1. hefti 1961 er komið út. E f n i : j Gísli Guðmundsson; Þorkell Jóhannesson háskóla- rektor Hannes Pétursson: Sigið í Heiðnaberg Einar M. Jónsson: „Að fortíð sikal hyggja“ Kristmann Guðmundsson: Saiga um hamingju Þorsteinn Valdimarsson: Sprunginn gítar Bjar/ii Einarsson: ,,Að ósi Skal á stem!ma“ Hannes Pétursson; Þýsík áhrif á íslenzkar bók- mtenntir Sigurður Pétursson: Rímur og raunvísindi Uno von Troil: Bréf frá íslandi Björn Sigfússon: VaxtaráæVlun vegna mannfjölda, Gísli Helgason: Andmæli við ritdóm Bjarni Benediktsson: Ritsj'á .. • • Félagsmenn í Reykjavík, sem því geta við^ komið eru vinsamlegast beðnir að vitja: heftisins í afgreiðsluna, Hverfisgöíu 21. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og ÞjóSvinafélagsins. Próf í pípulögnunt Pípuiagningameistarar, sem æltlla sð láta nemend- ur sína ganga undir v’erkleg próf í júní 1961, sendi Iskrilflega umsókn ti’l formanns prónefndar B!enc>- nýs KristjániSsonar, Heiðargerði 74, fyrir 8. júní n. ■k. Umsófcninni skal fylgja: 1. Nánxssammngur. 2. Fæðingar- og skírnarvottorð nemandans. 3. Vottorð frá meistara um, að nemandinn hafi lok- ið verklegum námstíma. 4. Burtfaraskírteini úr Iðnskóla. 5. Prófgjald kr. 800,00. Prófnefndi/). Alþýðublaðið 3. júní 1961 g)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 122. Tölublað (03.06.1961)
https://timarit.is/issue/165375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

122. Tölublað (03.06.1961)

Aðgerðir: