Alþýðublaðið - 03.06.1961, Blaðsíða 4
JÞÁ ER Suður-Afríka orðin
sjálfstætt lýðveldi -og farin úr
brezka samveldinu, vígð þeirri
hugsjón, að apart'heid skuli þar
ríkja. Innan ríkisins eiga að
rísa mörg, meira eða minna
sjáifstæð ríki, sem eiga, sam
kvæmt kenningu dr. Verwo-
erds og félögum hams, að gefa
körlum og konum af ýmsum
kynþáttuim og litarháttum tæki
færi til að þróast, eins og guð
hafði ætlað þeim að þróast.
Tæplega hefur nokkurt lýð-
veldi verið stofnað við svo erf-
iðar aðstæöur. Með stefnu sinni
hefur Verwoerd ekki aðeins
tekist að koma sér út úr húsi
hjá öðrum aðildarríkjum
brezka samveldisins, heldur
hjá velflestum öðrum ríkjum
heims. Spurningin, sem nú er
á ílestra vörum, er hve lengi
þetta þröngsýna viðhorf í kyn-
þáttamálum getur staðið og
hvenær má búast við því, að
skynsemi fái að komast að í
þessum málum suður þar, ef
þess er þá yfirleitt að vænta.
Það vaníar ekki, að Suður
Afríkustjórn sé ánægð með sig
á þessum tímasmótum. Hún seg
ir, eins og ýmsir leiðinda kar-
akterar, sem við þekkiuni úr
daglegu lífi: „Hvað sagði ég
ekki!“ og bendir á ástandið í
ýmsum fyrri nýlendum Breta,
Frakka og Belgíumanna, á vax
andi óróa á þeim stöðum, sem
enn eru undir stjórn hvítra í
Afríku, og áberandi frávik frá
grundvallarsjónarmiðum lýð-
ræðisins í sumum þeim lönd-
um, sem svartir hafa tekið
v:ð stjórn í. Og til samanburð-
ar bendir hún á ástandið í Suð-
ur-Afriku sjálfri, þar sem
„vandræðagemsar“ og „undir-
róðursmenn" eru geyimdir und
ir lás og loku, svo að þeir geti
ekki haft áhrif á efnahagslíf
þessarar vaxandi og velmeg-
andi þjóðar.
Afríkanar halda því fram, að
kenning þeirra um aðskilnað
kynþáttanna sé kristileg kenn
ing, sem hafi verið afflutt og
rangtúlkuð af vondum blaða-
mönnum, erlendmn og innlend
um, og öðrum óvinum ríkis
þeirra. Þessu hafa þeir haldið
fram allt frá því, að dr. Malan
sigraði Smuts, hershöfðingja,
í kosningunum 1948, en þá
hófst sú þróun í kynþáttamál-
um Suður-Afríku, sem síðan
hefur þróazt þar með Vaxandi
krafti, Þegar öll önnur rök
þrýtur hafa þeir líka haldið
því fram, að öll andstaða við
þá og stéfnu þeirra, a. m. k.
frá Bretum, stafi af reiði yfir
því, að hinn mikilsvirti Búi,
Jan Smuts, beið iægri hlut í
fyrrnefndum kosningum
Þeirri ásökun svara flestir
Bretar þannig, að ósamkomu- I
lagið við suður-afrísku þjóð- ;
ernissinnana stafi ekki af því,
að Smuts sem slíkur hafi beðið
lægri hlut, heldur af því, a‘ð
maður með ferskar hugmvndir
hafi verið settur utan garðs.
en klukkan og þróunin jafn-
framt verið stöðvuð árið 1948.
Það má geta þess hér, að
lengi vei virtist hollenzka end-
urreisnarkirkjan ekkert hafa
að athuga við kenningar stjórn-
málamanna Afríkaananna eða
þjóðernissinnanna, og var það
í rauninni mikill skaði, því að
mestur styrkur þjóðernissinna
er einmitt í íhinni presbýterí-
Framhald á 14. síðu.
Rvík„ 1. júní.
SPARISVIPUR hvíldi yfir
höfninni í gær. Veifur og fánar
blöktu á skipunum, og í gær-
mogrun Iá rauður renn-
ingur á Loftsbryggju. Síðdegis
í gær var enn nokkur hátíða-
svipur yfir höfninni, þótt ekki
væri arða eftir að tignu fólki
né móttökusveitum, en veifur
og fánar blöktu enn. Óvenju-
mörg skip liggja við bryggjurn
ar, og þótt það sé elcki af
skemmtilegum orsökum, eru
þau tiignarleg á að sjá, og mörg
ein fá nýja málningu þessa dag-
ana. — Nokkrir karlar komu
með dálítinn afla á smábátum,
og á tveim stöðum var hópur
manna að dunda sér við að
horfa á þá moká fiskinum upp
á vörubíla.
Mávar og aðrir sjávarfuglar
sveimuðu um í súldarlegu síð-
deginu og görguðu sér til
skemmtunar.
Skyndilega barst trumbusláit
ur að eyrum okkar, sem þarna
vorum á rápi. Og fram á milli
húsanna kom fylking einkenn-
isklæddra útlendinga, sem örk-
-uðu í takt við bumbusláttinn
undir forystu íslenzkra lög-
regluþjóna. — Þetta voru sjó-
lið-ar á morska tundurspilhnum
sem voru að skoða sig um í bæn
um.
Þrír norskir sjóliðar stóðu
utangátta á gangstéttinni og
horfðu á félaga sína glottandi.
— Af hverju eruð þið ekki
í göngunni?
— Við erum af konungsskip-
inu.
(Þar bar vel í veiði — þrír
konungsmenn!)
— Hvað eruð þið margir
þarna á skipinu?
— Áhöfnin er 63 menn.
— Og eruð þið algjörlega
frjálsir ferða ykkar í-landi?
— Já, ■— við þurfum bara að
vera komnir um borð klukkan
sjö í fyrramálið.
— Hvað hafið þið að gera
— þegar skipið er í höfn’
— Standa vörð og mála.
— Nú, er konungsskipið ekki
fullmálað?
— Jú, en það er alltaf verið
að mála það — allt árið um
kirng, og það er aldrei búið . .
— Þarf að hafa einhverja sér
staka eiginleika til að bera til
þess að komast á konungsskip?
— Nei, ekki nema að vera
Framhald á 14. síðu.
$ 3. jún 1961 —
MENN í FRÉTTUM |
Einn sem ©grar
NAFN John Malcolm Patter
son bætist nú við hinn vaxandi
lista fylkisstjóra í Suðurríkj-
um Bandaríkjanna, sem ögra
yfirvaldi Bandaríkjastjórnar
heima fyrir o.g koma illa við
st-efnu stjórnarinnar erlendis.
Sem fylkisstjóri í Alabama hef
ur Patterson þessi verið ákafur
andtsæðingur afnáms kynþátta
mismununar. Hann er sann-
færður um, að það séu aðcir.s
undirróð-ursmenn frá
öðrum fylkjum, sem
af ásettu ráði séu að
meðal hvítra og
æsa upp til illinda
svartra, og er ekki
ííklegt að hann fari
nsitt að efast um þá
skoðun sína á þessu
stigi málsins.
Hann þáði ekki að
stoð ríkisstjórnarinn
ar og lýsti ekki yfir
hernaðarástandi fyrr en aug-
Ijóst var orðið, með heldur ofsa
legum hætti, að hans eigin
menn gátu ekki lengur haldið
uppi lögum og regln, og svo
notaði hann tækifærið ti! oð
saka ríkisstjórnina um, að hún
„hvetta þessa ur.dirróðurs-
menn til að koma til Alabama
til að æsa til óeirða og frið-y
rofa“
Patterson hefur aldrei verið
hræddur við að bjóða öðrum
yfirvöldum byrginn 1 baráttu
sinni fyrir því að viðbalda að
skilnaði kynþátta í Suðurríkj-
unum. Þegar hann var sak
sóknari í Alabama 1956. átti
hann mikinn þátt í málafcrlun-
um gegn samtök-unum um efl-
ingu lit.aðra manna (NAACP),
sem að lokum enduðu í því, að
samtökin voru lýst ólögleg í
Alabama.
Er hann var orðinn fylkis-
stjóri, en í það embætti var
hann kjörinn 1958, að því er
sagt er með stuðningi Ku KIux
Klan, stóð hann fast gegn rétti
Bandaríkjastjórnar til að ran.n
saka kærur um kynþáttamis-
munun í skrásetningu svartra
kjósenda.
Hann Htur út fyrir að vera
harður í horn að taka, og er
það. Hann er bráður og húmors
laus og telur, að norðurríkja-
menn og útlendingar skilji
okki, og vilji ekki reyna að
skilja, þau vandamál, sem negr
arnir setji suðui-ríkjunum. Af
þessu leiðir, að hooum er ekk
ert sérstaklega gefið um ókunn
-uga og neitar að veita þeim
vernd, ef þeir re.vna að hrófla
við stefnumálum hans.
Þegar „Freedom Riders“
urðu fyrir árás í Birmingham
fyrir rúmri viku, svifti hann
þá vernd lögreglubíls, sem
þeim -hafði fylgt, þrátt fyrir
beiðni frá Robert Kenncdy,
dómsmálaráðherra Bandaríkj
anna. Fylkisstjórinn kvaðst
ek-ki geta tekið ábyrgð á hópi
afturkreistinga, sem eru hér í
þeim yfirlýsta tilgangi að koma
af stað vandræðum“.
Patterson fór út í pólitík í
kjölfar mikillar persónlegrar
sorgar. Faðir lians, sern hafði
verið valinn frambjóðandi
demókrata til em-
bætíis ríkissaksókn-
ara, var skotinn til
bana í Phenix City
Hann hafði lýst yfir
fyrir kosningarnar.
þeirri stefnu sinni,
að hreinsa borgina
af illræmdurn spila-
vítum og glæpahring
um. Sonur hans, sem
var félagi hans í lög-
fræðistörium lýsti
því yfir, að hann mundi fram-
kvæma loforð föður síns og var
kjörinn án an-astöðu.
Er John Patterson var orð
inn ríkissaksóknari, kom
heimavarnarlið-ið til Phenix
Citiy, krám og hóruhúsum var
lokað og 75 menn voru sak-
felldir fyrir fjölda glæpa, þar
á meðal morð Patterson stóð
íyrir öðrum árangursríkum
málaferlum gegn skipulagðri
glæpastarfsemi og á grundvelli
þessa, hlaut hann, að verðleik
um, mikið álit í fylkinu.
Patterson fylkistsjóri, sem er
39 ára gamall, er meþódisti að
trú. Hano var ákveðinn stuðn-
ingsmaður Kennedy forseta
sem forsetaefnis demókrata,
þrátt fyrir mikinn skoðanamun
þessara manna í kynþáttarnál
-um. í síðasta stríði var hann
í hernum og kom út ur honum
-með majorstign. Hann barðisfc
einnig í Kóreu. Hann er fædd-
-ur í Goldville í Alabama, stund
aði nám við háskóla Alabama
og er svo gegnsýrður áf erfða
venjum suðurríkjanna, að
stun-dum lítur svo út sem hann
telji, að borgarastyrjöld sé enn
á næstu grösum.
12000 vinningar á a'ri
30 krónur miðinn
Alþýðuhlaðið