Alþýðublaðið - 03.06.1961, Blaðsíða 10
Ritstjóri: Öm E i5 s s o n.
EÓP-mótið:
Góður árangur í
nokkrum greinum
GÓÐUR árangur. náðist í
nokkrum greinum EÓP-móts-
ins, en í öðrum kom veðrið í
veg fyrir að afrek yrðu betrí. —
Hæst ber unglingamet Jóns í\
Ólafssonar í hástökki, 1,96 m,,
langstökk Vilhjálms 7,20 m.,
Grétar s'igrar Valbjöm.
kúluvarp Guðmundur Her-
mannssonar 15,74 m. og spjót-
kats Valbjörns 63,18 m.
BEZTI ÁRANGUR
VALBJÖRNS.
Spjótkastið var aukagrein á
mótinu og hófst á undan aðal-
keppninni. Vatbjörn Þorláksson
sigraði með yfirburðum og náði
sínum bezta árangri, 63,18 m.
Hann átti annað kast ca. 63 m.
Ekki er hægt að segja, að gott
ihafi verið að kasta og afrek Val
bjarnar bendir til þess, að hann
eigi eftir að verða nærgöngull
yið met Jóels í sumar, en það er
66,9-9 m. Einnig má benda á það
að Valbirni tókst aðeins vel upp
í lengtsa kastinu, ha.nn þarf að
lagfæra stilgalla og þá fáum við
vonandi að sjá 70 metra. Krist-
ján hefur lítið æft spjótkast, en
þar er mikið efni á ferðinn; eins
og áður hefur verið bent á hér
á síðunni.
UNGLINGAMET JÓNS Þ.
OG AFREK VILHJÁLMS.
Jón Þ. Ólafsson hóf keppnina
á 1,80 m. og flaug langt yfir þá
hæð. Næst var hækkað í 1,90
m og hann átti einnig auðvelt
með það. Jón lét nú hækka í
1,96 m„ sami árangur og nafni
hans Pétursson hefur bezt náð
í sumar og 1 sm. hærra en ungl
ingametið. Fyrsta tilraun mis-
tókst, en þó vantaði lítið upp á,
að hann færi yfir. í annarri til-
raun gekk allt betur, hann náði
góðu uppstökki og flaug langt
yfir, senni'lega hefði honum tek
its að stökkva 2 metra þá. Hinir
tæplega 100 áhorfendur voru nú
orðnir spenntir mjög, því að
næst var hækkað í nýja met-
hæð 2,01 m. Jón felldi í fyrstu
tilraun, en vantaði ekki mikið
upp á til að farn yfir, Hinar 2
tilarunirnar misheppnuðust al-
gjörlega.
Vilhjálmur var upplagður í
langstökkinu, en nokkuð óörugg
ur á plankanum Aðeins tvö
stökk af sex voru gild, 6,93 m.,
en það var öryggisstökk án
átaka. f síðustu tilraun tókst lior.
um svo loks að fá gilt stökk all
vel heppnað, er mældisí 7,20 m.
Lengsta ógiLda stökk hans mæld
ist frá tá vera ca. 7,30 m Einar
var jafn og öruggur og árangur
hans er góður. Sama má segja
um Þorvald, sem er Hklegur til
mikilla afreka, en hann er korn
ungur.
GUÐMUNDUR
HERMANNSSON HAFÐI
YFIRBURÐI..
Guðmundur hafði mikia yfir-
burði yfir keppinauta sína í kúlu
varpinu, öll köst hans mældust
yfir 15 m. og það er aðeins tíma-
spursmál hvenær hann varpar
lengra en 16 m. í keppni. Gunn-
ar Huseby er ekki kominn í
æfingu, en afrek hans 14,87 m.
er gott, þegar tekið er tillit til
þess, að hann verður 38 ára á
þessu ári.
AÐRAR GREINAR
Mjög erfitt var að hlaupa, sér
staklega spretthlaup og einnig
10 3. júní 1961 — Alþýðublaðið
MUHMIHUMMMMMMUUMM
GUÐMUNDUR Hermanns-
son, KR, hefur verið bezí-
ur af kúluvörpurum okkar
á þessu ári, og aldrei
hefur hann byrjað keppn-
istímabil eins vel og mi. —
(Ljósm.: Sv Þorm.)
MMMMHMMMMtHMMMMMK
Mikil aósókn
að barnanám-
skeiðunum
UM SÍÐUSTU helgi hófust
íþrúttanámskeið fyrir börn og
ungMnga víðsvegar um bæinn
og hefur aðsókn að þeim verið
mjög góð. Sérstaklega hefur að-
sókn verið góð fyrir hádegi, og
hafa börnin, sem eru á aldrin-
um 5—9 ára, veiJið um 100 á
hverju svæði og allt upp í 200.
Á svæðinu í Blesugróf V'ar þó
aðsókn nær engin og er börnuin
þar bent á að snúa sér til Vík-
ingssvæðisins Við Hæðargavð.
hringhlaup. Sigur Grétars yfir
Valbirni í 100 m. vekur athygli,
en Grétar hefur æft mjóg vel í
vetur Hann er líklegur til að
ná góðum tíma í 400 m. í sumar,
en það er hans aðalvegalengd.
Rannveig hafði enga keppni í
100 m. kvenna, en hljóp vel.
Kristleifur sigraði léttilega í
1500 m hlaupinu, en Reynir
kom skemmtilega á óvart með
að sigra Agnar á endasprettin-
Svavar í 400 m., en sá siðar-
um. — Sigurður Björnsson vann
nefndi hefur lítið getað æft
vegna veikinda og anna. Afrek
Sigurðar er engu að síður at-
hyglisvert. — Þórður bar höfuð
og herðar yfir keppinauta sína
í sleggjukastinu, hann átti ógilt
kast vel yfir 50 m.
í heild var mótið frekar dauft
Framhald á 11. síðu.
Jón Þ. Ólafsson setti unglinga-
met í hástökki.
Skotar
IA Sétt
unnu
SKOZKA liðið St. Hirren lék
annan le'ik sinn í gærkvöldi og
þá við íslandsmeistarana frá
Akranesi, Sýndu Skotarnir nú,
enn meiri yfirburði en gegn Val
á dögunum, og öigruðu auðveld-
lega með 7 mörgum gegn cngu.
Veður var gott og áhorfendur
margir.
FYRRI HÁLFLEIKUR 3:0.
Fyrstu 30 mínúturnar af hálf-
leiknum mátti segja að um nær
látlausa sókn væri að ræða af
Skotanna hálfu og á þessum tíma
skoruðu þeir öll þrjú mörkin. En
síðustu 15 mínúturnar sóttu Ak-
urnesingar sig allvel, og áttu þá
beztan leikkafiann.
Á fyrstu mínútu komust Skot
ar í færi rið markið en bjargað
var frá yfirvoíandi hættu. Er 8
mínútur votu af leik kom fyrsta
markið Var það eftir auka-
spyrnu og skot að marki, sem
Helgi varðx að vísu, en þoltinn
hrökk frá honum og skoraði þá
miðherjinn CU'nie. Ilm 8 min.
síðar voru Skotarnir í sókn, svo
sem oftar, skot kom að marki,
Helgi Dan varði til að byrja
með, en missti boltann, aftur var
honum . skolið, en þá bjargaði
Helgi Hannesson með skalla. en
ekki þó svo að nægilegt væri,
boltinn hafnaði á kolli h. úth.,
^ sem sendi hann með skallanum
, beint í opið markið Varla hafði
'leikur verið hafinn að nýju er
Skotarnir fengu boltann og léku
með hann krókalaust, að segja
má í markið og skoruðu enn.
Brown heldur enn markinu
hreínu.,
Eins og fyrr segir náðu Akur-
nesingar sér atlvel á strik síð-
ustu 15 mínúturnar Áttu þá að
minnsta kosli þrjú tækifæri, sem,
hefðu átt að duga þeim til að
jafna metin Eitt þeirra var
næsta öruggt, ef vel hefði verið
á haldið en það var vítaspyrna,
sem dæmd var á Skotana vegna
harkalegra viðbragða eins varn-
arleikmanna þsirra. Þórður Jóna
Framhald á 11. síðu.