Alþýðublaðið - 22.06.1961, Síða 2

Alþýðublaðið - 22.06.1961, Síða 2
fUtstjörar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltr-úi rit- stjórnar: Indri'ði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aösetur: Alþýðu- fcúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald ki’. 45,00 á mánuöi. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — Framkv'-emdastjóri Svcrrir Kjartansson. Orð og athafnir ALÞÝÐUBLAÐIÐ ræddi í gær um efnahagsráð fitafanir núverandi ríkisstjórnar og árangur þeirra. Einnig ræddi blaðilð þær afleiðingar, sem leiða mundu af hinu nýja kapphlaupi milli kaup gjalds og verðlags, sem Framsóknarmenn og lcommúnistar hafa nú stófnað ti-1. Stj órnarandstaðan segir, að blöð ríkisstjórnar innar hóti nýjum efnahagsráðstöfunum. Á sama j bátt og blöð stj órnarandstöðunnar töldu efna : 3iag;sráðstafan:trnar sl. ár óþarfar, telja blöðin j Þörf á nýjum ráðstöfunum, enda þótt kaup Siækki um 10%, a. m. k. láta blöðin svo. Útgerð arfyrirtæki, sem tapað hafa tugmilljónum króna : sl- ár vegna aflabrests, eiga að geta tekið á sig . 10% kauphækkun! En hvernig fóru Framsókn armenn og kommúnistar að í vinstri stjórninni þegar svipuð vandamál rilsu upp? Það er vissu lega fróðlegt að rifja það upp nú. í desember 1956 lagði vinstri stjórnin fram tillögur sínar * iil lausnar vanda efnahagsmálanna. Samkvæmt þeim voru lagðir skattar á flestar vörur aðrar en i rekstrarvörur útflutningsatvinnuiveganna og voru skattar þessir í formi yfirfærslugjalda og ikm I tfiutnirigsgjalda. Áhrifin af þessum ráðstöfunum voru svipuð og af gengislækkn. Allar vörur, sem : gjöldin komu á, hækkuðu í verði. Ekki kallaði Þjóðviljinn þó ráðstafanir þessar árás á lífskjör almennjthgs, heldur aðstoð ýið atvinnuvegina! Enn lengra gekk vinstri stjórnin þó vorið 1958, er hún lögfesti almennt yfirfærslugjald á allan tseldan gjaldeyri. Menn geta deilt um það, hvort • þeir vilja kalla ráðstafanir vinstri stjórnarinnar í desember 1956 dulbúna gengislækkun, en hiftt : er ekkert deilumál, að almenna yfirfærslugjald : ið, sem lögfest var vorið 1958, var ekki annað en gengisfelling með öðru nafni að vísu. Kommún istar létu sig sem sagt hafa það árið 1958 að framkvæma gengislækkun — og hvers vegna? Jú, vegna þess, að meðan þeir sátu í ríkisstjórn urðu þeir að viðurkenna nauðsyn þess að halda framleiðslunni gangandi. En hvernig ætla kom múnistar og Framsóknarmenn eftir það að fá nokkurn hugsandi mann til þess að trúa því, að þegar önnur ríkisstjórn framkvæmir hliðstæðar ’ ráðstafanir til þess að tryggja heilbrigðan rekst ur atvinnuveganna, þá sé um að ræða árás á lífskjör almennings! Enginn skynsamur maður tekur mark á slíkum málflutningi. Engan undrar tvískinnung kommúnista í efna hagsmálunum, en það er leitt, að Framsóknar imenn, sem eiga að teljast ábyrgur lýðræðisflokk ur, skuli styðja kommúnista í einu og öllu í óbyngðarleysinu. ÞEGAR ÞETTA ER RIT AÐ virðast launadeilurn ar hér í Reykjavík vera komnar í sjálfheldu. Það er upp runnið einhvers konar nashyrningsástand. Fulltrúar Dagsbrúnar og atvinnurekenda standa hvor gagnvart öðrum — og eru ekki samtalshæfir. Sáítasemjari kynokar sér við að gera tilraun til að höggva á hnútinn og bera fram miðlunartillögu, sem allir greiði síðan at kvæði um. Það er heldur ekki reynt að leysa verka kvennafélagið eða iðn sveinana úr viðjum deiln anna. Það er ekkert gert, nema ef til vill þreifað fyrir sér á bak við tjöldin. AÐALDEILAN er orðin að skrípaleik. Atvinnurekendur bjóða 11% kauphækkun á alla vinnu. Dagsbrún segir nei og krefst 10% kauphækkunar á alla vinnu og 1% til viðbótar á dag- vinnu í styrktarsjóð. Styrktar- sjóður samtakanna er að fá á sig hefð ,og hana hafa atvinnurek- endur viðurkennt, Hitt fer ekki framhjá mönnum að verkamenn hljóta að tapa, ef Dagsbrún fær fram kröfu sína, að verkamenn tapa algerlega 1% á eftirvinnu, nætur- og helgidagavinnu. Þessu eina prósenti, sem fer hvorki í vasa verkamanna, né í sjóði þeirra. ÞETTA ER því furðulegasta launadeila, sem háð hefur verið á íslandi. — Ef hér væri um hagsmuni verkamanna og at- vinnurekenda einna að ræða, þá þyrftum við eklci að æðrast, en svo er alls ekki. Heimili verka- manna og atvinnuvegirnir eru leiksoppar fyrir fótum þeirra, sem standa fremstir í deilunni. Og þjóðin öll verður fyrir óbæt- anlegu tjóni. Þess vegna er ekki hægt að horfa upp á þetta að- gerðalaust. RÍKISSTJÓRNIN gaf út bráðabirgðalög, sem komu í veg fyrir stöðvun flugsamganganna. Með því vann hún mikið þarfa- verk og bjargaði ekki aðeins flugfélögunum sjálfum frá fjár- hagslegu hruni heldur og þjóð- inni frá afhroði. Það var og því nauðsynlegra að gera þetta þar sem ný öld hófst með þessu i sumri í ferðamálum okkar. Skal | til dæmis á það bent, að Skipa- | útgerð ríkisins hefur þegar tapað stórfé vegna þess, að erlendir j menn og jafnvel innlendir, sem höfðu pantað för með Heklu hafa hætt við af ótta við að frjósa inni. ALLIR SJÁ NÚ, að bannið við stöðvun flugfélaganna hefur engin áhrif haft á lausn verk- fallanna. Bráðabirgðalögin hafa því alls ekki á neinn hátt orðið til þess að veikja aðstöðu verka- manna — og heldur ekki at- vinnurekenda. Ríkisstjórnin tók því ekki rétt af neinum með bráðabirgðalögunum, en hún bjargaði þjóðarnauðsynlegri starfsemi og kom í veg fyrir smánarblett á heiðri okkar, sem sjálfstæðrar þjóðar. EG VIL EKKI beita bönn- um nema í ítrustu neyð. Eg vil láta gera ákveðnar ráðstaf anir þegar þjóðarvoði stendur við dyrnar. Eg sé ekki að hægt sé að horfa upp á það öllu lengur, að verkamenn og at- vinnuvegir séu hafðir að leik soppum. Sjállheldan, sem allt er nú komið í stafar af hatri, stífni, stolti, hégómaskap. — Þctta eru þræðirnir í hnútn- um. Höggvum á hnútinn. RÍKISSTJÓRNIN er ekki stjórn Dagsbrúnar. Hún er hcldur ekki stjórn atvinnu- rekendasamtakanna. Hún er stjórn þjóðiarheildarinnar. E£ deilan Ieysist ekki í dag, —« verður að höggva á hnútinn. Dagsbrúnarmenn vinna fyrir laununum. Þeir eiga sjóðinn. Það er eðlilegt, að þeir, sem borga, vilji liafa hönd í bagga með hvernig sjóðnum sé var- ið. Þeim eiga að nægja tveir stjórnendur af fimm og ann- ar endurskoðenda, og spái því, ef málið yrði leyst á þenn an hátt, myndi aldrei koma til ósamkomulags innan sjóðsstjórnarinnar. Þannig er að minnsta kosti reynslan i slíkum sjóðum, sem stofnað liefur verið til af vinnuseljend um og vinnukaupendum. Hannes á horninu. Stórstúkuþing verður sett í Góðlemplarahúsinu í Reyikjav. laugardag- inn 24. þ, m. að aflokinni guðsþjónustu, sem hefst í Dómkirkjunni kl. 2 e. h. Sr. Jakob Jónsson messar. AS aifflokinni þingsetningu og kaffiíhléi fer fram veit« ing stórstúkustigs. Um kvöldið verður samsæti í Góðtemplarahú'sinu i tilefni af 75 óra afmæli Stórstúkunnar. Aðgöngumiðar að samsætinu verða alfgreiddir samdæg urs í Góðtemplarahúsinu. Reyikjavík, 21. júnlí 1961. B. S. BJARKLIND PÁLL JÓNSSON stóntemplar. sfónritari. ^ 22. júní 1961 — Alþýðubiaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.