Alþýðublaðið - 22.06.1961, Page 8

Alþýðublaðið - 22.06.1961, Page 8
vemmm wwnewa rmsaimmaBKi* MÓÐIR var að gefa ný- fæddu barni sínu brjóst, þegar sex ára telpa, sem hún átti, kom inn í her- bergið. Hún horfði á með miklum áhuga, og móðir hennar sagði henni frá því að ungar dýranna fengju mjólk frá mæðrum sínum á sama hátt. Sem snöggvast horfði Elín á móður sína, svo sagði hún áhyggjufull: en er hún þá gerilsneydd? HELGI LITLI var einn dag úti að ganga með móð- ur sinni. Þá kom hann auga á hund sem var ó- skaplega skítugur og ræf- ilslegur. Hann horfði um stund agndofa á hundinn og spurði svo móður sína, hvort þetta væri í raun og veru hundur. Móðir hans fullvissaði hann um að svo væri. Helgi hélt áfram að stara á hundinn, svo sagði hann allt í einu: Jæja, það eru þá til hundar, sem líkjast hund um. ÞEGAR litla stúlkan sá litla bróður sinn í fyrsta skipti, sagði hún fýlulega: Uss, hann er miklu minni en áður en hann fæddist. KONU nokkra langaði mjög til að koma litlu dóttur sinni, sem var að- eins fjögurra ára, f leik- skóla, þar sem annars voru aðeins tekin fimm ára börn. Hún er mjög skýr eftir aldri, fullvissaði hún for- stöðukonuna um, hún get- ur örugglega gert allt það sem fimm ára börnin geta. Lofaðu mér að heyra þig tala, sagði forstöðukon an við litlu stúlkuna. Litla stúlkan horfði kuldalega á forstöðukon- una, svo snéri hún sér að mömmu sinni og spurði: A ég að segja einhverja meiningarlausa dellu? VIÐ kvöldverðarborðið voru samræðurnar svo fjörugar, að fullorðna fólkið gleymdi alveg Dóru litlu, sem sat til borðs með þeim. Að lokum fannst henni hún vera svo ein og yfir- gefin að hún gat ekki þol- að það lengur. Hún lagði hendina á handlegg móð- ur sinnar og sagði; ég heiti Dóra, manstu nokk- uð eftir mér? ★ Ast í poka UNG HJÓN voru úti í París fyrir fáúm árum í heimsókn hjá kunninga- fólki. Dag nokkurn ætluðu þau í óperuna með vinum sínum. Frú í húsinu kvart aði ákaft undan því við mann sinn, að hún ætti alls enga garma til að vera í og reyndi með öllum þeim ráðum, sem kvenfólki eru tiltæk að sýna honum fram á sannleiksgildi orða sinna, en ekkert gekk. Að lokum leiddist henm þófið, hún strunzaði út og hélt beinustu leið í eina af dýrustu tízkuverzlunum borgarinnar, þar fékk hún sér stórkostlegan og rán- dýran pokakjól, aðvitað út í reikning mannsins síns, og sigldi svo heim. Þegar þangað kom klæddist hún kjólnum í flýti og gekk inn -í stofu til eiginmannsins til þess að vita hvernig honum yrði við. Þegar hann leit upp úr blaðinu, sem hann var að lesa ætluðu augun út úr höfðinu á honum. „Þú vinnur, vina mín“, sagði hann með uppgjöf í rómn um, „fyrir alla mundi farðu út og kauptu þér nýj an kjól“. JACQUELINE KENNEDY sigr aði París á svipstundu, þegar hún kom þangað fyrir nokkrum vik um, vegna þess að hún er ávallt mjög vel klædd fylgir háttum sinn ar tíðar og er af frönsku ætterni. Þégar hún ók í gegnum stúdenta hverfið í París með manni sínum í opjíum vagni lét hún aka lötur hægt til þess að geta betur virt fyrir sér þá staði, þar sem hún hafði lifað glaða og góða daga á sínum skólaárum. Jacqueline er mjög fögur kona og kemur frá ríku heimili, hún kemur alls staðar fram sem glæsr legur og eftirtektarverður fulltrúi sinnar þjóðar. Hún hefur þegar sett tízkuheiminn á annan endann með hárgreiðslu sinni, sem allar konur vilja eftirlíkia. Allir vilja nálgast hana vegna þess að hún er kona Bandaríkjaforseta, en ekki síður vegna þess, að hún í kvenleíka sínum er einn glæsileg asti fulltrúi síns kyns sem um getur í dag. NINA KRUSHCHEV er allt önn ur manngerð, hún er ímynd hinn ar alþýðlegu, venjulegu konu, hún var algjörlega óþekkt áður en maður hennar komst á topp- inn, en hún riáði fljótlega al- mennum vinsældum, af því að hún er ímiynd hinnar fullkomnu húsmóður, sem ekki blandar sér í stjórnmálaþrasið, hún vann hylli fóilksins með því einu að vera nógu Iblátt áfram. Hún var ekki þannig klædd í byrjun, að það vekti athygli eða löngun til eftirbreytni, en hún hefur mikið breytzt, hún virðist hafa lært það, ef til vill á heim sóknum sínum til 'Vesturlanda, að áhrifamáttur konunnar liggur ekki sízt í klæðaburði hennar. Nina Krushchev kom fram í sviðsljósið vegna manns síns, en hún hefur sinn eigin sterka per sónuleika, sem hún hefur fulla ein urð til að þroska á sinn hátt, og hún hefur þann stehka eiginleika til að bera að vera allt af sjálfri sér samkvæm. FORTÍÐ MANNA skapar oft persónuleika þcirra, það þykjast menn hafa orðið varir við, þeir sem kynnzt hafa Goldu Meir utan- ríkisráðherra Ísraelsríkis. Þessi mikilhæfa kona var ný- lega í heimsókn hér á landi, og engum, sem komst það nærri, að hann heyrði hana eða sá, mun hafa dulizt það, að hún er gáfuð kona. Frú Meir er hörð og skapföst og hún veit nákvæmlega hvað hún vill. Allt sem hún gerir og öll hennar barátta miðar aðeins að einu marki, að vinna því mál efni gagn, sem hún trúir á. Hún er neydd til að vera hörð, þrjózk og þrekmikil, annars væri hún ekki hæf til þess embættis er hún hefur á hendi. Golda Meir hefur líka tekið þá staðreynd í þjónustu sina og lands sins, — að fötin skapa mann- inn, en orsaka þeirra áhrifa, sem menn verða fyrst og fremst fyrir frá henni, er að leita í ægisterkum persónuleika hennar.. ■-■xt&íSSJgtMSi g 22. júní 1961 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.