Alþýðublaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 5
Nýr bátur smíð ur í SIGVALDI KVEÐUR SIGVALDI HJÁLMARS- SON hefur nú látifj af störfum hjá Alþýðublaðinu og gerzt ritstjóri við tíma- ritið Úrval. Iíafði Sigvaldi unnið hjá blaðinu samfellt í 15 ár og átti lengstan sam felldan starfstíma að baki sér af öllum blaðamönnun- um, er hann lét af störfum fyrir nokkru. Sigvaldi var fréttastjóri Aíþýðublaðsins 1952—1958 og gerði á því tímabili miklar og róttækar endurbætur á fréttaöflun blaðsins. Átti hann stóran þátt í þeirri auknu áherzlu sem íslenzk blöð tóku að leggja á innlendar fréttir. 1958—1960 var Sigvaldi fulltrúi ritstjórnar og hafði þá á hendi yfirstjórn vissra þátta ”innblaðsins.” Síðasta árið, sem hann vann hjá Alþýðublaðinu hafði hann á hendi ritstjórn Sunnudags- blaðsins. — Er Sigvaldi hóf störf lijá Atþýðublaðinu fyrir 15 árum voru starfs- menn blaðsins aðeins örfáir enda blaðið þá lítið að stærð. Það kom í hlut hans að ráða marga af hinum nýju blaðamönnum, sem ráðnir voru á blað’ið eftir því sem árin liðu og blaðið stækkaði. Hann kenndi þeim einnig fyrstu handtök in og segja má í dag, að flestir af hinum yngri starfs mönnum blaðsins hafi í upp hafi gengið í ”skóla” hjá Sigvalda. Aljþýðublaðlð vill þakka Sigvalda ágæt störf fyrir blaðið sl. 15 ár og óskar hon um allra heilla í lú-nu nýju starfi. AGA ÞÝZK kona, búsett hér í bæ, sagði okkur í gær ferða- sögu þýzkrar hjúkrunarkonu, sem lengi hafði langað að' heimsækja ísland og í vor tók rögg á sig og pantaði sér far með Ileklu frá Kaupmanna- höfn. Konan pantaði sér far í 2ja manna klcía á 2. plássi, eftir að liafa fengið upplýsingar um, að kostnaður væri hinn sami og í fjöguria manna klefa á 1. plássi. Segir nú ekki að ferðum hennar fyrr en hún gengur um horð í Heklu í Kaupm.- höfn. Enginn tók á móti henni á skipinu, og fannst henni það skrýtið eftir að hafa kynnst þjónusíu annara skipa félaga. Hvað um það, um siðir tókst konunni að finna 2ja manna klefann, en brá sér að því Ioknu í land að borða. Þegar hún kom aftur um borð, var lienni sagt, að búið væri að flytja hana í fjögurra manna klcfa. Það var livort tveggja, að skipsmaðurinn, sem bar henni boðin, talaði bjagaða þýzku, og svo hitt, að konan vildi ekki vera til óþæginda; liún flutti í fjögra manna klefann, sem hún einmitt hafði viljað forðast. En sögunni cr ekld þar með lokið. Þegar þýzka hjúkrun- arkonan hugðist ganga til náða, var fyrir karlmaður í klefanum og bjó sig undir að hátta! Þetta fannst henni fremur óskemmtilegt (og er það ekki láandi), og karlmanninum reyndar líka. Hann reyndist vera landi hennar og gekk í það af þýzkum skörungsskap að fá að flytja í annan klefa. Gekk það um síðir. Búið? — Ekki aldeilis. Þegar konan nú kom til 4ra manna klefans, sem hún hafði hafnað í eftir að hafa pantað sér far i 2ja manna klefa — þá voru íbúarnir orðnir 5 ! I stað karlmannsins var kom- in færeysk kona með 2 börn. Hin þýzka hjúkrunarkona gafst upp við svo búið. Hún kom til íslands við fimmta mann í fjögurra manná klefa — og þið munið hvcrnig ferðaáætlun hennar hafði verið í upphafi. En það er ekki alveg víst hún komi strax aftur. Reynsl an hefur sannfært hana um, að þótt maður látist ætla að hafa vaðið fyrir neðan sig og tryggi sér farmiða með sex mánaða fyrirvara með ísl. sl’.ipf, jhá er hreinít ekkert' víst, að Adam sé kominn í Paradís. P.s. — Þegar Hekla nálg- aðjisjt l.slþnd, 'hafOt konan andvökunótt * um borð vegna þess, að helmingur íarþeganna virtist vera áj fylliríi. Ilin útlenda kona var svona almennum gleðskap ó- vön og óttaðist að þetta mundi enda með lenti hún í svipuðum félags- skap, en tók því með stakri ró. Eins og heimildarmaður okkar sagði í gær: Á Islandi hafði hún sannfærst um, að íslendingar eru ekkert hættu legir fullir; þeir verða bara skemmtilegri. ÞANN 4. þ. m_ var nýjum vél báti hleypt af stokkunum hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn h.f. í Hafnarfirði_ Vélbáturinn, sem er nýsmíði nr. 32, er byggður úr eik 72 rúmlestir að st.ærð og hlaut nafnrð Jónas Jónasson GK 101. Eigandi bátsins er Bragi h.f Ýtri Njarðvík, sem er fyrir tæki þeirra Óiafs Egilssanar og Egils Jónassonar Báturinn fór reynsluferð 9. þ. m. og reynd ist hann ganga 11 mílur. Bátur inn og öll tæki reyndust i bezta lagi, hann er búinn óllum ný tízku ækjum, má þar nefna rad ar, Asdik fiskileitartæki og dýptarmæli, öll af Kelvin & Hughes gerð, japönsk miðuoar stöð og að sjálfsögðu talstöð. Eldavél, ísskápur og ofnar eru frá Rafha í Hafnarfirði. Aðal vélin er 440 hesta Deutz Diesel. ljósavélin er 40 hesta og 20 kw Lister. í bátnum er rafkriú in vökvastýrisvél af Tonfjord gerð, vökvaknúið togspil, linu spil, bómuvinda og kraftrúlla frá Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar h f. Innrétt ingar eru allar úr plastþiljum og harðviði og er allur báturinn utan sem innan mjög glæsiieg ur svo ekki hefur áður sést betra_ T*. Báturinn er teiknaður af Sig urjóni Einarssyni skipasmíða meistara, hafði hann jafr.framt lyfirumsjón með allri fram |kvæmd verksins_ Yfirverkstjéri var Hans Lindberg sk pasmíða meistari. Járnsmíði alla og ni5 ursetningu á vélum annaðist Vélsmiðja Hafnarfjarðar h f. Niðursetning á tækjum vav framkvæmd af Ríkharði Sig mundssyni rafvirkjameistara^ Raflögn alla önnuðust raf virkjameistararnir Jón Gúð mundsson og Þorvald ;r Sig urðsson Báturinn 'fór frá Hafnarfirði að kvöldi 9. þ. m. til heima hafnar sinnar í Njarðvík, eii fer svo strax til síldveiða við Norðurland tMWMWWMWWWMWrnM SKRAFA OG SKRIFAI Blaðamannastéttin er vaxandi stétt — oj í . rétta átt. Þessi Alþýðu- < i blaðsmynd sýnir hvað við eigum við. Hún var tekin í viðtali fyrir J! skemmstu, að blaðastúlk- unuin forspurðum. Þær heita: Sólrún Jensdóttir og Guðrúnu Bjartmar. Og þótt ótrúlegt sé, vinna þær ekki á Alþýðublað- — 16. júlí 1961 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.