Alþýðublaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 9
xrnmmsmx&mmm' r íeilalínan, gáfnalín- k nefna ör er alls ra manna. ki, er það maðurinn st langt í stað alla a þær orð ðið allt að gur línu- nanna er tijög mis- ! lesa úr íjög mis- eru svo llkomnar, en við köllum það fullkomn ar hendur, sem hafa skýrar vel teiknaðar línur; slíkar línur gefa aftur til kynna, að maðurinn sé harmonisk- ur, í fullu jafnvægi. ★ — Hvað sýna nú hinar einstöku línur? — Það er svo langt mál, að við getum ekki rakið það nema mjög lítillega. Hjartalínan sýnir til- tilfinningalífið, hamingju í hjónabandi, nervösitet. Heilalínan sýnir heilsu líkamlega og andlega, — tendensa til geðveiki og sjálfsmorðs, lífsbaráttu mannsins. — Hamingjulínan sýnir gæfu, frægð, frama. — Nú eru það ekki lín urnar einar sem gefa full- komna mynd af lífsbraut mannsins, er það? — Langt frá því, það eru ekki síður hæðirnar í hendinni, sem segja söguna. Þær segja til um skap- gerðina, hinn innri mann, sálarlífið og styðja að eða draga úr eiginleikum lín- anna. — Lof mér að heyra um þær. -— 'Við skulum þá byrja á Venusailhæðinni (við rælur þumalfingurs). hún er tákn tilfinningalífsins, ástríðnanna. Guð hjálpi þeim manni eða konu, sem hefur of stóra Venusarhæð, því að það bendir til létl- lyndis og öfgafullra lifn- aðaPhátta. Næst er þá Júpítershæð- in (við rælur vísifingurs), tákn valdsins, valdagræðg innar og metnaðarins. Það er eins gott hún sé hvorki of stór eða of lítil, því að sé hún of stór, — bendir það til einræðiskennda, sé hún of lítil bendir það til óhóflegrar undanlátssemi. Þá er Satúrnusarhæðin (við rætur löngutangar, sem ef til vill er örlaga- ríkust allra og sýnir hneigð ir manna til góðs og ills. Apollohæðin (við rælur baugfingurs) sýnir viðhorf iil fegurðar, lista, getur sýnt vinsældir og jafnvel frægð, ef hún er þroskuð og fullkomin og línan, sem á að hefjast þar, er nógu sterk. Merkúrhæðin (við rætur litlafingurs) sýnir ímynd- unarafl mannsins og skap- andi hæfileika. Loks er svo mánahæðin við handarjaðarinn, — sem sýnir breytingar á um- hverfi manna, mikilvæg ferðalög hvort sem þau verða til góðs eða ills og ræður þunglyndi og létt- lyndi, ef gáfnalínan, sem liggur meðfram hæðinni gengur alveg niður að rót um hennar er það tákn þess — að maðurinn þjáist af þunglyndi eða jafnvel sjálfsmorðstil- hneigingum. Eg hef séð dæmi þessa í höndum manna erlendis og fékk síðar að vita, að þessir menn höfðu gert til- raunir til sjálfsmorðs. ★ — Hefur þú gert mikið að því að lesa í lófa? — Já, ég hef stundað það mikið undanfarið og það hafa ótrúlega margir komið til mín. — Finnst þér vera mik- ill munur á aðsókn eftir kynjum? — Nei, ekki eftir kynj- um, en það er aðallega fullorðið fólk, 25—50 ára, sem kemur. Annars mundi ég segja, að af þeim sem kæmu, væru nálægt 40 af hundraði karlmenn og 60 af 'hundraði konur. — Hvers vegna heldur þú að kvenfólk sé í meiri hluta? — Eg gæti vel trúað því að konur séu meira inter- essaðar fyrir duldum hlut um, nú og svo erum við ef til vill forvitnari. En karl- menn eru spurulli og yfir- leitt raunsærri en kven- fólkið. — Ef við miðum við aðr ar þjóðir, eru þá Islending ar að þínu áliti forvitnari um það sem dulið er? — Miðað við t. d. Norð- urlandaþjóðirnar hafa Is- lendingar meiri áhuga á dulrænum hlutum, en ef við förum út til Asíu er okkar áhugi ósköp lítilfjör legur. í Burma tekur for- sætisráðherra landsins eng ar ákvarðanir um mikil- saturo væg mál, án þess að leita fyrst til lófalesara og stjörnuspámanna.“ — Viltu nú ekki segja mér einhverja skemmti- lega sögu úr starfi þínu sem lófalesari? — Nei, það vil ég ekki, því að það sem fram fer á milli mín og hinna, sem til mín koma, er algjört einka mál, en ég las nýlega grein í Life, sem sýnir okk ur, að stjörnuspeki og lófa- lestur er víðar hagnýtt en ýmsa grunar og hefur meiri áhrif á gang heims- málanna en almennt er vitað. í greininni var nefnilega sagt frá því, að stjörnu- fræðingar Hitlers hafi í styrjöldinni gefið Banda- mönnum upp hin erfiðu tímabil í ævi hans og hvernig hann myndi bregðast við ýmsum hern- aðaráætlunum Banda- manna, það nolfærðu þeir sér — og slóð heima. ★ — Jæja, eigum við að líta á hendurnar á þér? — spurði Amy brosandi. (Mér var satt að segja næst skapi að stinga þeim á kaf í vasana, því að ég svitn- aði í lófunum við spurn- inguna eina, en það var víst ekki karlmannlegt að renna afhólminum, svo að ég settist í sófann hjá henni og rétti fram lóf- ana í auðmýkt). — Þessi lína þarna------ sagði hún, og ég varð all- ur ein eyru. Þannig varð ég forlaga- trúar. Stjarnfræðileg heiti fingranna og hæða, dala og slétta handarinnar. 1., Venushæðin — 2. Júpíterhæðin — 3. Satúrnhæðin — 4. Sólliæðin — 5. Merkúrhæðin — 6. Marzhæðln — 7. Mánahæðin — 8. Marzsléttaii — 9. Handróíin. Fáein eintök af skatt- og útsvarsskrá Reykjavíkur 1961 til sölu í Letur s.f. Hverfisgötu 50. ÚRMiiÁ Múrarar óskast tii vúinu strax. Trygg innivinna í vetur. ByggsBigaféíagiS BRO HF Sími 16298. TIL SÖLU: Tilboð ós.kast í eft-irtafdar bifreiðir: Ohewrolet sendiferðaibifre.ð, smíðaár 1946. ý Chewrolet sendiferðabifreið, smíðaár 1954. Buick fólksbifreið, smíðaár 1957. B.ifreiðirna-r verða til sýnis á Skólavörðuholti finSmtu daginn 27. þ. m. kl. 10—12 og 13—19. Bifreiðirnar seljast með góðum greiðsCuskilmálum gegn veði í fasteign eða öðrum v.ðunandi trygging- um. Tilboðum skal skilað á s'krifstofu vora að Borgartúni 7 fyrir kl. 15 föstudaginn 28. þ. rn. Áfengis- og tóbaksverztan ríkisirts Lelkriiasamkeppni Menntamál aráBs Um leið og Menntamálaráð íslands þakkar rit höfundum þeim, sem tóku þátt.í leikritasam keppni þess, biður það höfunda að gjöra svo vei og láta vitja handrita sinna. Umslögin með nöfn um þeirra verða ekki opnuð, en handritin afhent 1 skrifstofu ráðsins, Hverfisgötu 21, gegn þvl a'ð viðtakandi tilgreini nafn leikrits og dulnefni höf undar. Menntamálaráð íslands. Innheimtumenn óskast strax. Skrifstofyr Alþýðufiokksivts, Alþýðuhúsinu. Alþýðublaðið — 26. júlí 1961 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.