Alþýðublaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 8
EG hafði beðið ýmsa að
koma með mér til Amy
Engilberts í Jsví augnamiði
að hún læsi { lófa viðkom-
andi, síðan yrði prentað
línurif lófans og útlínur og
mynd lófans og spádómur-
inn birtur í Opnunni, en
það fór svo, að enginn
fékkst til að fara með mér.
Flestir báru því við, að
þeir tryðu þessu ekki, lófa-
lestur væri hégilja ein og
einskis virði, en ég var
ekki trúaður á þessar rök-
semdir, ef röksemdir
skyldi kalla.
Úrslit urðu þau, að við
fórum tveir, ljósmyndari
og blaðamaður og báðumst
viðtals.
Eg spurði Amy hvað hún
héldi um hinar raunveru-
legu ástæður fyrir því, að
enginn hefði fengizt til far-
arinnar með mér?
★
— Eg er hrædd um, að
það sé að einhverju leiti
hræðsla, sem liggur á bak
við það, það eru ótrúlega
margir, sem óttast það að
fá að vita að ráði um líf
sitt og innst inni trúir
margur því sem hann fær
að vita í lófalestri, þó að
hann vilji alls ekiki viður-
kenna það. En svo er líka
annað, sem kemur þarna
lil greina. Það sem sést í
lófa mannsins er það sem
honum slendur næst, það
sem er honum viðkvæmast,
hans innstu leyndarmál og
ég er hrædd um, að það
vilji fáir lála birta þau í
blaði til aflestrar fyrir
hvern sem er.
Eg reyndi að malda í mó-
inn, en eftir að Amy hafði
vandlega lesið í lófa minn
með rækilegum útskýring-
um og ég hafði orðið fyrir
þeirri reynzlu að slanda
naktari frammi fyrir henni
en þó að ég hefði verið vita
klæðlaus, þá fór mér að
skiljast, að svo-nákvæmar
upplýsingar um sjálfan sig
mundi ekki neinn vilja sjá
á prenti, jafnvel þótt
fyllstu nafnleyndar væri
gætt.
En áður en til þessa
hafði komið, vorum við bú-
in að rabba mikið saman
um Kiromanti, eins og
þessi grein dulspeki er
nefnd á úllendum málum.
★
— Hvað er það sem ligg-
ur til grundvallar því að
að unnt er að lesa örlög
manna úr höndum þeirra.
— Það má segja, að það
•v
Línur handarinnar: 1. Lífslínan — la. Upphaf lífs-
línunnar — lb. Skipting lífslínunnar í aldursstig —
2„ Gáfnalínan — 3. Hjartalínan — 4. Orlagalínan —
5. Apollolínan — 6_ Heilsulínan — 7. Skilningslínan
(fnnsæislínan) — 8. Skilningslínunni lýkur í mánahæð
inni — 9. Venushringurinn — 10. Línan, sem táknar
hið persónuléga aðdráttarafl — 11. Armbönd handrót-
arinnar — 12. Ferðalínur — 13. Frjósemislínur.
séu þessar línur eða rúnir,
sem eru í höndum manna
frá fæðingu, úr þeim geta
þeir lesið, sem kunna, en
fjölmargt annað kemur þar
til greina, svo sem hlut-
föll handarinnar, lögun
hennar, stærð, áferð o.fl.
— Er þetta ekki æva-
forn list?
— Jú, hún er það. Það
er talið, að hún sé 4—5
þúsund ára gömul og er
upprunnin i Indlandi. Lófa
lestur byggist að nokkru
leyti á stjömufræði og dul
speki. Höndin fær mynd
sína vegna áhrifa frá fjar-
vitundinni. Lífsbraulin er
falin í undirvilund hvers
manns og kemur fram í
höndunum.
— Er lófalestur mikið
iðkaður í Indlandi í dag?
— Já, ég get sagt þér til
dæmis, að hjá efnuðu fólki
á Indlandi tíðkast það, að
þegar barn fæðist er þegar
kallað á astrolog til þess að
hann geti ráðið örlög
barnsins úr höndum þess.
Niðurstöður hans eru síð-
an skrifaðar niður og þær
geymdar til þess að unnt
sé síðar að nota þær barn-
inu í hag. Ef um stúlku er
að ræða, er jafnvel strax
reynt að finna dreng, sem
gæti fallið inn í hennar líf,
bæði hvað við kemur fæð
ingardegi og skapgerðar-
einkennum.11
— Er ekki lófalestur í
sambandi við dulspeki,
kenndur sem vísindagrein
víða um heim?
— Jú, hann er viður-
kenndur sem vísindi, bæði
í Evrópu, Bandaríkjunum
og í Asíu.
— Þú hefur numið þetla
sem háskólanám?
— Já, ég var úti við Sor-
bonne að nema frönsku og
franskar bókmenntir, en
svo rakst ég á auglýsingu
í ”hall” Sorbonne háskóla
um ”kursusa’‘ í þessum
fræðum við Sorbonne og
lét innrita mig. Þar var ég
svo um nokkurt skeið við
nám, en er ekki fullnuma.
Eg þyrfti enn 3 ár til loka-
prófs og á þeim tíma
myndi ég læra meira í rit-
handafræði, stjörnufræði
og dáleiðslu.
— Ertu að hugsa um að
halda áfram námi?
— Það langar mig til.að
gera, ef fjárhagurinn leyf-
ir.
★
— Það væri gaman að fá
að heyra eitl'hvað um það,
hvernig þetta fer fram. Er
sama úr hvorum lófanum
er lesið?
— Nei, það verður að
lesa jafnt úr báðum lófum,
ef maðurinn er rétthentur,
er það hægri höndin, sem
hefur úrslitavaldið, ef
hann er örvhentur, þá öf-
ugt.
— Er sama hvar byrjað
- List og vísindi
er að lesa úr línunum?
— Nei, alls ekki, ef á að
lesa lífslínuna, þá er byrj-
að að ofan, fram við fing-
ur. Lof mér að sjá — (og
svo tók Amy 'höndina á
mér og kíkti á lífslínuna.
Það var ekki laust við að
einhver ónotalilfinning
færi um mig).
— Ef línan er slitin á
kafla á annarri höndinni,
lendir maðurinn í lífs-
hættu, veikindum, ef hún
er slitin á báðum, þá þýð-
ir það dauða.
— Og hvað heldurðu að
ég lifi nú lengi? (sagði ég
og ég held ég hafi verið
með talsverðan hjartslátt).
— Þú lifir alltaf fram
til......
Og talan, sem hún nefndi
var svo bá, að mér stór-
létti og hélt nú kotroskinn
samalinu áfram.
— Ræður þá lífslínan al-
gjörlega ævilengd manns-
ins?
— Nei, það gerir hún
ekki, hjartalínan og gáfna-
línan hafa líka sitt að segja
um áhrif lífslínunnar.
(Aflur tók hjartað í
mér smákipp, hvernig
skyldu nú þær línur verka
á líftóruna í mér; það var
að mér komið að rétta
fram hendina og fá úr því
skorið, en ég stillti mig um
það).
— Hverjar eru aðallín-
urnar í lófum manna?
— Það eru lífslínan, —
hjartalínan og 1
sem oft er nefnd
a, en auk þess m;
lagalínuna, sem
ekki í lófum alli
Ef hún finnst ek
merki þess, að
muni ekki koma
lífinu, standa f
ævi.
— En hvað get
ið margar?
— Þær geta or;
20, en venjulej
fjöldi í lófum j
4—6 aðallínur.
— Er ekki n
jafnlega gott að
lófum manna?
— Það er n
jafnt, hendurnar
misjafnlega fu
g 26. júlí 1961
IM
Alþýðublaðið