Alþýðublaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 4
mwmvvwvvw Hvað verður um menn- ingu okkar og manninn, verði kjarnorkusprengj urnar teknar í notkun eða flæði myrkur ríkisalræðis- ins yfir 'Vestur-Evrópu? Það er etóki ástæða til að gera lítið úr þessum ógnunum. Hvarvetna um V.-Evrópu má finna eyði leggingarfúsa minnihluta, sem við hlífum af mannúð okkar og réttlætistilfinn- ingu. Þessir hópar eru samt hvenær sem er reiðu búnir til íkveikju með ■kyndlum sínunr og ekkert getur stöðvað þá nema gagnrýnandi skynsemi vel upplýsts og andlega trausts lags úr hópi íbúanna. — Þykkt þessa lags skyldum við samt ekki ofmeta. Það er mismunandi £ hinum ýmsu löndum, allt eftir skapgerð hinna ýmsu þjóða. Það er einnig kom- ið undir almenningsmennt un, en viðkvæmt fyrir ýms um atvikum og straumum í efnahags og stjórnmálum, því skynsemi og gagnrýn- andi hugsun eru ekki þau einkenni manna, sem mest ber á. Jafnvel þar sem tölu verð skynsemi er fyrir hendi, reynist hún bæði flöktandi og óstöðug og venjulega í því ríkara mæli sem stjórnarflokkarnir eru stærri. Mikill fjöldi drepur alltaf niður í einstaklingn um sá hugsun, sem honum er möguleg, og sýkist hið lýðræðislega ríki, verður afleiðingin óhjákvæmilega kredduvald og hugsana- ófrelsi. Skynsamlegum rökum verður aðeins komið við, meðan sú múgtilfinning, sem fylgir einhverjum at- burði, fer ekki yfir ákveð ið maík. Fari hinn sjúk- legi hiti yfir þetta ákveðna mark, verður að engu sá möguleiki að skynsemin fái nokkru ráðið og slag- orð og óraunsætt sambland óska og ímyndana taka völdin. Afleiðingin verður sú, að allur hópurinn kemst á vald þessara hugmynda, eða réttara sagt tilfinninga og á örskömmum tíma hef ur myndast nokkurs konar andleg farsótt. Þegar svo er komið, rísa UPP á yfirborðið þau öfl, sem áður voru látin óáreitt þó fjandsamleg væru þjóð félaginu.Þeir einstaklingar, sem þessi öfl mynda, eru alls ekki örfáir menn,sem aðeins finnast í fangelsum og á geðveikrahælum, Á móti hverju einu tilfelli geðveiki, sem kemst á skrá hjá læknum, eru a. m. k. tíu tilfelli, sem liggja í dvtjila í eiristakllngununr og brjólast sjaldan alveg út. Samt verður hegðun og skoðanir þessara manna fyrir miklum áhrifum af ómeðvituðum, spilltum og óeðlilegum eiginleikum, — hversu eðlilegir og heil- brigðir, sem þeir kunna að virðast. Þótt fjöldi þessara huldu tilfella sé ekki tíu sinnum fleiri en hinna, sem upp á yfirborðið koma, sem geð- vei'ki og glæpamennska, þá er rétt að veita þessum til tölulega fámenna hluta íbúanna nauðsynlega at- hygli, vegna þeirrar sér- stöku hættu, sem frá þeim stafar. Við áhrifamikla alburði, þegar múgur safnast sam- an og múgtilfinning mynd ast, þá er þetta ætíð hinn hætulpgii hljuti íbúanna. Þessi veiklaði en hættulegi minnihluti myndar kjarna hins æsta múgs, sem stjórn ast algerlega af áhrifamikl um skoðunum eða óska- ímyndunum, sem hafa gegn sýrt hópinn og náð honum alveg á sitt vald. Aður- nefndir einstaklingar að- lagast tilfinningum þess- um algerlega og líður þar sem væru þeir heima hjá sér. Af eigin reynslu þekkja þeir tungumál og slagorð hópsins og kunna með þau að fara. Fjarstæðu kenndar hugmyndir, sem haldið er fram af ofstækis fullri gremju, falla í góðan jarðveg hjá hópnum, sem nú fær tækifæri til að veila útrás þeim hvötum og þeirri reiði, sem leynist { þeim, en verður annars að víkja vegna þess almenningsálits og þeirrar skynsemi, sem ríkir við venjulegt frið- sælt ástand. Þessi tiltölu- lega fámenni hópur getur því undir vissum kringum- stæðum orðið rnjög hættu- legur, sem sýkjandi afl, — einmitt af því að svonefnt eðlilegt og heilbrigt fólk hefur til að bera of litla sjálfs- og mannþekkingu. Flestir gera ekki grein- armun á sjálfsþekkingu og þekkingu á hinu meðvit- aða „égi“ eða persónuvit- und. Hver sá sem einhverja ég-meðvitund hefur, geng ur út frá því sem vísu, að hann þekki sjálfan sig. — Égið þekkir hins vegar að- eins innihald sitt, en ekki dulvitundina eða innhald hennar. Menn miða einnig þekkingu sína við þá þekk ingu, sem menn umhverf- is þá almennt hafa, en etóki við sálfræðilegar stað- reyndir, sem eru þeim reyndar í flestum tilfellum huldar. Maðurinn hefur af nátt úrunnar hendi litla sem enga þekkingu á líkama sínum eða líffærastarfsemi, þótt hann lifi með honum allt sitt líf. Sérstaklegrar vísindalegrar þekkingar er þörf, til að fá einhverja vit- neskju um hann. Hið sama má segja um sálarlífið, — Það er fyrir hendi í hverj- um manni, en maðurinn gelur lifað allt líf sitt næsta fáfróður um það, hvernig það líf sé byggt upp eða hverjir séu starfshæltir þess. Það sem almennt er nefnt sjálfsþekking er því mjög lítil þekking á því, sem skeður í mannssálinni, og inniheldur oft nær ein- göngu þekkingu á vissum félagslegum fyrirbærum. Þess vegna álíta menn svo oft, að þelta eða hitt geti- ekki átt sér stað „hjá okk- ur“ eða í otókar hóp, flofcki eða félagi. Af sömu ástæð- um rekst maður hvað eftir annað á villandi og óraun- sæjar skoðanir um náung- ann, þar sem hopum eru gefnar aðrir eiginleikar en hann raunverulega hefur. Á þessu breiða vitundar belti, sem hvorki verður náð til með meðvilaðri gagnrýni eða stjórn, stönd um við alveg varnarlaus og opin fyrir alls konar áhrif- um og sálrænni sýkingu. Hættuna getum við að- eins varizt, ef við vilum hver óvinurinn er, hvar og hvenær árásin kemur. — Kenningar hjálpa okkur hér lítið, því sjálfsþekking Eramhald á 13 síðn 26. júlí 1961 — Alþýðublaðið SKILN AÐ ARLÖGGJ ÖFIN er nokkuð með ólíkum hætti í hinum ýmsu löndum. Víðast hvar er tiltölulega auðvelt að fá skilnað, þótt oftast taki það nokkurn ííma. Á Englandi hefur skilnuðum fjölgað undanfarin ár, en kunn ugir segja að lagalega séð fái margir þar skilað á röngum forsendum. Sérstakir lögfræð- ingar taka að sér skilnaðarmál fyrir fólk, og séu hjónin sam- mála um skilnað er aflað nauð- synlegra gagna, sem lögð eru fyrir dómstólana og eiga þau að sanna ótrúmennsku annars aðilans. Lögin eru nefnilega þannig á Englandi, að sé ekki fyrir að fara grimmd annars hvors að- ilans, geðveiki eða hvarfi, þá fæst aðeins skilnaður á þeim forsendum að um hjúskapar- brot sé að ræða. Þótt samþykki beggja aðila korrii til, nægir það ekki til skilnaðar, einhver lögleg á- stæðá verður að finnast og Þyk ir þá auðveldast að láta ,sanna‘ á annan hvorn aðilann hjúskap arbrot. Framhjáhald er því al- gengasta skilnaðarorsökin fyrir dómstólunum, þótt í reyndinni sé aðeins helmingur þessara „hjúskaparbrota" raunveru- leg orsök. skilnaðanna. Leiti hin óánægðu hjón til lögfræðings segist hann muni sjá um málið fyrr þau og út- vega þeim skilnað. Til þess þarfnast hann aðstoðar þriggja aðila. stúlku sem á að leika hjá konu mannsins, einkaleynilög- reglumann og eiginmanninn eitt kvöld. E'ginmanninum fer nú kannski ekki að lítast á blik una, en lögfræðingurinn róar hann með því, að hann þurfi alls ekkj að „gera“ neitt, stúlk an sjái um allt. Síðan er mað- urinn sendur á hótel nokkurt, þar sem leynilögreglumaður- inn tekur mynd af manninum og stúlkunni í sama rúmi. Þessi mynd er svo borinn fyrir dóm- arann og leynilögreglumaður- inn staðfestir, að hann hafi ver ið vitni að atburðinum. Með þessu hefur fengizt laga leg staðfesting á hjúskapar- broti og dómarinn kveður upp þann dóm, að skilnaður skuli veittur að ákveðnum biðtíma loknum, þótt enginn sem í réttarsalnum er, trúí því, að þarna sé um raunverulegt hjú skaparbrot að ræða. Þessi leikur er ekki sjald- gæfur í dómsölum Englands. Hann á sér stað daglega fyrir skilnaðardómstólunum. í um helmingi skilnaðartilfella er um raunverulegthjúskaparbrot að ræða, eins og áður var sagt, en í hinum tilfellunum verður með einhverju móti að þvinga staðreyndunum nn í þá mögu- leika, sem löggjöfin setur fyrir skilnuðum. „Hollt er heima hvat" LÖGREGLAN í Vínarborg kom fyrir nokkru upp um um- fangsmikið brugg þar í borg- inni. Tveir góðir vinir ráku bruggstöðina, í stórum bílskúr inni í borginni. Það iem kom lögreglunni á sporiiS var vax- andi ríkidæmi þessara- tveggja manna, sem höfðu eignast bandaríska lúxusbíla af nýj- ustu gerð, þótt ekki va>ri vit- að til þess, að þeir hefðu tieinn starfa og mannorðið væri vaia samt. Þetta varð til þess, að lög- reglan fór að gefa mönnunum og skúrnum, sem reyndar mun hafa verið stór bílageymsla, nánari gætur. Við nánari eft- irgrennslan ltom í Ijós, að þarna unnu 12 menn. Á þeim tíma, sem þeir höfðu bruggað, höfðu þeir hagnast á sölunni um 10 milljónir króna.sem var svikið undan venjulegum tolli. Vínið var sett á flöskur þekktra vínfyrirtækja og merkt þeim og síðan selt í verzlunum og veitingastöðum Vínar, sem útlend vara, þótt heimagerð væri Sérstakir tankbílar sáu um flutning:n, útbúnir sem olíu- flutningabílar og var það m. a_ *hinn stöðugi akstur þeirra að og frá geymslunni, sem vakti athygli lögreglunnar. Meðan þessi innlendi iðn- aður fékk að starfa í friði voru bruggaðir um 128 þús. lítrar af „koníaki“ og 49 þús. lítrar af ,,wiskí“, sem allt var selt á mjög hagstæðu verði, að sögn. sölumanna og allt með frægum og þekktum merkjum. Nú sitja þessir athafnasömu iðnaðarmenn í fangelsi og bíða dóms, en margir Vínarbúar sakna góðrar innlendrar fram- leiðslu og leita að nýjum selj anda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.