Alþýðublaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 1
Þjóðhættulegur rógur
Tímans og Fr. Þjóðar
um skreiðarsöluna
| NÁTTFATALEIKUR
í FYRKINÓTT voru nokkrar ungar stúlkur að æía „nátt
!> fataleik“ vestur í Hagaskóla. Var hér um að ræða „general
;! prufu“ fyrir. tízkusýningu l)á, sem fram fór í gærkveld'i á
!! Reykjavíkurkynningunni en þá voru eingöngu sýnd náttföt.
j! Ljósmyndari Alþýðublaðsins fékk að vera viðstaddur „nátt
!; fataleikinn" í fyrrinótt og tók þá meðfylgjandi mynd. —
j[ Stúlkan heitir Helga Árnadóttir, (Ljósm.: Gíslí Gests.).
EMIL JÓNSSON sjávarútvegsmálaráðherra
hefur snúið sér til saksóknara ríkisins og beðið hann
að fyrirskipa þegar í stað dómsrannsókn í skreiðar
málinu svonefnda, og verði síðan höfðað opinbert mál
gegn ritstjórum Tímans og Frjálsrar þjóðar til
þyngstu refsingar, sem lög leyfa, svo og ummæli
þeirra verði dæmd ómerk.
Em'il Jónsson
LÍTIL sem engin síldveiði
var í gærdag, og í gærkvöldi
var komin bræla á miðin, og
skipin, sem voru að veiðum
héldu til lands. Aðeins 5 skip,
höfðu tilkynnt einhverja veiði
í gærkvöldi. Síldjhrleltinni á
Seyðisfirði var kunnugt um 25
báta, sem voru að veiðum um
60 mílur austur af Dalatanga.
Skip, sem voru á þessum
slóðum, höfðu lóðað á tölu-
verða síld, en hún stóð djúpt,
Framhald á 11. síðu.
Sem kunnugt er hafa Tíminn
og Frjáls þjóð haldið uppi ár
ásuni á Emii Jónsson út af
merkingu á skreið. Hafa blöð
in fullyrt, að hann hafi fyrir
skipað fölsun á fiskmati fyrir
erlendan markað, tekið fram
fyrir hendur Fiskmats ríkisins, I
stefnt áliti íslenzkrar vöru er- j
lendis í beinan voða og margt j
fleira af sv’ipuðu tagi. Alþýðu- j
blaðið flutti skýringu á máli j
þessu og mótmælti algerlega !
aðdróttunum gegn Emil. Þrátt
fyrir það endurtóku Tíminn og
Frjáls þjóð ásakanir sínar.
Alþýðublaðið sneri sér í gær
tij Emils Jónssonar og spurð-
ist fyrir nm, hvernig hanri ætl
aði að bregðast við liinuni ítr-
ekuðu árásum. Skýrði ráðherr-
ann svo frá, að hann liefði í
gær skrifað saksóknara rikis-
ins og krafizt rannsóknar svo
og málsóknar gegn ritstjórum
Tímans og Frjálsrar þjóðar
í bréfi Emils eru talin upp
þau ummæli hinna tveggja
blaða, sem verst eru. Siðan
segir hann: „Þetta allt, og
raunar miklu fle'ira í umr.xdd-
um greinum, þó að ekki sé til
tínt, tel ég í fyrsta lagi alrangt,
fullkom'in ósannindi, og að
nauðsynlegt sé að hið rétta
verði leitt í ljós. í öðru lagi tel
ég ummælin svo freklega meið
andi og móðgandi við mig per-
sónuiega, að ég vil ekki við
una. — í þríðja lagi tel ég
það stórhættulegt og spillandi
fyrir sölumöguleika íslenzkr-
ar. útflutningsvöru ef takast á,
átölulaust og órefsað, að ljúga
því upp að ráðherra fyrirskipi
fölsun á fiskmatinu, og ósýnt
hvaða afleiðingar það getur
haft“.
Ennfremur segir Emil i bréfi
sínu til Saksóknara:
„Ég leyfi mér þvi að fara
þess á leit Við yður, herra sak-
sóknari, að þér fyrirskipið þeg
ar í stað rannsókn í má]i þessu,
þar sem ritstjórar beggja blað-
anna, Frjálsrar þjóðar og Tim-
ans, verði látnir, gera grein fyr
ir áburð'i sínum og málið allt I
rannsakað til hlítar.
Síðan verði höfðað opinbert j
mál gegn ritstjórum nefndra
blaða til þyngstu reísingar,
sem lög framast leyfa, svo og
tii ómerkingar greindm um-
mæla“.
HLERAÐ
Blaðið hefur hlerað:
Að Helgi Bergs muni taka við
starfi íramkvæmdastjóra
iðnaðardeildar SÍS af Ilarry
Frederiksen, sem ei á för-
um af landi brett til starfa
fyrir SÍ3 erlendis.