Alþýðublaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 2
DStatJórar: Gísli J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit- ' MJómar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvln Guömundsson. — Hmar: 14 900 — 14 90* — 14 90Í Aug’ýsingasimi 14 906. — AÖsetur: AlþýÖU- ; fcasið. — Prentsmiðja Alþýðubiaösins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald ta. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — Fra 'væmdastjóil SvPrrir Kjartansson. NÝTT SAMSTARF I FRAMSÓKNARMENN hæla sér mjög af hinu nýja „samstarfi verkalýðshreyfingar og sam- vinnuhreyfingar!£ sem 'birtist í kaupsamningum íþeim, sem SÍS og KEA riðu á vaðið með í sumar. ÍÞessi nýja samstaða á að boða nýja tíma. -Spyrja mætti, hvar vinátta samvinnufélag- : anna í garð verkalýðsins hafi verið í verkföllum : 1952 og ‘55, í sjómannaverkfallinu 1957, í vinnu •deilunum 1959? Af hverju stöðvaði SÍS ekki verk föllin :þá? Voru þau ekki skaðleg eins og verkfall : iö í sumar? Afstaðan í þessum málum hefur því miður far íð eingöngu eftir því, hvort framsókn var í stjórn eða utan stjórnar. í sumar styttu þeir verkfall — en tryggðu gengislækkun. ÍTÖK I BÖNKUM j HANNES Á HORNINU flutti hvassa og rök , fasta ádeilu á útþenslu, lóðakaup og byggingar •bankanna hér í -blaðinu á fimmtudag. Þjóðviljinn gerir grein hans að umtalsefni og segir lítið um ; aðalefni 'hennar, en því meira um að Alþýðu- > ílokksmenn séu gammar bankakerfisins, sem þar í sitji í stöðum og bitlingum. : í tíð vinstri stjórnarinnar var gerð mikil aukn ' >.ng á bankakerfinu með samþykki kommúnista -— af því að þeir fengu við það stöður og ráð. Er ; málum raunar svo háttað, að kommar geta talið sér einn bankastjóra og kratar einn (af 14), kommar einn varabankastjóra og kratar engan, en í banka * ráðum sitja nákvæmlega jafn margir kommar og kratar samkvæmt kosningu alþingis. Hér hallar ! ekki á — enda amar annað að bankakerfinu en of • xnikil ítök Alþýðuflokksmanna. IÐNSTEFNA SJÖTTA IÐNSTEFNA samvinnumanna á Ak ureyri vekur athygli á hinum mikla iðnaði, sem samvinnufélögin hafa komið upp þar, í Húsavík, Reykjavík og á Selfossi. Stærstu verksmiðjurn ar vinna úr íslenzkum hráefnum og eru 'byrjaðar útflutning í allstórum stíl. Það eru merkileg tíma mót fyrir íslenzkan iðnað, og vonandi verður fra-m hald á þeim útflutningi. Við þessar verksmiðjur starfa 6—700 manns, og framleiðsluverðmæti er á annað hundrað mill jónir. Verksmiðjurnar eru vel byggðar og búnar góðum vélakosti. Þar sem viðskiptakjör iðnaðar ins hafa verið mjög hagstæð undanfarið, hafa- sam vinnuverksmiðjurnar bæði getað veitt kaupfélög um endurgreiðslur og hafið byggingu nýs Verk .smiðjuhúss fyrir Heklu. Þessi þróun gefur góða von um eflingu iðnaðar í framtíðinni. HANNES Á HORNINU •fc Eftirtektarverðar umræður um fræðslumálin. 'Á' Vaxandi gagnrýni. ýV Skólamenn taka til máls. ýý Rekinn frá kirkju- dyrum. ÞAÐ ERU EKKI ýkja mörg ár síðan fór að bera á gagnrýrii á fræðslukerfi okkar,. Tiltölu- lega fáir menn gerðust svo djarfir að benda á að svo mikl ir gallar væru á kerfinu að af þeim gæti stafað stór hætta fyr ir æsku landsins og þar mcð fyr ir framtíðina. Um þetta var skrifað í blöðin og tlað í útvarp ið. En andsvörin létu ekki á sér standa. Margir kennarar, skóla stjórar og aðrir skólamenn, risu upp 0g mótmæltu kröftulega- Ég minnist þess, að einn ágætur skólastjóri sér í borginni kallaði mig „níðhögg" vegna ummæla minna. EN REYNSLAN er ólýgnust og eftir því, sem tímar líða kem ur það æ betur í ljós, að gagn- rýnendurnir, sem þeir vöruðu við, hafa haft á réttu að standa. Og nú koma skólamenn hver á fætur öðrum og telja upp þau vandræði, sem af göllum fræðslu kerfisins stafa, jafnvel segir hinn kunnasti, að til dæmis landsprófið, sé hættulegt fyrir andlegt heilsufar unga fólksins, — og get ég trúað því EN AÐALATRIÐI er ekki það, að ræða um deilur, sern um þessi mál hafa staðið, eða hverj um ,hefur skjátlast og hverjum ekki, heldur hitt, að við snúum okkur að því, að lagfæra það, sem lagfæra þarf, að bæta um En það er ekki að ástæðulausu að ég segi það, að varlega skyld um við fara í því, að geta nú enn eina gjörbyltinguna. Rétt ara er að feta sig áfram og breyta smátt og smátt. :ÉG ER EKKI skólamaður og heldur ekki neinn sérfræðingur í fræðslumálum, en ég held að eitt hættulegasta meinið ligjji í því, að skylda nemendur til þess að læra það, ,sem þeir geta eVki með nokkru móti skilið. Það eru til ungmenni, sem stendur á ■sama þó að þau læri utanbókar, án þess að skilja upp né niður í því, sem þau eru að læra. En ég fullyrði, að yfirleitt geta ung menni ekki lært það, sem þau fá ekki skilið. Og það eru heil brigð ungmenni. IIEILBRIGÐI og heiðarlegar umræður um þessi mál er mik il nauðsyn og maður verður að vænta þess', að þeir menn, sem bezt kunna, taki þátt í þeim umræðum og leggi fram sinn skerf til lausnar. Framtíðin byggist á því, að okkur takist að koma hér upp fræðslukerfi, ,sem hæfir ungum íslendingum með tilliti til atvinnuveganna, náttúru landsins og þau auð- æfa hennar, sem við verðum að nema hvort sem okkar líkar betur eða ver. G. S. SKRIFAR: „Það var auglýst guðsþjónustu í Nes kirkju kl. 8 fyrra föstudags- kvöld. Stór hópur ætlaði í j kirkju, en þegar við komum að ' hliðinu og ætluðum inn, var þar beitt valdi með hörku af | vaktmanni, sem ,stóð þarna og rak alla bur.t Hann sagði, að það væri bara fyrir boðsgesti. Hann hafði ekki við að reka fólkið burt og hann varð að ; fá aukið herlið og fékk 2 lög- !regluþjóna sér til hjálpar. Það vantaði bara gaddavír. ÉG HRINGDI til prestsins og spurði, hvort kirkjan væri bara fyrir boðsgesti því að þetta var í annað ,sinn, sem ég var rekin frá Ég hélt að kirkj an væri fyrir alla. Hann sagði, að það hefði bara átt að taka frá þrjá bekki fyrir boðsgesti. Svo hefði söfnuðurinn átt að ganga fyrir. Það hefði verið, gaman af að vita hvaðan þessi háttsetti vörður fékk skipum um, að reka burt saklaust fólk sem ætlaði í guðshús. Þetta er líkt og í Austur-Þýzkalandi. SVO FINNST MÉR almenra ingur hefði átt að fá frítt inrj þennan dag á sýnguna. ViS borgum það mikið skatta til- bæjarins. Þeir ættu að spara meira veizluhöldin“ Hannes á horninu. & Féfaqsiíf UNGLING AMEIST AR AMÓT ÍSLANDS í frjálsum íþróttum verðuS haldið á Laugardalsvellinum sem hér segir: Laugardagur 26. ágúsfi kl. 15. 100 m. hlaup, kúiuvarp, há- stökk, 110 m. grindahlaup, — langslökk, 1500 m. hlaup* spjótkast og 400 m. hlaup. Sunnudagur 27. ágúst kl. 14. 200 m. hlaup, kringlukast, stangarstökk, 3000 m- hlaup, sleggjukast, 800 m. hlaup, þrí- stökk og 400 m. grindahlaup. Mánudagur 28. ágúst kl. 20.15. 4x100 m. boðhlaup, 1000 un. boðhlaup, 1500 m. hindrunar- hlaup. Frjáisíþróttaráð Reykjavíkur. Áuglýsið í Alþýðublaðlnn Alþýðuhúsið - Sauðárkróki Höfum opnað veitingasölu að Aðalgötu 7, Sauðárkróki, sími: 165. Á boðstólum: | Kaffi, mjólk, smurt forauð, pySsur, skyr, smáréttir. Einnig öl, tóbak og sælgæti. Tökum á móti hópferðum í mat og kaffi með fyrirvara. Opið alla daga kl. 9 f. h. til kl. 11,30 e. h. ] 2 26. ágúst 1961 —• Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.