Alþýðublaðið - 29.08.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.08.1961, Blaðsíða 2
r { dltotjórar: Gísll J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúl rit- | aljómar: Indriöi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guömundsson. — • Clmar: 14 900 — 14 901 — 14 90Í Aug'ýsingasimi 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- | ifcoslö. — Prentsmlðja Alþýðubiaðsins Hverfjsgötu 8—10. — Áskriftargjald í ‘fcr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — 5 Fra 'væmdastjóri Sverrir Kjartansson. Sjötugur í dag: Halldór Sigurösson frá Efri-Þverá i Vesturhópi Raunvísindaráðstefna GYLFI Þ. GÍSLASON menntamálaráðherra ihefur haft frumkvæði að fyrstu ráðstefnu um hlut verk raunvísinda á íslandi, og stendur hún nú yfir : í Háskólanum. Undanfarið hefur verið unnið að endurskipulagningu á rannsóknarmálum þjóðarinn ar, og er ráðstefnan meðal annars kölluð saman , til að ræða það mál og gefa vísindamönnum okkar j tækifæri til að láta álit sitt á þeim málum í.ljós. í ræðu sinni við opnun ráðstefnunnar lagði * Gylfi áherzlu á fullt frelsi vísindanna jafnframt : skyldu þjóðfélagsins til skipulags á vísindastarf- inu. Þarna verður að fara saman andlegt frelsi og félagslegt skipulag. Síðan sagði Gylfi: „í kotríki eins og því, sem íslendingar hafa komið á fót hér xiorður í höfum, foljóta vandamálin að verða enn meiri og að sjálfsögðu nokkuð sérstaks eðlis. Ein , mitt þess vegna hef ég átt frumkvæðið að því, að fooðað væri til þessarar ráðstefnu. íslenzkir raun vísindamenn hafa aldrei fyrr komið saman til alls iaerjarfundar til þess að ræða, hvert hlutverk raun vísinda skuli vera í íslenzku þjóðfélagi, hvernig vísindastörfin skuli skipuleggja, hvernig afla : íikuli fjár til þeirra, hver starfsskilyrði skuli búa raunvísindamönnum. En gildi raunvísinda er ó- ueitanlega orðið svo rgikið fyrir íslendinga og ís lenzkan þjóðarbúskap, nauðsynin á nýju átaki til að efla þau og hagnýta í ríkari mæli svo augljós. að vonandi telst hafa verið fyllilega tímabært að efna til ráðstefnunnar<!. Síðar í ræðu sinni sagði Gylfi: „Ég geri mér Ijóst. að ekki er unnt að ræða gildi raunvísinda íyrir íslenzkt þjóðfélag og ætla þeim a-ukin hlut- verk án þess að minnast á menntunarskilyrði ís- lenzkra raunvísindamanna og starfsskilyrði ipeirra. Mér er fyllilega ljóst, að bæta þarf skilyrði ungra íslendinga til þess að afla sér menntunar á sviði raunvísinda, bæði í tækni og hreinum vís~ indum. Hitt er mér þó enn ljósara, að kjör þau sem raunvísindamönnum og raunar öllum háskóla- menntuðum mönnum bjóðast hér á landi, eru langt Ifyrir neðan það, sem sómasamlegt er og nauðsyn- - til þess að tryggja þjóðfélaginu til frambúðar starfskrafta, sem eru því ómissandi. Það er stað reynd, sem aðrar þjóðir hafa gert sér ljósa, að það ■ er margfalt dýrara að búa illa að þessum starfs- kröftum — hvað þá að vera án þeirra — en greiða ‘ íþeim vel og hagnýta þá vel. En hér er um að ræða geysistórt vandamál, sem verið hefur að myndast tí áratugi og verður ekki leyst í einu vetfangi vegna 'þess, hversu umfangsmikið það er orðið og hversu nátengt það er orðið allri þjóðfélagsbyggingunni''. HALLDÓR SIGURÐSSON, fyrrum bóndi á Efri-Þverá í Vesturliópi, er sjötugur í dag. Halldór fæddist að Skarfjióli í Miðfirði 29. ágúst 1891, son- ur hjónanna Kristínar Þor- steinsdóttux og Sigurðar Hall- dórssonar, er þar bjuggu og á fleiri bæjum í Miðfirði, en síð- ast á Efri-Þverá Að ætt er Halldór meira en að hálfu úr Kjós. Halldór ólst upp með foreldr um sínum, og gerðist snemma efnilegur til vinnu og bústjórn- ar. Hann vandist auðvitað öll- um sveitastörfum í æsku, en stundaði einnig sjó á Suður- nesjum á vertíðum. Tuttugu og þriggja ára gamall kvæntist hann Pálínu Sæmundsdóttur ljósmóður og reistu þau bú á Efri-Þverá. Halldór var snauður þegar hann héf búskap, en honurn búnaðist með afbrigðum ve’. og gerðist hann mikill framfara- maður, svo mikill að í frásögur er færandi. Hann stórbætti jörð ina að ræktmi og húsakosti, þre- eða fjórfaldaði túnio, — byggði öll hús úr steinsteypu, m a. byggði hann myndarlegr íbúðarhús á verstu kreppuár- unum. Hann byggði og fyrstu steinsteyptu votheyshlöouna í Húnaþingi, lagði í þá nýjung að rækta valíendissngjar, þar sem áður voru mýrarflákar, og girti lönd sín með torfgörðum og gaddavír. Af þessu má ráöa. að Hall- dór hafi ekki mátt síá vindhögg in, og það gerði hann sízi. Þó var hann um tíma heiliutæpur og varð að gæta sín mjög í mataræði. Eftir þrjátíu árabúskap flutt ist Halldór til Reykjavíkur. — Stundaði hann ýmsa vinnu fyrst, en hefur nú lengi veriö húsvörður í Edduhúsinu, og þar á hann heima. En þó að Halldór sé fyrir fimmtán árum fluttur úr Húná HANNES Á HORNINU ýV Gengið um nýja skemmtigarðinn. ýV Framtak Eiríks Hjart arsonar. Og alúð Hafliða Jóns sonar. Þvottakonan þvær all ar stundir. LAUGARDALS-garðurinn var opnaður fyrir almenning á sunnudag. Eiríkur Hjartarson nam land í dalnum og lióf skóg rækt. Reykjavíkurbær keypti af honum fyrir nokkrum ái.um og síðan hefur verið unnið í garð- inum af miklum dugnaði. Haf liði Jónsson garðyrkjuráðunaut- ur hefur stjórnað verkinu og hlotið hús Eiríks fyrir, embætt- isbúslað — og er hann því hinn eini starfsmaðnr Reykjavíkur- bæjar, sem liefui embættishú- stað. ÉG SKOÐAÐI garðirm á sunnudag og þá var þar margt manna. Ég hitti Hafliða á einni skógargötunni og hann var kyrr látur eins og vant er, en ég fann inn á það, að hann var dálítið stoltur af garðinum. — Garðurinn hafði verið stækkað- ur mikið aðallega til austurs og þar er hann rýmri og „ioftbetri” ef svo má að orði komast Þeg- ar ég gekk um garðinn fannst mér eins og ég væri staddur í öðru landi. Garðurinn er ævin- týri og það er gott að eignast svona góð ævintýri. FYRIR ÞAÐ stöndum við í þingi, hefur hann lát:ð þau málefni, er Húnvetninga varða, til sín taka. Halldór hefur starf að í Húnvetningafélaginu, 03 það var fyrst fyrir hans for- göngu og atorku, að Borgar- virki var endurbyggt. Hug- myndina hafði Halldór fengið löngu fyrr. Borgarvirki var, eitt merkasta mannvirki forr.t, sem til er hér á landi, og fyrir störf sín við að varðveita það og endurreisa, á Halldór skil- ið þjóðarlof. Þá var það og fyr- ir forgöngu Halldórs, að rækl- aður er nú „Þórdísarlundur1*, minningarlundur um fyrstu ís- lenzku konuna, á hinum feg- ursta stað í jaðri Vatnsdals- hóla. Halldór er eftirlætisbarn, gæfunnar Allt heppnast, sem hann leggur hönd að. Hann er líka engin smásál, horfir yfir smámuni hinc daglega amsturs, og leyfir því ekki að hafa vald yfir sér. Hann er atorkusamur og framfarasinnaður gleðimað- ur og bjarlsýnismaður, sem ekki eldist, þótt árunum fjölgi^ Allt, er miðar til framfara, á bug hans óskiptan, og hefur hann nú að undanförnu gefið tugi þúsunda til þjóðþrifamála. Ég hygg, að það verði gest- kvæm.t hjá Halldóri í dag, og margar afmæliskveðjur mun hann fá. Að lokum vil ég þakka honum góða kynningu og mikla vinsemd. Sigvaldi HjálniaiFScn. þakkarskuld við Eirik Hjartar- son Eitt sinn ræddi ég við hann og þá sagði hann mér að að lík- indum hefði hann gerst skóg- ræktarmaður af því að amma hans sagði honum svo mörg sév- intýri og sögur í bernsku hans —og talaði oft um „rjóðrið £ skóginum“, um „kofann í. skóg- inum“ o. s. frv. — Svona geta þræðirnir legið — og þannig vefst voðin Ekki hefur amma gamla haft hugmynd um aö húni væri að sá fyrstu fræjunum i hlýjan og fagran skemmtigarð fyrir höfuðstaðarbúa Líkast til hefur hún aldrei séð Reykjavík. VíÐ EIGUIM Eiríki Hjartar- syni mikið að þakka Hann heí ur aldrei verið hávaðamaður eða auglýsing. Nú virmur hann á hverju sumri af frábærri elju að skógrækt á miklu landi se.n hann á norður í Svarfaðardal. Mér er sagt, að þar sá frgurfc umhorfs og verkið lofi meistar, ann alveg eins og hérna hjá okk- ur í Laugardal — Það er rétt að minna á það í þessu sam- bandi, að hús Eiríks þarna 1 garðinum heitir Leugardalur, Framhald á 7. síðu. , 2 29. ágúst 1961 —7 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.