Alþýðublaðið - 17.10.1961, Page 2

Alþýðublaðið - 17.10.1961, Page 2
rjtstjórai: Gísli J. Ástþórsson (áb.) oe Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit- ctjómar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Címar: 14 900 — '" 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Aiþýðu- túsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald tr. 55.0C í mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðufiokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Fiskirannsóknir FISKIRANNSÓKNIR eru nærtækastar og nauð Bynlegastar allra rannsókna fyrir íslendinga. Þær fjalla um lífið í sjónum og leitast við að upplýsa Jpau lögmál, sem líf sjávardýra og göngur fiskanna 'oyggjast á. Þrátt fyrir mikið starf í marga manns aldra, er þekking okkar á lífinu í sjónum tiltölu lega lítil, og skiptir enga þjóð meira máli en ís iendinga að sú þekking aukist. Alþjóða hafrannsóknaráðið hélt nýlega fund í Kaupmannahöfn. Ákvað sá fundur að gangast fyr :ír alþjóðlegum athugunum á hugsanlegm áhrif um breyttrar möskvastærðar við ísland. Munu rannsóknarskip frá átta löndum koma hingað næsta ár, og hljóta íslendingar að fagna þessu ataki. Því miður eigum við ekki sjálfir fullnægjandi ..-annsóknaskip, þótt Ægir ha'fi komið í góðar þarf :Ir á þessu sviði. Hefur bygging hafrannsóknaskips verió í unditbúningi og verður þess vonandi ekki uangt að bíða, að vísindamenn okkar fái sitt eigið úkip. Fjárlögin FJÁRLÖG verða til fyrstu umræðu á alþingi í kvöld. Mun fjármálaráðherra þá gera grein fyrir frumvarpi því, sem lagt hefur verið fyrir þingið, en hinir flokkanir síðan gera athugasemdir. Þessi umræða er fyrst og fremst kynning á frumvarp :.xiu, en þingið mun að vanda leggja höfuðstarf sitt i athugun þess næstu þrjá mánuði. Það kemur íslendingum ekki á óvart, þótt fjár lög hækki. Með vaxandi ibúa'fjölda, vaxandi at hafnalífi og batnandi lífskjörum síðustu ára hafa tekjur og gjöld ríkisins eðlilega vaxið. Núverandi stjórn hefur stóraukið almannatryggingar, en slíkt verður að sjálfsögðu ekki án hækkunar á út gjöldum. Að þessu sinni nemur hækkunin þá tæplega eins miklu og hækkun á launum og tryggingum. .A öðrum liðum hefur tekizt að spara eða gera til cærslur, þannig að heildarupphæð hækkar ekki meira en nemur beinni afleiðingu af breytingu iauna og trygginga. Þetta er nokkur ávinningur og foer þess ljósan vott, að ríkisstjórnin hefur lagt sig fram til að skera niður útgjöld ríkisins, en á móti alíkum sparnaði kemur ævinlega aukning á skóla .kerfi og aðrar hækkanir, sem eru sjálfsagðar og óhj ák væmilegar. Gengisbreytingin veitir ríkissjóði hækkun á toll íekjum, og mun það samkvæmt áætlun fjárlaga ttrumvarpsins mæta launa og tryggingahækkunum, svo að ekki þarf að hækka skattstiga eða leggja á önnur gjöld. Það er óneitanlega mikilsvert atriði, sem snertir hag alls þorra landsmanna. HALLDÓR KILJAN LAX- NESS er að leita að uppru/ia sínum os seskusporum. Honum gengur illa að fxnna l>au ejns og okkur fleirum, en hann þrá /r hvorttveggja. Hann hefur, unn/'ð fulln'aðarsrgur sem rit- höfundur og skáld. Á ytra bor.ð ið l.tíð er varla hægt að kom ast lengra. En gáfað skáld er áldrei án*gt [með sjájlft isig, annars stxrðnar það og deyr. Þegar ytri frægð er náð brýzt fram þrárn eft/r því að fmna sannle.'kanxi til fulls. Þau (hefja leitina í uppru/ía sínum. enda er þaðan lagt af stað. BREKKUKOTSANNÁLL, Paradísarheimt og Strompleik urinn bera ótvíræð merki iþessarar leitar. Skáldinu finnst að í bemsku sinni hafi allt iverið heilbrigðara og heilla en nú er — og ég held að það sé alls ekki blekking. Söngvar- inn í Brekkukotsann'ál söng í dómkirkjunni til móður sinn- ar, sem hann hafði alltaf svik- ið. Steinar bóndi í Hlíðum undir Steinahlíðum leitar heim á sitt tún, eftir heimsflæking- inn og leitina víðs fjarri að sannlei'kanum og byrjar á því, sem fyrr var frá horfið, að Ihreinsa túnið. STROMPLEIKURINN er síðasta verk Kiljans. Aðdrag- andinn að sýningum á þessum leik var mjög ógeðfelldur. Það átti að fara með efnið eins og það væri Ihinn óttalegi leynd- ardómur. Ástæðurnar fyrir þessu eru óskiljanlegar. í fyrsta lagi þarf alls ekki að beita brögðum til þess að aug- lýsa bækur þessa ágæta höf- undar. í öðru lagi gaf aðferðin tilefni til alls konar furðu- sagna. ÉG ER HANDVISS UM, að það var einmitt þetta, sem olli frumsýningargestum mestum vonbrigðum. Það er sagt að á frumsýningar fylki svokallað fínt fólk liði. En það er ein- mitt þetta fólk. sem alltaf er hrætt við að forheimska sig með því að klappa í miðju lagi eða segja það gott, sem því finnst gott og vont sem því finnst vont, af ótta við að það sem því finnst gott sé vont og það sem því finnst vont sé kanski gott. Almúginn gerir sér engar grillur út af slíku. ÞAÐ ER ENGUM BLÖÐUM um það að fletta, að ifrumsý'-n- ingargestum og leikdómurum kom leikritið óþægilega á ó- vart. Það sást á blöðunum og það heyrðist í bænum. Það örl ar varla fyrir skilningi í skrif- um um leikritið á innsta kjarna þess. Ég get ekki betur séð en að leikdómendur.nir séu að gagnrýna allt annað en leik ritið gefur tilefni til. Og efcki eru skrif kommúnistablaðsins gáfulegri. STROMPLEIKURINN fjall- ar um snobb og fals. Það er árás höíundarins á nútímann. Hann leitar frá honum til upp runans. í n'útímanum er sann- leikann ekki að finna nema á strjálingi. Og sízt af öllu með- al hinna skrýfðu og ilmvatns- stikkuðu. í Strompleiknum er allt falskt. allt blöff. Söngur- inn er falskur, söngprófessor- inn er fátækur, blómin fölsk, útflytjandinn og innflytjand- inn eru falskir, hundurinn falskur, bragginn er falskur og afurðirnar falskar, já, og milljónin, sem faklorinn lifði á, en átt aldrei, er fölsk. MIKIÐ ER RÆTT um strompinn. Menn velta vöng- um og þora ekkert að segja hvað hann eigi að tákna. Þjóð viljinn er ekki lengi að skýra hann: Strompurinn er Kefla- vikurflugvöllur! Það var bill- egt! Strompurinn er umgerðin utan um blekkinguna og fals- ið. Lík Gunnu vesalingsins er geymt í strompinum. Líkið er höfuðstóll mæðgnanna, því að áfram er haldið að sækja ör- orkubæturnar handa vesalingn um þó að dauður sé. Eldstóin er til þess að í henni logi eld- ur, en það má alls ekki tendra eldinn og láta loga, því að þá líður höfuðstóllinn upp í reyk. SJÓMAÐUR OG BARNA- KENNARI álpast inn í þenn- an furðuheim snobbs og fals. Hann dansar með um hríð en allt í einu finnst honum að allt sé óraunverulegt. Hann kannast ekki við sig í þessari furðuveröld. „Eruð þið öll út úr kú?“ öskrar hann. „Þarna i strompnum er helvíti. Ég er farinn.“ — Sjómaður og bama kennari úr smáþorpi. Hann vill fara heim úr þessum órum. Hann veit að skólinn er farinn að hlakka til að hann komi heim og taki til starfr^ m LEIKRITIÐ er hárbeitt á- deila. Það er satíra, ein hin bezta, sem við höfum eignazt! í rituðu máli. Það er ekki gam anleikur eins og höfundurinrs hefur sagt opinberlega - enda efast ég um að hann meini það. Hins vegar kemur margt skemmtilegt fyrir og bráðfynd ið eins og alltaf má finna í rit- smíðum Kiljans. jafnvel hin- um alvarlegustu. Vitanlega má deila um tæknilegar aðferðir þessa leiks. Ef til vill er kufi maður andans of langt sóttur, en ég er sannfærður um, að hann er aðeins látinn þjóna lampanum. hinum lýsandi lampa, sem skilinn er eftir á sviðinu í l'okin. Það er og snjallt að skrýða kúnstner Hansen kápu lampans. í dóm- um sínum virðist sem menni hafi aðeins horft á kuflmann andans, en ekki komið auga á ljósið, sem logar skært í öllxa þessu kolamyrkri. HALLDÓR KIILJAN hefuD brugðið upp spegli. Það eru ekki allir sem þola það að sj'á framan í . sjádfan sig. Menn minnast myndarinnar af Dori- an Gray. Hér hefur sama sag- an gerzt. Það kemur ekki á ó- var't i þó að snobbaveröld Reykjalytíkur. tildurlýðurinn og humlbúgsfólkið kveinki sér. —i Það hélt ef til vill að það fengí þarna eitthvað til þess að töngl ast á í skammdeginu, en þafS fékk ekkert slíkt. Það fékk vel úti látinn löðrung, HALLDÓRI KILJAN LAX- NESS finnst að sannleikans sá að leita hjá hjónunum i Brekkukoti, Steinari bónda og sjómanninum frá Norðfirði, einnig í kúnstner Hansen. Ég 'held líka að það sé rétt a?S leita hans á slóðum þessa fólks. Á einum stað ]ætur skálcl ið e na af persónum sínumi segja, að þegar allt sé hruniS sé bezt að fara heim með spila dósina sína. Ætlj það sé ekki líka v turlegasta lausnin á öll um þessum sýndairlle'ik í lífi okkar um þessar mundir? Hannes á liornnu. 2 17- okt. 1961 — Alþýðúblaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.