Alþýðublaðið - 25.10.1961, Page 8

Alþýðublaðið - 25.10.1961, Page 8
Björn Jóhannsson: BERLÍN II. VIÐ blaðamennirnir, sem staddir vorum í Berlín fyrir nokkrum dögum, á- kváðum að reyna að kom- ast til austurhluta borgar- innar, sem telst höfuðborg Austur-Þýzkalands og er aðsetur Ulbrichts. Þótt Ulbricht hafi stöðv að allar samgöngur Þjóð- verja milli borgarhlutanna hafa Vesturveldin ekki liðið að fulltrúar þeirra og útlendingum sé ekki frjálst að ferðast þar á milli. Um Austur-Berlín gilda aðrar reglur en um Austur-Þýzkaland sjálft í þessum efnum. Um Berlín er sérstakur samningur frá Iokum styrjaldarinnar milli Rússa og Vesturveld- anna. Okkur blaðamönnunum var sagt, að heppilegast fyrir okkur væri að fara til Austur-Berlínar á veg- um ferðaskrifstofu í Vest- ur-Berlín, sem annast ferðir um borgina alla. — Það gerðum við. „Alþýðule'ðtoginn“ Ulbricht. Við fórum í stórum far- fram gegnum vegatálm- þegavagni, og var hvert anir inn í borgarhlutann sæti skipað útlendingum var okkur tilkynnt, að Þjálfun barnanna er ekki vanrækf frá fjölmörgum löndum. Áður en farið var yf’r borgarmörkin í gegn um hlið það, sem aðeins er ætlað útlendingum, varaði leiðsögumaðurinn okkur við að hafa meðferðis aust ur-þýzka peninga, því ströng viðurlög væru gegn því, að ferðamenn, sem kæmu frá Vestur-Berlín, verzluðu fyrir þá í Austur- Berlín. Hann sagði hins vegar, að við gætum verzl að fyrir vestur-þýzk mörk, en rétt gengi fengjum við samt ekki fyrir peninga okkar. Við hliðið var fjöldi vopnaðra VOPOS og toll- verðir Ulbrichts. Vegabréf okkar voru skoðuð vand- lega. Ung bandarísk hjón voru rekin út úr vagnin- um, þar sem eitthvað þótfi athugavert við vega- bréf þeirra. Við sáum þau ekki aftur. Leiðsögumaðurinn okk- ar varð að fara úr vagnin- um við hliðið, en við tók ungur kommúnisti frá stjórninni. Hann var með okkur allan tímann í Aust- ur-Berlín. Áður en halciið var á- bannað væri stranglega að taka myndir af alþýðulög- reglumönnum, bifreiðum þeirra, bækistöðvum þeirra o. S. frv. Leiðsögumaðurinn okk- ar sagði, að við mættum hins vegar taka myndir af hyggingum, minnismerkj- um og öðru slíku og myndi hann sjá um, að vagninn stanzaði þar sem hægt væri að taka góðar mynd- ir. Loks var ekið af stað og farið víða um borgina. Skoðaðar merkar bygging- ar og stofnanir, bæði síðan fyrir styrjöldina og síðari tíma. Mikið ber á rústum og ummerkjum frá stríð- inu. Það fyrsta, sem ég tók eftir í Austur-Berlín var, hversu fátt fólk var á göt- unum. Klæðnaður þess er þunglamalegur og kauða- legur og smekklega klædd ar stúlkur sáust varla. Fólkið var dapurlegt að sjá og varð ég aldrei var við gleði eða kátínu í fari 3 25. okt. 1961 — Alþýðublaðið þess. Austur-Berlín er ömurleg borg í saman- burði við hið iðandi fjör og þróttmikla líf sem er » Vestur-Berlín. Borgarhlut arnir eru sem tveir ólíkir heimar. Hvar sem maður fór var allt morandi af VOPOS, vel vopnuðum. Öðru hvoru óku vörubifreiðir framhjá hlaðnar lögreglumönnum. Það fer enginn í grafgötur með að hann er staddur í lögregluríki, Það er þetta tvennt, sem mér finnst einkenna Austur-Berlín fyrst og fremst við fyrstu sýn, fólksfæðin á götun- um og hinn mikíi fjöldi vopnaðra „alþýðulögreglu manna“. Á liúsunum eru með stuttu millibili stórir rauð ir borðar með slagorðum og upphrópunum komm- únsta, t. d. Der Sozialism- us siegt ! (Sósíalism’nn sigrar), Weg mit dem Kriegsherd in Westberlin! (Burt með stríðsæsinga- mennina í Vestur-Berlín). Slagorðin eru alls staðar, — lifi þetta, Hfi hitt, eða niður með þetta eða niður með hitt. Á Humboldt há- skólanum eru slagorða- borðar, sem vegsama sam- starf verkalýðsins og menntamannanna. Þann- ig er það á öllum opinber- um byggingum sem ég sá. Eitt af þvi sem okkur var sýnt var minningar- garður um rússneska her- menn, sem féllu í orustun- um um Berlín. Garðurinn er stór og mjög fallegur. Leiðsögumaður okkar sagði. að þarna væru grafnir rússneskir her- menn af öllum tigi um og ennfremu þarna grafnir herm þeim herdeildum se: þátt í orustunum ui lín. Sunfmn okkar þó kennilegt, að skyldu gefa Þjóði minnismerki um rússneska hermen stríði við þá sjálfa, sögumaðurinn var

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.