Alþýðublaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 2
áltetjórar: Gtsii J. Ástþórsson (áb.) oe Benedlkt Gröndal. — Fulltrúl rlt ktjómar: [ndrlði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: BJörgvin Guðmundsson. — Btmar: 14 900 — 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- húslð. — PrentsmlðJa Alþýðublað^os Hverfisgötu 8—10. — Áskrlftargjald kr. 55.00 i mánuði. I lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — F-amkvæmdastj óri Sverrir Kjartansson. Nídingsverk Þjóðviljans ÞJÓÐVILJINN hefur oft gengið fram af almenn- ingi í svívlrðilegum pólitískum fréttaílutningi og i 'í þjónustu sinni við hinn alþjóðlega kommúnisma. En þó gekk blaðið lengra í gær í þessu efni en lengi undanfarið. A forsíðu Þjóðviljans í gær birt ist rosafrétt um það, að Vestur-Þjóðverjar standi í samningum við Islendinga um herstöðvar hér á landi1. Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráð- ; íherra upplýsti það á alþingi í gær, að frétt Þjóð- : viljans um þetta efni er tilhaéfulaus með öllu. Ráð , iherrann sagði m. a-: „Þessi fullyrðing (Þjóðvilj- ans) er ósönn og tilefnislaus með öllu. Hvorki vest ; ur-þýzk stjórnarvöld né neinir aðrir hafa leitað íyrir sér um það, að Þjóðverjar fengju aðstöðu ti'l . herstöðva eða heræfinga við ísland. Það, sem fo'laðið segir um þetta er þess vegna með öllu rangt ög án minnsta tilefnis.“ Og síðar í ræðu sinni sagði ráðherrann: „Ég er sannfærður um, að hér getur ekki verið um annað að ræða en það, að rit- ■ stjórn Þjóðviljans hefur sjálf logið sögunni upp.“ Menn eru ýmsu vanir af Þjóðvlljanum, en þó 1 mun mönnum þykja úr hófi keyra, er þetta mál- gagn hins alþjóðlega kommúnisma hér á landi lýgur upp svo alvarlegri frétt sem hér um ræðir. Hver er skýringin á þessu athæfi Þjóðviljans? spyrja menn. Hennar er ekki langt að leita. Sama daginn og Þjóðviljinn birti hina upplognu fimm : dálka frétt á forsiðu var lítil eindálka sönn frétt á þriðju síðu blaðsins. Sú frétt var um viðræður þeirra Krústjovs og Kekkonens um „öryggismál : Finnlands“ vegna „vígbúnaðar V-Þjóðverja“ eins og það hefur verið orðað. Þjóðviljinn skammast sín fyrir að blrta þessa frétt og reynir að fela hana. Þjóðviljinn er skömmustulegur vegna þess, að ■Rússar gerast nú ágengir við eina af hinum nor- rænu bræðraþjóðum okkar. En ei að síður er Þjóð ■ viljinn fús til þeirra verka að kynda undir þann áróður frá Moskvu, að Sovétríkjunum og Finn- landi stafi einhver hætta af „vígbúnaði V-Þjóð- verja“. Þess vegna er hm upplogna frétt um vest- : ur-þýzkar herstöðivar á íslandi birt á forsíðu Þjóð ; viljans í gær, sama daginn og Krústjov var að ræða við Kekkonen í Novosibirsk. Rússar hafa 'haldið því fram undanfarið, að Sovétríkjunum og Finnlandi stafi hin mesta hætta af Vestur-Þýzka- landi- Þeim stafi raunar einnig hætta af Noregi : og Danmörku vegna aðildar þeirra að Atlantshafs bandalaginu. Nú hefur Þjóðviljinn einnig beint at- hygli Rússa að íslandi (líklega samkvæmt pöntun frá Moskvu) með því að búa til sögu um vestur- þýzkar herstöðvar á íslandi. Slíkt níðingsverk eru íslenzkir kommúnistar nú að vinna gegn þjóð sinni og^um leið gegn bræðraþjóð okkar Finnum. :: isbréf JÞ’rh. af 7. síðu. enga ósk heitari, þér og öllum vinum þ’num og hjartans mál um til handa, en að þú lifir sem allra lengst, en þó um- fram allt við góða heilsu og fórnfús störf, sem þér er eig- inlegast að vinna. Ung vígðist þú hugsjónum jafnaðar og bræðralags á þeirri tíð, er berjast þurfti fyrir framgangi þeirra. En þess er ég fullviss að aldrei féllslu í þá freistni að vinna að framgangi jafnaðar með ójöfnuði og ofbeldi, og ein- mitt fyrir þá sök hafðir þú jafnan auðveldari og ánægju- legri sigur en vinnst með hat- urshug og ofstopa. Ósjálfrátt gerir maður sér í hugarlund að konur, sem eru íorkólfar í félagsmála- og kjarabaráttu, séu eigi gust- litlar, eigi smágerðar, eigi lág værar, eigi sem gamansam- ast.ar og eigi liltakanlega friðlegar. En ekkert í þessari lýsingu á við þig, heldur ein- mitt hið gagnstæða, og hefur þú þó sannarlega verið braut- ryðjandi og barizt sérstaklega fyrir réttindum verkakvenna í Reykjavík og á íslandi um áratuga skeið með heilla- drýgri árangri en flestar hér-. lendar konur á þinni líð. Og j það sem meira er; þú átt að: líkindum engan óvin frá þeim | vopnaviðskiptum, en aftur á j móti þúsundir þakklátra vina,! eigi aðeins úr röðum verka-, kvenna og verkamanna held- j ur og vinnuveitenda. Þeir, eigi i síður en aðrir, hafa hlotið að ( virða og dá þína heilsteyplu ; persónu við nánari viðkynn-! ingu; jafnvel þeir sem urðu nauðugir viljugir að hækka kaup:ð fyrir þína framgöngu. Það mátti e. t. v. virðast með nokkrum ólíkindum að ungu, grannvöxnu, friðsömu og glaðværu stúlkunnar af Síðunni skyldi bíða það; hlutverk baráttukonunnar í! höfuðstað landsins sem þín j beið. En svo hlaut að fara sem fór þar sem sundruð, þjökuð og snauð alþýðan var annars vegar og hjarta þittj og eðlisgróin samkennd með, lítiJmagnanum hins vegar.! Ekkert var fjær skaplyndi I þínu en að sækja fram í! fremstu röð sjálfri þér til vegsauka, en þú hlaust að verða kjörin til forystu sök- um mannkosta þinna og hæfi leika. Það eru næstum undar beittan órétti En nær er mér að halda að sjálf myndir þú heldur þola órétt bótalaust en leita réttar þíns, ef það kost aði hark og háreisti. Af því sést bezt hve heitl réttlætis kenndin hefir hlolið að brenna í brjósti þér annarra vegna, að það skyldi verða hlutskipti þitt löngum að berjast í stað þess að lifa í friði. Mér hefir oft virzl svo margt líkt með sér og viðar táginni í íslenzkri jörð, svo fíngerð sem hún er, mjúk, létt og sveigjanleg, en þó svo sterk að virðast má óslítandi. Og enn ertu sem ung viðar tág í íslenzkri jörð, fíngerð og sterk. Og það er sem lífs hamingja allra, sem þú hefir hjálpað á lífsleiðinni, endur- speglist að einhverju leyti í fari þínu. Friður hreinnar samvizku er skráður þar skýru letri. Mikið lífslán hefir þér ver ið léð og ég veit að þú ert skaparanum þakklát fyrir allt. Og sökum þess að þú þakkar honum, en sjálfri þér lítið eða ekkert af því sem þér hefur auðnazt að vinna, sökum þess myndir þú manna sízt ofmetnast af nokkru lofi. Það er því meira en óhætt að segja það, sem ég' hefi sagt um líf sitt. Þitt líf hefir ver ið köllun, hvort sem þú hef ir varið kröftum þínum í þágu verkakvennanna í félaginu þínu, fyrir barnaheimili Vor boðans, fyrir kirkjuna okkar og málefni hennar, ellegar barizt fyrir almannatrygging um á íslandi og endurbótum á þeim, svo að nefnd séu ör fá af þínum hjartans hugðar efnum Eitt hið mesta lífslán er að eignast góði vina. Þú ert í hópi þeirra vina okkar hjón anna og barna okkar, sem okkur þykir allra vænzt um, og er þá mikið sagt því að margir eru góðir. ‘Við fáum aldrei fullþakkað vináttu þína, tryggð þína, fordæmi og fórnarlund. En ég vona að þetta afmælisbréf beri með sér að ég gríp þetla tækifæri fegins hendi, hefi raunar beðið eftir því, til að tjá þér með fáum, fátæklegum orð- um einlæga virðingu mína og þökk fyrir samfylgdina á með an við erum enn saman á veg inum. Vegir skiljast að lok- um. Mig hefði iðrað þess alla ævi ef ég' hefði eigi skrifað þér þetta bréf á meðan tæki færi var til þess. Nú hefi ég talað eins og mér bjó í brjósti. Með vinarkveðju Emil Björnsson. Að þeim er dáðsí um allan heim. — Roamerúrin eru fremst í flokki svissneskra úra. 100% vatnsþétt og hefur því . . ... . . . ..v .. sviti og óhreinindi engin áhrif leg orlog, jafn friðsom og á þau hlédræg sem þú ert að eðlis!‘Eirtföid lœsin ákassanum fan, 0g svo hjartahly að oll, _ vernduð með fjórum Segulvarin. — Við- löndum. Til sölu hjá fremstu úraverzl- unum uin allan heim. börn vil.iá yera þín börn, að j einkaleyfum. þu skulir longum hafa mátt; Höggheid. Nákvæm. standa í slríði og baráttu. gerðarþjónusta í 137 Þetta gat eingöngu orðið fyrir þá sök að þú stríddir fyrir aðra, fyrir brýnustu og sjálf- sögðustu réttindum þeirra til lífsins, f.yrir því sem hjarta þitt vissi sannast og réltast. Þú hefðir aldrei getað setið. þegjandi hjá og horft á neinn | POAMEp £ 25. nóv. 1961 — Alþýðubla«ið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.