Alþýðublaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 7
ár a í d ag "•15; J óhan na E gi I sd ótfi r áttatíu rautry FOHANNA Egilsdóttir er áttræð í dag. Hún er eizti - starfandi brauðryðjandi ís- lenzkrar verklýðshreyfingar. Segja má að hún hafi tekið hátt í verkalýðsbaráttunni frá upphafi hennar, þó að hún hafi ekki á fyrstu árum baráítunn- ar komið mikið við sögu. Jóhanna Egilsdótt.r fædd- ist að Hörgslandskoti á Síðu, 25. nóvember ário 1881. Hún fæddist á harðinda- og plágu- tímum, því að mörgum hafa orð.ð minnisstæðar í sögum og sögnum hörkurnar um þetta leyti og plágurnar, sem þá gengu yfir. Þá dóu mörg börn, þá var kröm í mörgu koti og skortur svo að segja við hvers manns dyr. Hörgslandskot stendur undir fjalli og þar er sv pmikil og sterk náttúra, eins og víða í Skaftafellssýslum. Móðir Jó- hönnu hét Guðlaug Stefáns- dóttir og faðir hennar Egdl Guðmundsson. Þau áttu sex börn og var Jóhanna yngst þeirra. Heimilið var fátækt, en barizt var -til hins ýtrasta. Faðir hennar fór í ver á ver- tíðum, réri til fiskjar, en móð- ir hennar sá um skepnurnar og heimdishaldið ein síns liðs. Það var dimmt og kalt í bað- stofunni og lítið um ljósmeti. Það var erfitt að s'.nna um kindurnar í byijum og frost- hörkum en léttara að huga að kúnum, því að þarna var fjós- baðstofa og má því segja að fólkið hefði ylinn af kúnum. En oftast var nóg að borða í Hörgslandskoti, enda fyrst og fremst hugsað um það. Þá mið- aðist iífsbaráttan öll við mat- inn, — þaö var ekki fyrr en löngu seinna að íslend nga?' fóru að líta á fæðuna eins og sjáifsagðan hlut.. Þegar Egill, faðir Jóhönnu, hætti að róa, fyrir aldurs sakir, fóru bræður hennar að fara í ver — og upp úr því fór að létta til. Jóhanna fór að vinna þegar hún hafði getu t.l. Hún var látin sitja yfir ám þegar hún var átta ára gömul. Hún lærði lestur, skrift og re.kn- ing hjá farkennurum heima og naut ekki annarrar skóla- göngu. Nokkru fyrir aldamót- in hættu foreldrar hennar bú- skap, en bróðir hennár tók við búinu. Hún vildi leita burt og vegna kynna við heimili sýslu- mannsins í Kaldaðarnesi, Sig- urðar Óiafssonar, sem var Skaftfellingur, réðist hún þangað sem vinnukona árið 1898, en þá var hún 17 ára gömul. í Kaldaðarnesi var stórt og mikið heimili, fastar íil Jóhönnu Egilsdóttur hinnar síungu verkakonu á áttræðisafmæli hennar 25/11 1961 Hve gott er yfir geng nn veg að ge.ta horft og sagt að alþjóð fram til heilla og hags sé heildarstarfið lagt, að vita og sjá, að veg r þeir, sem vísað maður hefur, er þjóðleið nú til þroska og vegs, sem þegar ávöxt gefur. En fæstir öðlast farsæld þá, því fáum gefið er að greina alltaf götur rétt og ganga þær, sem ber. I>ó hlotnast kvnslóð e‘nn og einn, sem aldrei hvikar göngu að þú ert ein í þessum hóp, veit þjóðin fyrir löngu. Og því er allra handíak heitt, sem heilla biðja þér. Það fylgir hjartans hugur því frá hverjum, sem það er. Nú skilst þeim bezt, hve fjarri fer, að förl’st hver með árum, því ,,fögur sál er ávallt ung“, jafnt undir silfurhárum. Bragi Sigurjónsson. reglur, gestkoma og nokkuð stórlæti. Kaup Jóhönnu var 30 krónur fyrir ár.ð og fjórar flíkur. Hún vann öll algeng heimilisstörf og óf og saum- aði. Einstaka s.nnum fór hún niður á Eyrarbakka, sem þá var voldugur staður og margt að sjá,‘ en elcki fór hún oft. Þegar Jóhanna var 21 árs kom nýr vinnumaður í Kaldaðar- nes: Ingimundur E narsson frá Stöðlum í Ölfusi. Hann var dugnaðarmaður, rólyndur og kvrrlátur og hann var mynd- arlegur á velli og hlýr í við- kynningu. Þau felldu hugi saman Jóhanna og hann og afréðu að fylgjast að upp frá því. Þau voru tvö - ár enn v.nnuhjú, en sögðu svo upp vistráðningunni árið 1903 og afréðu að halda til Reykjavík- ur. Þau báru föggur sínar og gengu saman upp á Ölfusár- bakka og biðu ferju frá Arn- arbæl . Þegar þau voru kom- in yfir voru þau reidd upp á Kambabrún, en þaðan gengu þau saman alla leiðina t.l höf- uðstaðarins, sem þá var eins og smáþorp nú til dags. Þau áttu kunn.ngja í húsi við Grettisgötu, sem þá var að byggjast, og fóru til hans. Þar fengu þau góðgerðir og hvíldu sig. Að þvi loknu gengu þau suður að Nesi v.ð Seltjörn. Þar réð st Jóhanna í vist, en. Ingi- mundur hélt að Gróttu, en það- an ætlaði hann að stunda sjóróðra. Þau höfðu ákveðð að ganga í hjónaband um haustið, og eftir að þau höfðu útyegað sér vistarveru, gaf séra Ólafur Óiafsson þau saman. Og svo hófst lífsbaslið fyrir Þau bæði. Hann vann baki brotnu hvers konar vinnu sem gafst, hún vann líka út á við, fór með þvott s nn á sjálfri sér inn í Laugar, eignaðist sín fimm börn, fór með þau í kaupa- vinnu og jafnvel norður á síld. Þau börðust við ómegð og at- vinnuleysi, en björguðust af með þrautseigju, glaðlyndi og staðfestu. — Jafnvel á gamals- aldri stundaði Jóhanna hrein- gerningar, þvoði gólf og ganga í Arnarhvoli og víðar, meðal Framhald á 14. síðu. og pðKKIÍ formanni Alþýðuflokksins R . RÚ Jóhanna Egils- dótt r er áttatíu ára í dag, og það sem meira er, hún gegnir enn með sæmd og prýði for- mannsstörfum í félagi sínu, verkakvennafélag nu F r a m - s ó k n , sem hún hefur helg- að starfskrafta sína um ára- tuga skeið, þáð er mikið lán, og ekki aðeins fyrir Jóhönnu sjálfa, að hún hefur elzt svo vel, sem raun ber v'tni, held- ur einnig fyrir félagið hennar, því að fáa forsvarsmenn verka- lýðsfélaga hef ég vitað jafn áhugasama um kjör og af- komu meðlimanna og hana. En Jóhanna hefur haft áhuga fyr r fleiru, og þá fyrst og fremst fyrir Alþýðuílokkn- um og störfum hans. sem hiúm hefur tekið þátt í af lífi og sál alla tíð. Hún hefur átt sæti i miðstjórn flokksins og á flokksþ ngum í marga áratug.i, og áít mikinn og farsælan þátt í að móta stefnu hans. Ég vil á þessum afmæl- isdegi hénnar votta henn', fyr- ir Alþýðuflokksins hönd inni- legustu þakkir fyrir öll störf- in. Hún hefur átt því láni að fagna að sjá af þeim mik nn, og góðan árangur, og ég veát- að það mundi gleðja hana mest nú og framvegis, ef sá árang- ur yrði stöðugt me ri og betri. E m i 1 Jónsson. AFMÆLISBRÉF Kæra vinkona: Fyrir mína hönd, konu minnar og barna, árna ég þér allra heilla og blessunar á átt- ræðisafmæli þínu og heilsaðu börnum þínum frá okkur. Þegar ég á þessum tíma- mótum í lífi þínu leiði hug- ann að öllum hinum réttlitlu, sem þú hefur barizt fyrir að næðu rétti sínum, öllum þeim sundruðu, er þú hefur sam- einað, öllum þeim umkomu- litlu, sem þú hefur verið sverð og skjöldur, öllum þeim er þú hefur satt og glatt, beint og óbeint, og helgað hugsun þína og starfskrafta, þá fyll- ist hugur minn fyrst alls þakk lætis til skaparans, sem hef- ur gætt þig slíku þreki og þrá til að láta gott af þér leiða. í brjósti þér streymir sú auð- lind hjartans, sem vaxið hef- ur því meir sem meira hefur verið af henni ausið á langri ævi. Ég fer ekkert dult, með það að ég dáist að persónu- leika þínum, því sem þér hef- ur verið gefið og hvernig þú hefur varið því. Og nú .á ég. Framhald á 2. síðu. AlþýðublaS.ð — 25, nóv. 1961‘ J ' • l.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.