Alþýðublaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 7
í CONSUL 315 er nýjasta FORD gerðin í ár. Hafa FORD verksmiðjurnar ennþá einu sinni verið fyrstar til þess að leysa hina tæknilégu þraut að smíða hagkvæmari, þægi- legri og sterkari bíl í flokki léítari bíltegunda. í CONSUL 315 eru fle*ri kosfir stærri ^bilanna en í nokkrum öðrum bíl í léttara flokkinum. Viðbragðsflýtir CONSUL 315 er hreint undraverður, hin nýja vél framleiðir 56,5 hestöfl en eyðir þó aðeins 7,8 lítrum af benzini á 100 km akstri. Mesti hraði er 125 km á klst. — Það festir aldrei snjó á afturrúðu og farangursgeymslan er stærri en í nokkrum öðrum bíl af svipaðri stærð. VEINIM EGILSSON H.F ÉG KVEIKTI Á KERTIMÍNU Omar skálds Ingólfur Kristjánsson. ÓMAR FRÁ TÓNSKÁLDS- ÆVI. — Aldarminnjng próf. Bjarna Þorsteinssonar prests og tónskálds í Siglufirði. — Útgefandi Siglufjarðarkaup - staður 1961. SIGLFIRÐINGAR minaast séra Bjarna Þorsteinssonar með þessari bók á mjög mynd- arlegan hátt. Bjarni Þorsteins- son var mikill merlcismaður að öllu leyti. Hann var fjölhæfur gáfumaður og lagði stund á margt, fátt mannlegt var hon- um óviðkomandi. Hann var mikill listamaður, fjólhæfur fræðimaður og mikill braut- ryðjand; í félagsmálum. Hann hefur stundum verið nefndur faðir Siglufjarðar ,sakir hins mikla starfs í þágu síldarborg arinnar norður við Dumbshaf. Eftir 1874, að íslendingar fengu tækifæri til að stjórna málum sínum sjálfir og ráð- stafa fé t.l félagsmála og fram- fara í landinu, komu fram á svið sögunnar margir mikii- hæfir forustumenn, sem létu að sér kveða í svéitarstjórnum Margir þessara manna lögðu und rstöðuna að þeim fram- förum sem síðar urðu og ruddu veginn til að fólk skildi, hve mikill máttur og frjómagn var frá tón- ævi fólgið í mætti samtaka og auk.nnni félagshygg.iu. A3 vísu hefur ekkj verið nægilega hald ið á lofti starfi og sigrurn þessara manna, en þegar s*aga sveitastjórnanna verður rituð, verður hlutur þeirrn sýndur í réttu ljósi. Bjarni prestu.- á Siglufirði var framsýnn frum- kvöðuli sveitarstjórnarmála í byggðalagi sínu. Hann var lengi oddviti Siglufjarðar og vann ótrauður að því, að Siglu fjörður fengi kaupstaðarrétt- indi. Saga prests'.ns á Sigiufirði er sögðu í þessari bók mjög vel. Höfundur hefur tekið við- fangsefn; sitt föstum tökum. Hann hefur leitað víða til fanga og kannað heimildir. — Bókin er skemmtileg aflestrar og rituð á hressilegu máli. Að vísu er höfundur stundum all- mikið hrifinn af söguhetjunni. En það er enginn ókostur; þar sem um er að ræða einn merk- asta mann í prestastétt lands- ins á sinni tíð. Sagan er gerð svo úr garði, að Slglfirðingum er mikill sómi að. Gaman er að lesa frásögn bókarinnar af starfi séra Bjarna fyrstu árin á Siglufirði. Presturinn ungi flytur úr glaumi Reykjavíkurlífsins til eins afskekktasta staðar á landinu. Hann tekur starf sitt af festu og karlmennsku. Hann er jafnmikill atkvæðamaður við að efla bætt sönglif í kirkju sinni heima á Siglufirði og að brjótast yfir heljarvogi til næsta fjarðar. Þróttur hans og karlmennska verður alltaf söm, hvar sem litið er á ævi- starf hans. Hann vinnur lika hvern sigurinn af öðrum. — Siglufjarðarprestar höfðu aldr ei vaklð athygli. Prestakallið hafði verlð vanhirt, afskekkt og þangað fengust sjaldan dugmiklir prestar. En um daga séra Bjarna varð Siglufjarðar- prestur umtalaður um allt land, sakir hins mikla braut- ryðjendastarfs, sem hann vann á mörgum sviðum. Séra Bjarni Þorsteinsson vann þrekvirki á mörgum sviðum. Hann er citt bezta tónskáld landsins. Harin safn- aði þjóðlögum. íslenzkt þjóð- lagasafn er eitt hið mesta stór- virki íslenzkra fræða. Það er ólíkindum næst, að einn mað- ur skyldi geta safnað því sam an og vera langt úr þjóðbraut hins eiginlega lífs í landinu. Ef til vill birtist dugnaður og kraftur séra Bjarna hvernig eins vel og í þessu vcrki. En séra Bjarni vann einnjg fleiri verk, sem ekk; eru síður merk. Ættarskrá hans, sem hann gaf út sýnir einnig h'nn mikla fræðaáhuga hans. Einn- ig er hann brautryðjandi uin héraðssagna ritun hér á landi. Hann er fyrsti fræð'maður Framhald á 12. síðu. ANNA FRÁ MOLDNÚPI háði eina glímu frækilega fyrir all mörgum árum. Hún tókst á við harðgáfaðan og hrokafull- an sagnfræðing úr hópi komm únista um mál, sem voru og eru viðkvæm normal fólki á íslandi, eða nánar sagt fólki með eðlileg mannleg við- brögð. — Sagnfræðingurinn barðist hart og málgagn hans lét einskis ófreistað. Deilt var um kristinn dóm, eins og hann er í lífi nútímafólks á íslandi, sem á rætur sínar í fornri þjóðmenningu. Og barst nú leikurinn víða. En um það er deilunni lauk, hafði sagnfræðingurinn og málgagn hans gripið til þess að væna andstæðingsblaðið um það, að Anna frá Mohl- núpi hlyti að vera gervinafn, fannst bærilegra, að bera ósigur sinn og hrakfarir kommújnismans í þessari rimmu, ef á bak við nafnið Anna frá Moldnúpi fælist harðsnúinn og hámenntaður maður, en ekki stúlkukind — ólærð ofan úr sveit. Siðan hef ur mátt kalla Önnu frá Mold- núpi þjóðkunna konu. Svo af- dráttarlaus var sigur hennar í þessu máli. Anná frá Moldnúpi hefur síðan verið sér allmikið til ferðalaga og ritað um bækur, auk þess sem hún hefur ritacl eina skáldsögu með viðfangs- efni úr Landnámu. Kunnust af bókum hennar er Fjósa- kona fer út » heim, sem vakti talsverða athygli á s nni tíð Síðasta bók hennar er: Ég kveikti á kerti mínu, ferða- þættir frá ítalíu. Er þetta mikil bók yfir 300 bls. ac> stærð. Anna frá Moldnúp; getur vel sagt frá svo að lalsvert gaman sé að fylgjast með ferð- um hennar. Það sýndi hún þegar í fyrstu bók sinni. Og. frásagnarefnin hefur hún nóg í þessari bók, þar sem er Róm, borgin eilífa, og ýmsir hinir merkustu staðir á ítalíu. Eln sá er gallinn á þessu verki, að Önnu hefur ekkert farið fram í frásagnarlistinni, síðan hún reit fyrstu bók sína. Og hún er einhvernveginn cúðin_ óprúttnari í meðferð málSins,. slöngvar um sig útlendum slettum, án þess að minhsta nauðsyn sé til. Þetta er ékki fínt, hressír ekki vitund upp á slílinn, er i sjálfu sér apakatt arháttur, og á köflum talsúerð- bókarlýti. Sama máli gegnir* um réttritun og prófarkalest- ur, því er hvorttveggja æ'ð* Framhald á 14. síðif. Alþýðublaðið — 12. deg. 1961 „

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.