Alþýðublaðið - 12.12.1961, Síða 12

Alþýðublaðið - 12.12.1961, Síða 12
$ s \ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s \ s s S s s s s s s s s s s s s s s s c Sækoptinn er ný bók um uppfingamanninn unga Tom Swift og vin hans Bud Barclay, sem kunnir eru orðnir af afrekum sínum í áð ur útkomnum bó'kum um „Ævintýri Tom Swift“. Ein þeirra, Geimstöðin, varð met sölubók síðastliðið ár. SÆKOPTINN er ein þeirra drengjabóka, gem ekki verð ur lögð frá sér fyrr en hún er fulllesin. Ný ævintýri kjarnorkualdarinnar heilla alla drengi, sem gaman hafa af viðburða hröðum og spennandi sögum. Verð kr. 63,00+1,90. Snarráð er ný barnabók sem gerist í heimi álfanna. Álfarnir eru yndislega góðar verur. í>eir eru á sífelldu flögri og hyggja að, hvort lítil dýr eða blóm muni vera í háska st’ödd eða fuglar, sem eig^ bágt. Verði álfarnir vari við einhvern, sem í vanda er staddur reyna þeir að hjálpa þeim. — Þið hafið áreiðanlega gaman af að lesa um öll æv- intýrin herpiar Snarráðar. Verð kr. 48,00 + 1,45. Kjarnorkukafbáturinn kemur hér út í annárri útgáfu og er ekki að efa að bókinni verður vel tekið. Til gamans má geta þess, að þegar bók in kom fyrst út, var hún uppseld vi'ku fyr ir jól, eða sem sagt áður en aðaljólasalan byrjaði. Óhætt er að fullyrða, að fáar söguhetjur hafa náð jafn mikilli og skjótri hylli íslenzkra pilta og hinn snjalli, ungi vísindamaður, Tom Swift og vinur hans, Bud Barclay. Verð kr. 63,00 + 1,90. Bókaútgáfan' Snæfeil Tjarnarbraut 29. Hafnarfirði. Sími 50738. Jólatréssalan er byrjuð Grenisala, kransar og krossar, skálar, körfur, mikið úrval af alls konar jólaskrauti á góðu verði. Fyrir þá, sem vilja skreyta sjálfir alls konar skraut í körfur og skálar. Gott verð, góð þjónusta. Blóma og Grænmetismarkaðurinn, Laugavegi 63, og Blómaskálinn vig Nýbýlaveg. Athugið að Blómaskálinn við Nýbýlaveg er opinn alla daga frá kl. 10—10. Æ vinfýrabækur fyrir lítil börn Ævintýrabækurnar Álfabörnin og Fósturssonur tröll anna eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka fást í öllum bókaiverzlunum. Bækurnar eru með teikni- myndum eftir vÞórir Sigurðsson tei'knikennara við Laugarnesskólann. Bækurnat ,eru sérstaklega ætlað- ar fyrir böm á aldrinum 7—10 ára. Bókaútgáfan FEYKISHÓLAR Austurstræti 9 — Sími 22712. Tónskáldsævi Framhald af 7. síðu. landsins, sem ritar sögu ein- saks byggðarlags eða hrepps. Ég hygg að séra Bjarni hafi einmitt með þessu riti kve.'kt hjá öðrum löngun til að sinna slíkri sagnaritun. Ég hef aðallega í þessum greinarstúf dvalizt við sögu séra Bjarna. Ég vil með því minna lesendur mína á, að þag er öllum hollt, sérstaklega ungu kynslóðmni að kynnast ævi afburðamanna sern sóttu fram á nýjum sv'ðum og ruddu veginn fyrir nýjum framfór- um og bættu lífi í landinu, — Sigur þeirra verður hvatning, saga þeirra verður fyrirmynd. Æska landsins mun sækja t.l þeirra kjark og þrótt. Saga þeirra er því holl lesntng, sem æskufólk á að lesa og nema af. Siglufjarðarkaupstað’.U' hef- ur sýnt minningu séra Bjarna Þorsteinssonar mikla og verð- skuldaða vírðingu með þessu riti. Ritið er mjög vel úr garði búið. Ingólfi Kr stjánssyni hef- ur tekizt vel með þessa bók, og sýnt. að hann er vaxandi rit- höfundur, sem mikils má vænta af. Jón Gislason. NÝJAR BÆKUR CAROLA, eftir Joan Grant, höfund bókarinnar Vængjaður Faraó, í þýðingu Steinunnar Briem. Y O GAHEIMSPEKI, í þýðmgu Steinunnar Briem. Hér er leitast við að vekja menn til sjálístæðrar hugsunar og benda á leiðir til dýpri skilnings á ráðgátum lífs og dauða. L Æ-R ISVEINNINN, eftir Sholem Asch, í þýðingu Magnúsar Jochumssonar. Læúsveinninn er talinn eitt hið snjallasta, sem Sholem Asch þefur ritað, en hann er heimsfrægur höfundur. í fyrra kom Rómverjinn eftir sama höfund. f^R Æ F U M , eftir .Hallgrím Jónasson. Lifandi lýsing á landi og þjóð. í bókinni er fjöldi mynda af þeim ferðamannahópum, sem SSEgrímur hefur ferðazt með um öræfi og óbyggðir. S Tf Ý FÐAR FJAÐRIR, nýjasta saga Guðrúnar frá Lundi. Þessi saga er af flestum sögð með því skemmtilegasta, sem Guðrún hefur skrifað. FANNEY Á FURÐUVÖLLUM, eftir Hugrúnu. — Hugrún er fyrir löngu þjóðkunn fyrir Sur sín og skáldsögur. Hún telur þessa bók hið bezta sem 'mánrefur skrifað. AGRÍMSFÖR %L HEILSULINDANN A í LOURDES, eftir Guðrúnu Jacoibsen. Jóhannes ibiskup í Landakoti seg |r m. a. í formálsorðum: Bókin er einlæg frásögn ungrar konu af því, er hún sá fyrir sér samankomnar á einum stað þjáningar mannkynsins —- hinn þunga kross — er varð svo miklu léttbærari, er kropið hafði verið með hann að fótum heilagrar Guðsmóður. HEIMSÓKN, eftir Ólöfu Jónsdóttur. Falleg bók. Enginn vafi er á því, að Ólöf hefur góða hæfileika sem rithöfundur. Því ber vitni ; efni það, sem birzt hefur eftir hana í tímaritum, blöðum og útvarpi. MÁTTUR ÁSTARINNAR, eftir Ingibjörgu Jónsdóttur. — Ingibjörg er ung reykvísk húsmóðir Þetta er fyrsla skáldsaga hennar og fjallar um ævintýri ungrar stúlku, sem telur sig hafa fundið hamingj- una á Keflavíkurflugvelli — og eltir hamingjuna til Amer- íku. En þá kemst hún að raun um að lífið er hverfult og láni_ð valt. — Hún snýr heim og... SVÖRTU VIKUDAGARNIR, skáldsaga úr Reykjavíkurlífinu eftir Asgeir Jónsson. Höf- undurinn kemur víða við og sér margt sem öðrum sést yfir í önn dagsins. NÓTTIN II E L G A . Myndir af fögrum listaverkum, sem gerð hafa verið í minn ingu um fæðingu frelsarans. Leiftur. . bók eftir Brunton EINBÚINN EINBÚINN í HIMALAYA heitir bók eftir Poul Brunton, sem blað-nu hefur borizt frá jís+oldarprervtsm/iðj’u. Poul Brpnton er löngu kunnur ís- lendingum, því þegar hafa ver ið jeýddar eftir hann 4 bækur, sem allar hafa náð mikbim vin sældum. PquI Brunton er vafalaust víðlesnasti vestrænn rithöfund ur, sem um yoga og skyld efni hefur skrifað. Einbúinn í Hima laya er í senn ferðasaga frá Himalayafjöllum og hugleiðing ar og fræðsla um þau efni sem Brunton hefur orðið frægur fyrir. Brunton dvaldist um skeið í háfjöllunum við landa- mæri Tíbets og Indlands til að njóta einverunnar og sökkva sér niður í hugleiðingar. Þarna í einverunni í umhverfi hrika fagurra fjalla hélt hann dagbók Framhald á 14. síðu. J2 12. des. 1961 — AlþýSublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.