Alþýðublaðið - 03.01.1962, Side 8

Alþýðublaðið - 03.01.1962, Side 8
BRÁTT mun nýtt flugvéla skip bætast í Atlantshafs- flota Bandai'íkjanna. Það verður risastórt og búið kjarnakljúfum. Það er því búið stærsta kjarnorku- veri, sem nokkru sinni hef ur verið lálið knýja skip. Skip þetta mun bera á annað hundrað flugvélar og verða margar þe’rra 38 tonna sprengjuflugvélar, sem fijúga með 1000 til 1100 km. hraða á klst. — Þetta eru þrýstiloftsvélar og geta flogið um 3000 km án lendingar. Á skipinu verða einn:g orustuvélar, sem fljúga hraðar en hljóðið, allt að töluvert á þriðja þúsund km. á klst. Þetta nýja flugvélaskip, sem ber nafnið „Enter- prise“ er að ýmsu leyti ó- líkt fyrri flugvélaskipum. Það er sjálft óvopnað, á því eru engar byssur eða flugskeyti og algerlega treyst á flugvélarnar. Þetta hefði þótt djarft fyrir nokkrum árum, en skip þetta er búið svo öruggu og víðtæku radarkerfi, að það verður vart við öll skeyti, flugvélar eða skip sem nálgast það. A broti úr sekúndu hafa stjórnendur skipsins fengið allar upp- lýsingar um aðvífandi hættu, hvaðan hún komi, með hvaða hraða o. s. frv. og jafnframt er öðrum skipum, sem kunna að hafa samflot með Enter- prise, gert aðvart á sömu sekúndunni, ef ástæða þyk ií til. Skipið er það stórt, að leggja mætti bæði stórskip in Queen Elizabeth og Qireen Mary á þilfar þess hlið við hlið. Rafmagnsþræðirnir, sem notaðir eru í skipinu, eru svo langir, að þeir myndu ná frá London til nyrztu stranda Skotlands. Kopar- lagnirnar eru þó enn lengri, því þær myndu ná frá Washington t:l Hawai- eyja. Ahöfnin verður 4600 manns, og verður stór hluti hennar að sinna við- haldi hinna margþættu og flóknu tækja, sem eru á skipinu, en þau eru fleiri en á nokkru öðru skipi, því það er allt búið nýtízku tækjum. Kjarnakljúfamir vinna þannig, að orka, sem frá þeim kemur við kjarna- klofningin,' er notuð til að breyta vatni í gufu. Gufan knýr svo túrbínur, sem snúa fjórum 28 tonna skrúfum, sem skipið geng ur fyrir. Enterprise verður raun- verulega fljótandi borg. — Þar verða t. d. 1800 símar, alls konar verzlanir, kvik- myndahús, sjónvarpsstöð, pósthús, bókasafn, klæð- skeri, sjúkrahús o. s. frv. Þarna verður líka fengelsi, slökkvistöð, lyfjabúð og fjölda margt annað. Fjórar flugvélalyftur verða í skipinu, sem eru svo stórar, að koma mætti fjórum einbýlishúsum auð veldlega fyrir á hverri fyr ir sig. Lyfturnar eru gerð- ar úr alúminíum 0g eru lang stærstu stykki sem nokkru sinni hafa verið smíðuð úr alúminíum. Kostnaður við byggingu þessa skips er ekkert smá- ræði eins og gefur að skilja. 20 þús. milljónir íslenzkra króna var skipið talið myndi kosta síðast þegar gerð var heildarkostnaðar áætlun. Skipið var byggt á þrem og hálfu ári 0g þykir það vel gert. Hraði skipsins verður 40 mílur eða um 65 km. á klst. Þótt skip þetta hafi verið byggt til hernaðar mun það þó gefa mikla dýrmæta reynslu t. d. farþegaskip- um, sem í framtíðinni kunna að verða smíðuð og knúin verða kjamorku. — Stofnkostnaður slíkra skipa er gífurlegur, en reksturskostnaðurinn er hins vegar örlítið brot af kostnaði við rekstur skipa, sem brenna olíu. ★ ★ ★ Ganghraði flugvélaskipsins „Enter- prise“ er 40 mílur og orkuve.r þess myndi nægja borg með emni milljón íbúa. A b lfarinu má auðveldlega koma fyrir Pálslcirkjunn í London. MIKIL LEIT fer nú fram að huldum fjársjóði í Burma. Þessi fjársjóður er geysimikill, einhver hinn mesti, sem nokkru sinni hefur verið leitað að, en jafnframt er leitin ein hin óvissasta hvað árangur snertir, sem gerð hefur ver ið. Leit þessi hófst skömmu eftir, að h:nn sigraði her Japana hélt af stað í hina löngu leið frá Suðaustur- Asiu til Japans. Japanski herinn var í raun og veru alls laiís, þeg ar hann sneri heim eftir uppgjöfina. Út af fyrir sig hefði það ekki þótt neitt furðulegt, ef ráðamenn í Burma hefðu ekki vitað, að japanski herinn hafði rænt landið nær gjörsamlega af öllu gulli, gimsteinum og öðrum slíkum verðmætum. Eitthvað af ránsfengnum kann að hafa komizt til Japans, en meirihlutinn komst þangað áreiðanlega aldrei — en kom heldur ekki í ljós, eftir að Japanir gáfust upp 0g hefur ekki fundizt fram til þessa dags. Nær strax og Japanir hurfu á brott byrjuðu æv- intýramenn að leita fjár- sjóðanna og reyna að stað setja þá. Að sögn íbúa Oein balafjallanna mun vera þar geymdur einn slíkur fjársjóður í um 20 mílna fjarlægð frá landamærum Thailands og Burma. Þessi fjársjóður, sem talinn er falinn í fjöllunum, nemur að verðmæti tugum eða hundruðum milljónum króna í óslípuðum demönt um, gullstöngum og silfri. íhúar staðarins segja, að um það leyti, sem Japanir gáfust upp hafi þeir látið hermenn grafa jarðgöng inn 1 fjall nokkurt og þar hafi fjársjóðurinn verið grafinn. Að loknum greftri gang- anna segja íbúarnir, að Japan:r hafi skotið alla þá, sem unnu við gröftinn, svo öruggt væri að ekki kæm- ist upp hvar fjársjóðurinn lægi grafinn. E'nnig var jarðsprengjum komið fyr- ir á svæðinu til að gera þeim erfitt fvr'r sem seinna kynnu að vilja leita sjóðsins. Sögur þessar bárust fyrst til Rangoon í gegnum Tokíó, er Burmabúar tóku aftur að ferðast ti] Japans eftir stríðið. Margir hátt- settir Burmabúar höfðu unnið með Japönum, með an á hernáminu stóð 1942 —45, og þeir héldu margir sambandi sínu við japanska hersins . ir hurfu heim .ns. Fyrir nokkrum i ofnað fyrirtæki e ;oon, sem nefnd.i: balafjársjóðurinn ] fyrirtæki tókst i inngang steinsteyj ganga, sem lágu i: ina í áður umræd Jarðgöng þessi k’ hins vegar í mikinj smærri ganga. Fj eyddi 100 þús kr. kvæmdirnar ,en íe ei fjársjóðinn og hætta við svo búií Nú hefur nýtt : verið síofnað, sei meira fé úr að sj mun halda áfram, fyrra fyrirtækið 1 um leið mun það 1 lungstens wolfrj fleiri d.ýrmætra sem í fjallínu k finnast. Moulmein, þar sjóðurinn er sagð er nálægt endastöi árnbrautarinnar“, nafn hlaut hin fra braut milli Burm am, sem lögð vai teknum heri bandamanna m< styrjöldinni stóð. $ 3. janúar 1962 — Alþýðublaðið ■xmmimr-'

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.