Alþýðublaðið - 04.01.1962, Síða 13
.MMMMMMMUMHMMMMMHM
AÐALFUNDUR Stúdenta
félags jafnaðarmanna var
haldinn í 3. kennslustofu Há-
skóla íslands í nóvemberlok.
Formaður félagsins, Hrafn-
kell Ásgeirsson, stud. jur.,
sett; fundinn og skipaði Björn
Friðfinnsson, stud. jur, fund
arritara.
Formaður flutti skvrslu
stjórnar, fyrir sl. starfsár
Starfsemin hafði verið tö!u-
verð á síðastliðnu ár, og
hafði aukizt mjög verulega
frá árinu áður. Á síðastliðnu
ár; gekk Stúdentafélag jafn-
aðarmanna til samstarfs með
Vöku í sambandi við und'r-
búning að hátíðahöldum fyr-
ir 1. desember á bví ári. Eins
og kunnugt er, var fuilveid-
isdagurinn þá helgaður iand-
helgismál nu. í nefnd til að
undirbúa hátíðahöldin var
kosinn Hrafnkell Ásgeirsson,
stud: jur., og til vara Hrafn
Bragason, stud. jur., frá félag
inu. Jónatan Sveinsson, stud.
jur., var kjörinn í r tnefnd
1. des. Stúdentablaðs frá
Stúdentafélagi jafnaðar-
manna.
Haldnir voru nokkrir fund
ir á árinu á vegum félagsins.
Vor-u fengnir margir forystu-
menn Alþýðuflokksns á
stjórnmálasviðinu til að ræða
við félagsmenn um ýmis mál
sem voru efst á baugi hverju
sinni.
Á aðalfundi félags ns 1960
var samþykkt tillaga frá
Bolla Gústavssvni, stud.
theol., þar sem stjórn félags-
ins var fal-ð að ræða vtð önn
ur stjórnmálafélög nnan há-
skólans svo og Stúdentafélag
Háskólans um það, að lifi
yrð; að nýju blásið i h ð síð-
astnefnda, og tæki það aftur
sess málfundafélags innan há
skólans eins og fyrrum, og
gætu stúdentar þar rætt
stjórnmál, vísindi og listir.
Stúdentafélag jafnaðar-
manna skr faði fyrrnefndum
félögum um þetta mál Svar
kom ekk; frá Félagi réttækra
eða Félagi frjálslyndra ,en
Vaka hafn. málaleUun þess-
ari. Svar Stúdentafélags Há-
skólans var, að þatí hélt tvo
fundi á síðastliðnum vetri.
annan um áfenga ölio en
hinn um aðskilnað ríkis og
kirkju.
Málgagn féiagsins Stúd-
entablað jafnaðarmanna. kom
einu sinn; út á síðasta vetri.
ungá
IrnlCTÍTM
STJÓRN Stúdentafélags jafnaðarmanna. Talið frá vinstri: Hrafn Bragason, stud. jur., Björn
Friðfinnsson, stud. jur., Hrafnskell Ásgeirsson, stud. jur., Óttar Ingvarsson, stud. jur., Guðjón Stef-
ánsson, stud. polyt.
AÐALFUNDUR STÚDENTA-
FÉLAGS JAFNAÐARMANNA
Ritstjóri var Hrafn Bragason
stud. jur.
Nú í haust gekk félagið
að nýju t l samstarrs við
Vöku um undirbúning að há-
tíðahöldum 1. desember í ár.
Var fullveldisdagurinn að
þessu sinn; helgaður vest-
rænni samvinnu. í hátiðar
nefnd fóru frá félaginu þe r
Björn Friðfinnsson, stud. jur.
og Óttar Yngvason, stud jnr
Frá félaginu fór í ritnefnd 1.
des. Stúdentablaðs Björn Matt
híasson, stud. oecon., og til
vara Hákon Árnason, stud.
jur. Björn var á fyrsta fundi
ritnefndarinnar kjör tin rit-
stjóri blaðsins.
í vetur beitti félagið sér
fyrir stofnun málfundaklúbbs
Laugardagsklúbbsins. For-
maður klúbbs ns var kjörinn
Björn Friðfinnsson, stuid. jur.
Heldur klúbburinn fund í
félagsheimil; FUJ í Reykja-
vík að Stórholti 1 , annan
hvorn laugardag.
Ýmislegt fleira lét félagið
11 sín taka á árinu.
LAGABREYTINGAR.
Á aðalfundinum i fyrra
voru þeir Óttar Yngvason,
stud. jur. og Hrafnkell Ás-
geirsson, stud. jur. kosnir í
nefnd til að endurslcoða lög
félagsins. Lögðu þeir nú frarn
ítarlega samið lagafrumvarp.
Óttar fylgdi því úr h'að og
skýrði. Urðu töluverðar um-
ræður um það, og var það
síðan samþykkt sem lög fé-
lagsins.
KOSNING STJÓRNAR.
RITNEFNDAR STIJD-
ENTABLAÐS JAFNAÐ-
ARMANNA OG END-
URSKOÐENDA.
Stjórnin var að mestu end-
urkjörin, en hana sklpa: —
Hrafinkell Ásgeirsson, stud.
jur., formaður; varaformað-
ur og ritstjóri Stúdentablaðs
jafnaðarmanna Hrafn Braga-
son stud. jur. Aðrir í stjórn
þeir Guðjón Stefánsson, stud.
polyt., Björn Friðfinnsson.
stud. jur. og Óttar Yngvason,
stud. jur.
í ritnefnd auk ritstjóra:
Guðmundur Sigurðsson, stud.
med. og Þorsteinn Ge rsson,
stud. jur.
Endurskoðendur voru
kjörnir: Pétur Axel Jónssor.,
stud. jur. og Björn Matthías-
son, stud. oecon.
Að kosningum loknum
urðu fjörugar umræður um
starf félagsins á komandi
starfsári og fleira.
Annað
Áfanga
heftið af
komið út
ANNAÐ hefti af Áfanga,
tímariti Sambands ungra
jafnaðarmanna um menn-
ingar og þjóðfélagsmál er ný
lega komið út.
Af efni ritsins má nefna:
Hugleiðingar um nýja
vinnumálalöggjöf, viðtal
við Jón Þorsteinsson alþm,
Kennaraskorturinn og rétt-
indi Kennaraskólans eftir
Ágúst Sigurðsson.
Bogesen í verkfalli eftir
Gísla J. Áslþórsson ritstj.
Listkynning, Sigríður Soffía
Sandholl, með myndum
eftir listakonuna.
„Hið gamla verður að víkja
fyrir því nýja, viðtal við
Freystein Gunnarsson.
Maðurinn er gullið, eftir dr.
Eric Fromm, en greinin er
úr uppkasti að nýrri
stefnuskrá fyrir þanda-
ríska jafnaðarmanna-
flokkinn.
Greinarnar í Áfanga eru
prýddar fjölda mynda og er
allur frágangur ritsins hinn
vandaðasti.
Ritstjórar Áfanga eru þeir
Högni Egilsson og Sigurður
Guðmundsson. Setberg sf.
prentaði.
Eintakið kostar 25 kr. í
lausasölu, en 20 krónur í á-
skrift.
Alþýðublaðið — 4. janúar 1962 |,3