Alþýðublaðið - 19.01.1962, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 19.01.1962, Qupperneq 8
Ul i<ss HMtWtMMMHMMHMWkWMMIMMMMtMHtMHmHmMVMMMMMHIMMtHMMI ÁRIÐ 1945: Einn daginn kemur. fregnin: Það hefur verið saminn friður. Friður, dásamlegt orð. Það fyll'ir brjóstið ein'hverri ólgandi tilfinningu, sem krefst útrásar. Fólkið streymir um götur og torg ölvað af fögnuði. Menn hrópa sig hósa, syngja og <hlæja, faðmast af nýfundinni vináttu og síðan er friðurinn innsiglaður með ærsl- um, sem á öðrum tímum hefðu v erið talin skemmdarverk. Rúður eru brotnar, verzlanir tæmdar af vörum. Allir geta séð, að það er kominn friður, mönnum er ekki framar skipað hvað þeir eiga að eyðileggja og hvað ekki. Nú hafa menn frjálst val, loksins !!! Ýmsir stjórnmálamenn hafa þó nauman tíma til að taka þátt í þessari móttökuhátíð, þeir eru þeg ar önnum kafnir við að skipu- leggja, 'hvernig unnt er að gera þennan loftkennda frið að jarð bundnu v.'ðfangsefni allra þjóða — að aldrei framar reiði maður vopn að öðrum manni til þess að deyða. Vopnaður friður er ekki friður, heldur stund milli stríða, stund til að lifa hömlulaust og sofa órót t í bið eftir nýrri sprengju. Sameinuðu þióðirnar eru stofn aðar. Það slaknar á spennunni um sinn, mannkynið eygir nýja von — von um varanlegan frið. Trygve Lie og síðar Dag Hammarskjöld verða von heimsins, norrænir menn, með merkilega arfleifð fagurra hugsjóna í arf. Þeir vaxa við starf sitt og heimurinn vex við starf þeirra um stund að vizku, en meir að afli. Aflið, hornsteinn valdsins, er lagt á metaskálar friðarins. Friðurinn er ekki lengur same iginlegt hugtak alls mannkynsins, Grið eru rofin, tál metið til tryggðar og trumbur barðar. Vopnaður friður verða vopnuð átök. Höfuðvígi friðarins, Sameinuðu þjóðirnar, riða á grunni sínum Kongó kallarl FLUGVÉLIN er senn á förum, þaS er aðems efMr að kveðjast. — Sumir eru órólegir og ganga um með ástvinum sínum. Aðrir láta eins og ekkert sé þe'r spauga og gera að gamni sínu, e.n fjölskyldan situr í hnapp umhverfis þá til þess að missa ekki af einu orði. Lítill kútur vefur höndum um háls pabba, það eru tár í augunum og armar hans halda fast. „Pabb', þú mátt ekki fara, hvenær kemur þú aftur, pabbi?“ Biðin er á enda, merki er gefið. Hermennirnir hnappast saman, eng- in bros eða tár, aðeins þögul óró og eft'rvænting í svipnum. Senn hverfa þeir um borð í flugvélina dyrunum er lokað. Förin út í óvissuna er hafin. Kongó, hver verða örlög þeirra? stund milli stríða g 19. jan. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.