Alþýðublaðið - 19.01.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 19.01.1962, Blaðsíða 16
{BMMM) 43. árg..— Föstudagur 19. janúar 1962 — 15. tbl. SKJALDBR MEIRA SKE EN ÆTLAD ¥AR Bíllinn flaug 15 metra í MIKLU óveðri, sem gerði í Mýrdal um helgina voru 2 menn hætt komnir, er þeir V-oru á leið til vinnu sinnar a'ð ióranstöðinní á Reynisfjalli. Þ'eiý fóru frá Vík í Mýrdal eftir hádegi á sunnudag, en er þeir voru komnir miðja le»ð tókst bifreið þeirra á loft í einum vindsveipnum, — og þeyttist hún eina 15 metra án þess að koma við jörðu. — Mennirnir sluppu ómeiddir. Óveðrið skall á á laugardag, en náði hámarki á sunnudag- inn. Slitnaði þá niður mikið af símalínum, og var símasam bandslaust við Vík þar til í gærdag. Miklar skemmdir urðu á símakerfinu, og tekur viðgerð á því langan tíma. Tveir menn, Guðmundur ttwnwvwnnwwwwvw Alþingi kemur saman é ný ALÞINGI hefur verið kvatt til framhald3fund- ar fimmtudaginn 1. febr. 1962 kl. 13,30. Forsætisráðuneytið, 18. janúar 1962. vvvw Sigfússon og Ari Þorgilsson, sem eru starfsmenn við loran stöðina á Reynisfjalli lögðu af stað á sunnudaginn í Station jeppa, og ætluðu að aka út að stöðinni, en þangað er ekki nema 10—12 mínútna akstur við eðlilegar aðstæður. Er þeir voru komnir miðja vegu milli Víkur og stöðvar- innar, skall sterkur vindsveip ur á bifreiðina, og skipti það engum togum, að hún tókst á loft og kom niður um 15 mtr. frá veginum og þá á hliðina. Mennirnir meiddust ekkert, og gátu skriðið út úr bifreið- I inni. Þá var veðurhæðin svo | mikil, að þeir urðu að skríða í áttina til stöðvarinnar, og tók það þá um klukkustund að komast þangað. Stundum urðu þeir að halda sér í jarð ifasta steina til að takast ekki á loft. Nokkru seinna fóru þeir svo frá stöðinni, en þá aðra leið og héldu sér þá í sér- staka línu, sem hefur verið selt upp til að auðvelda göng una þarna { slæmum veðrum. Þegar línunni sleppti, tók veðr ið þá, og þeytti þeim til og frá. Er Alþýðublaðið ræddi í Framnald á 14 síðu. Bingó! 600 miðar seldust í gær af þeim 983 miðum, er seldir rerða á Bíla—Bingóið { Há- skólabíóinu á sunnudags- kvöldið. Var þetta þó aðeins fyrsti söludagur miðanna. Um myndina er það að segja að um hana er auðvitað ekk ert að segja annað en það, sem stendur í fyrirsögninni, nefnilega: BINGÓ ! Stykkishólmi í gær. ÞAÐ hefur nú komið í ljós, að skemmdirnar á Skjaldbreið eru miklu meiri og alvarlegri en ætlað var í fyrstu. Frosk- menn hafa fundið mörg göt á báðum síðum skipsins, og eru skemmdirnar allar fyrir ofan hinn tvöfalda botn þess. María Júlía kom hingað í morgun með annan froskmann þannig, að þeir eru nú orðnir ] tveir, og hafa þeir unnið í dag við að fylla upp í gölin, svo hægt verði að draga skipið til j Reykjavíkur. Búið er að dælaj úr lestinni, og hún orðin að ] mestu leyti þurr. | Unnið var að því í dag aðj færa til vörur, sem voru í lest; inni, en Skjaldbreið átti eftir að flytja töluvert magn af alls konar varningi til Flateyjar og Ólafsvíkur, og er það allt meira eða minna skemmt. Eftir skemmdunum að dæma hefur skipið aðeins rek ist utan í skerið, en ekki farið yfir það. Síðan er það losnaði, snérist það, og hefur þá rekið hina síðuna utan í, þannig að göt eru á báðum hliðunum. Áhöfnin af Skjaldbreið, sem var í Grafarnesi kom hingað í dag, og mun öll áhöfnirx dvelja saman um borð. Helztu ástæðurnar fyrir strandinu eru taldar þær, að sundið, sem það sigldi um er mjög þröngt eða 1,7 sjómila og einnig, að þar eru sterkir straumar og lítið má bera út af á siglingunjii, svo ekki farl illa. Sjópróf munu verða hald- in er Skjaldbreið kemur til Reykjavíkur. — Ásgeir. Betra en ekkert Ea Eimskipafclagifí m«n ;«> § ÍsjáÍIsógðn sk' ra frá þvi, !<«;- : ar þat ah kcsnar, hver ráðinn ] vcrówr framkvæmdastjóíL Klausan birtist í Vís] í gær. STOR EYJABATU HÆTT KOMINN KÁRI VE—47 var hætt kommn við Geirfuglasker í gær. Leki kom að bátnum frá biTuðu röri við botnkrana, Voru skipsmenn að draga inn línuna og ætluðu að halda til lands þegar mikill sjór var kominn í bátinn. Sjór- inn var kominn í miðja vél og var hún stöðvuð og síðan beð.ð um aðstoð- 'Þetta gerðisj. um kl. 5 í gær-' dag. Lóðsinn { Eyju.m, hafnar- •báturinn, fór á vettvang, en áð- ur en hann kom að Kára hafði tekizt að dæta sjónum sem vél- in virðist hafa dælt inn, er kran inn opnaðist. Ágætt veður var á þessum slóðum, en telja má að skipsmenn haf{ bjargazt með því að stöðva vélina, og að bát ur nn hefði sokkið ef það hefði ekki verið gert. Lóðsinn dró síðan Kára til Eyja og var komið þangað um kl. háiftíu í gærkvöldi. Þar var lokið við að dæla ur bátnum og gera við hann. Var það fljót gert og mun Kári hafa farió á sjó í nótt. Þetta var fyrsti róðer Kára á vertíðinni og þegar slysið vildi til var þúið að veiða 8—9 tonn. Kári er 60 tonna og kkip- stjóri á þátnum er Guðjón Krist isnson. HINN 16. janúar 1962 var Þorleifur Thorlacius, deildar- stjóri { utanríkisráðuneytinu, skipaður forsetaritari frá 15. s. m. að telja, í stað Haraldar Kröyer, sem tekur við öðru starfi. *www*wwwww>,«twww Banna sam- neyti við sjómenn Isafirði, 18. janúar. Heilbrigðisnefnd ísa fjarðar samþykkti á fundi síniim f gærdag, að banna bæjarbúum allt ónauðsyn legt samneyti við sjó- menn á enskum og þýzk um skipum. Er sjómönn um á þessum skipum bönnuð lan-lganga. Héraðslæknir liefur bólusett hjúkrunarfólk sjúkrahússins, hafnsögu- menn, lögregluþjóna, toll gæzlumenn og starfsmenn í verksmiðjunni Þór. Bjv. WWWWWWWMWWWW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.